Verður Obama ákærður fyrir landráð?

Þeir sem fylgjast með bloggi mínu, muna kannski eftir að ég benti á fyrstur hér á Íslandi á andlegt ástand Joe Biden, að hann væri algjörlega óhæfur sem forseti. Þetta gerði ég í upphafi forsetatíðar hans fyrir 5 árum. Nú eftir að yfirhylming fjölmiðla og starfsfólks hans, hefur komið í ljóst, í ótal uppljóstrunum að svo var raunin og forsetatilskipanir hans, sérstaklega undir lok valdatíð hans, voru undirritaðar af "autopen" eða skrifvél sem vekur spurningu um hver stjórnaði landinu í raun? Aðstoðarfólk Bidens, konan hans, eða sonur?

Biden virðist einnig hafa tekið þátt í meintu valdaráni eða samsæri gegn komandi forseta og síðar sitjandi forseta, Donald Trump, í fyrstu valdatíð hans.

Flestir muna eftir brottgengna forsetatíð Trumps, endalausar ásakanir um samráð hans við Pútín og fleiri ofsóknir sem endaði með látum þegar stuðningsmenn hans ásamt honum voru sakaðir um valdaráð í janúarmánuði, tveimur vikum áður en hann lét af embætti. Hann fékk á sig tvær embættisákærður sem féllu um sjálfa sig. 

Nú er í gangi blaðamannafundur með yfirmanni leyniþjónustunnar, Tulsi Gabbard, þar sem hún afhjúpar samsæri Obama, Bidens sem þá var varaforseti, yfirmanns CIA og FBI gegn komandi stjórnar Trumps. 

Hún sagði eftirfarandi: "Það eru til óyggjandi sannanir sem lýsa því hvernig Obama forseti og þjóðaröryggisteymi hans stýrðu gerð mats á upplýsingum frá leyniþjónustunni sem þeir vissu að væri rangt,“ sagði Gabbard. „Þeir vissu að það myndi ýta undir þessa uppspunnu frásögn um að Rússland hefði blandað sér í kosningarnar 2016 til að hjálpa Trump forseta að vinna og selt það bandaríska fólkinu eins og það væri satt. Það var það ekki."

Athugasemdir Gabbards koma í kjölfar þess að leyndarhjúpur hefur verið aflýstur á fjölda skjala frá bandarísku leyniþjónustunni sem halda því fram að stjórn Obama hafi gert leyniþjónustur að pólitískum vopni og að bandarískar leyniþjónustustofnanir hafi ekki haft beinar upplýsingar um að Vladímír Pútín, forseti Rússlands, hafi reynt að styðja kosningu Trumps árið 2016.

"Allir staðfesta sömu skýrsluna: Stjórn Obama beitti grófri stjórnmálalegri notkun og stjórnun upplýsingaöflunar með það að markmiði að gera Trump forseta ólögmætan jafnvel áður en hann var settur í embætti, og að lokum ræna vilja bandaríska þjóðarinnar," sagði Gabbard.

Gabbard sagði einnig að afleyst skjöl hefðu verið deilt með dómsmálaráðuneytinu og FBI svo þessar stofnanir gætu metið hvort einhverjar saknæmar afleiðingar af efninu séu réttlætanlegar.

"Við höfum vísað og munum halda áfram að vísa öllum þessum skjölum til dómsmálaráðuneytisins og FBI til að rannsaka saknæmar afleiðingar þessa fyrir sönnunargögnin,“ sagði Gabbard. „Rétt. Sönnunargögnin sem við höfum fundið og birt benda beint til þess að Obama forseti hafi leitt framleiðslu þessarar upplýsingaöflunar. Það eru fjölmargar sannanir og upplýsingar sem staðfesta þá staðreynd."

Á þriðjudag sakaði Donald Trump forseti, fyrrverandi forseta, Barack Obama um að vera "leiðtogi" rannsókna á því hvort kosningabarátta hans hafi átt í samráði við Rússa í kosningunum 2016.

New Russiagate evidence "directly" points to Obama, DOJ will decide "criminal implications": Gabbard

Á þessu bloggi hefur þessu verið lýst undanfarin ár og er þetta engar fréttir fyrir ritara þessa bloggs. Hamagangurinn við að koma Trump frá völdum, handtaka hann og auðmýkja og jafnvel að reyna að drepa hann (ekki við demókrata að saka nema kannski orðræða þeirra hafi komið andlegu veiku fólki til að fara af stað og reyna að drepa Trump a.m.k. tvisvar) ríður ekki einteymingi.  

Svo það sé á hreinu, er ritari enginn stuðningsmaður Trumps, né nokkurs manns/hóps/þjóðar eða aðra aðila en þetta er sögulegt efni fyrir sagnfræðinginn mig. Þetta er sagan að gerast í beinni!

Það eru nokkrir forsetar sem eru sögulega áhugaverðir, George Washington, John Adams, Andrew Jackson, Abraham Lincoln, Theodore Roosvelt, John F. Kennedy, Richard Nixon, Ronald Reagan, Barrack Obama og nú Donald Trump. Allir þessir menn, jafnvel Lincoln, voru umdeildir, vinsælir epa óvinsælir en ótvírætt áhrifamenn sem höfðu áhrif á gang sögunnar.

Aðrir forsetar voru þarna og gerðu lítið og eru kannski nú hvað frægastir fyrir hvað þeir voru afburðar lélegir forsetar.  James Buchanan er kannski þar fremstur, kom ekki í veg fyrir bandarísku borgarastyrjöldina, ef eitthvað er, hann kom henni af stað! Herbert Hoover sem kom ekki í veg fyrir heimskreppuna 1929 og dýpkaði hana, Jimmy Carter var afburðarlélegur forseti (var lengi talinn annar versti forseti sögunnar þar til Joe Biden kom til sögunnar) og nú síðast Joe Biden sem líkt og Woodrow Wilson var ekki stjórnandi Bandaríkjanna, heldur stjórnuðu aðrir fyrir þá.

Fyrir Wilson var það eiginkona hans (hann fékk heilablóðfall) en það er að koma betur í ljós að það voru fáeinir aðilar sem stjórnuðu í stað Bidens, og er eiginkona hans þar fremst í flokki sem og fámennum hópur trúnaðarmanna.

Bandarísk stjórnmál halda áfram að vera spennandi, þetta er eins og að horfa á valdatafl rómverska keisara í beinni. Hvað kemur næst?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Guðmundur Franklín Jónsson ræddi þessi mál á Útvarpi Sögu síðastliðinn mánudag.  Að öðru leyti hefur ekki einn einasti fjölmiðill rætt þessi má að einu eða neinu leiti.  Ég er nokkuð viss um ð RÚV hefði gert þessu "góð skil" ef Trump hefði verið sökudólgurinn.......

Jóhann Elíasson, 23.7.2025 kl. 21:14

2 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Trump nefndi sedition, eða secession sem er annað ... skilst á sumum að hér sé um mjög nákvæman lagaskilning að ræða.

Guðjón E. Hreinberg, 23.7.2025 kl. 21:33

3 Smámynd: Birgir Loftsson

Ókei Jóhann, vissi ekki af viðtalinu við Guðmund Franklín en ég fylgist mjög náið með bandarískri pólitík og hef séð umræðuna þróast.

Guðjón: Trump er eins og hann er, kemur með "meme" þar sem Obama er handtekinn af FBI en aðrir viðra og nota hugtökin: "treason, coup" sem eru jafnslæmt ef sannað verður.

Við vitum alveg hvert þetta stefnir, Obama fer í skó Trumps næstu árin og verður "ofsóttur". Þetta er eiginlega karma og menn gleyma því að þegar þeir láta af völdum, getur andstæðingurin hefnt sín...þ.e.a.s. ef hann kemst til valda.  

Birgir Loftsson, 23.7.2025 kl. 21:49

4 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Rétt - hluti af merkjum Siðfalls samtímans.

Bestu kveðjur.

Guðjón E. Hreinberg, 24.7.2025 kl. 01:46

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Júlí 2025

S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband