Trump fyrirskipar að AÐEINS enska verði notuð í skólum, sjúkrahúsum, ríkisstofnunum og allri opinberri þjónustu. Donald Trump forseti í forsetatilskipun lagði bann við að öll önnur tungumál en enska verði notuð.
"Talaðu ensku eða farðu úr mínu landi".
Frá og með ágúst verður enska eina opinbera tungumálið sem er viðurkennt í Bandaríkjunum. Samkvæmt þessari stefnu mun öll opinber þjónusta, þar á meðal skólar, sjúkrahús og ríkisstofnanir, aðeins veita þjónustu á ensku.
Opinber skilti, eyðublöð og vefsíða munu hætta að nota spænsku. Tvítyngd valmöguleikar verða ekki lengur taldir staðlaðir. Trump segir: "Ef þú vilt búa í Bandaríkjunum, talaðu ensku. Það er tungumál lands okkar."
Trump sagði einnig að sameinað tungumál styrkti þjóðarvitund og stuðlaði að félagslegri aðlögun. Hann sagði einnig að ákveðnir hópar væru að nýta sér sundrungu tungumála til að "veikja" Bandaríkin. Þetta hefur einmitt verið lykillinn að því að gera Þjóðverja, Ítali, Kínverja o.s.frv. að nýjum Bandaríkjamönnum, að kenna ensku, siði og venjur landsins.
Það er kannski margt umdeilt sem Trump gerir (allt virðist vera umdeilt sem maðurinn gerir, líka friðarsamningar), en þetta er ekki vitlaus hugmynd. Það er nefnilega stríð í gangi á milli ensku og spænsku í Bandaríkjunum og hingað til hefur enskan verið á stöðugu undanhaldi. Það eru næstum 350 milljónir íbúar í Bandaríkjunum og þar af 66 milljónir spænskumælandi. Ef íbúar landsins ætla að búa saman og getað tjáð sig við alla aðra íbúa, hlýtur að þurfa að vera eitt opinbert tungumál.
Sama þróun er á Íslandi, maður kemst ekki í gegnum daginn án þess að tala ensku. En það er einn hópur sem fær sérmeðferð hjá t.d. RÚV en þar er boðið upp á pólsku mælandi fréttir. Er þetta góð leið til að aðlaga Pólverja inn í íslenskt samfélag? Man eftir þegar Danir réðu ríkjum á Íslandi, þeir höfðu aldrei fyrir því að læra íslensku en íslenskir embættismenn bjuggu til hrognamál úr dönsku og íslensku til að tjá sig. Hér kemur dæmi:
"Þar eð svo háttaði til, að vér urðum að kveðja umræddan mann fyrir rétt
"
- Dönsk áhrif: "Deres så det til, at vi måtte indkalde nævnte mand for retten
" eða "
með því að Kristur hefur afmáð syndir vorar með dýrðlegu blóði sínu." - sambærilegt við dönsku: "...fordi Kristus har udslettet vore synder med sit herlige blod."
Fyrir 2008 vildi viðskiptalífið aðeins tala ensku...sem betur fer fekk það ekki að ráða.
Er ekki tími til kominn að verja íslenskuna og gera hana að eina opinbera tungumálið á Íslandi? Hvar er Miðflokkurinn?
Flokkur: Bloggar | 27.7.2025 | 17:57 (breytt kl. 18:05) | Facebook
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Júlí 2025
- Júní 2025
- Maí 2025
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
Bloggvinir
Af mbl.is
Innlent
- Slys skammt frá Fagurhólsmýri: Þyrlan í loftið
- Eldur í húsnæði í Borgartúni
- Gat myndaðist á gígnum í stutta stund
- Segir Þorgerði fara með rangfærslur
- Rekstur Lagardère bar sig ekki á flugvellinum
- Lögreglumaðurinn sagði upp í sama mánuði
- Bílslys nærri afleggjaranum í Hvalfjörð
- Nýir rekstraraðilar á Keflavíkurflugvelli
Athugasemdir
Frábær færsla, sem ráðamenn landsins ættu að lesa og hafa í huga......
Jóhann Elíasson, 27.7.2025 kl. 18:09
Gott kvöld Birgir. Já, það eru vísbendingar um að aðferðafræði íslenskrar málstefnu þarfnist bæði uppfærslu og skýrari pólitískrar stefnumörkunar, sjá pistil sem ég skrifaði um málefnið: https://ragnargeir.blog.is/blog/ragnargeir/entry/2312237/
Ragnar Geir Brynjólfsson, 27.7.2025 kl. 19:59
Takk fyrir Ragnar og Jóhann. Vandamálið er að á Alþingi velst ekki leiðtogar, heldur skrifstofufólk. Það tekur aldrei ákvörðun á eigin vegum. Á meðan er engin stefna tekin í mikilvægustu málum Íslands, það er varðveisla íslenskunnar, menningu og siði. Ætlum við að verða útlendingar í eigin landi? Mjög líkleg örlög örþjóðar eins og Íslendinga. Á meðan forystusauðir þjóðarinnar eru bara sauðir, gerist ekki neitt.
Birgir Loftsson, 27.7.2025 kl. 20:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning