Mun Flokkur fólksins fella ríkisstjórnina?

Síamsflokkarnir Samfylkingin og Viðreisn eru á undarlegri vegferð. Það er stefnt fyrir opnum tjöldum að ganga í ESB, þrátt fyrir að málið væri ekki á dagskrá í kosningabaráttunni.  Kjósendur þessara flokka máttu vera það ljóst að Evrópumálin væru á dagskrá á kjörtímabilinu og ESB innganga væri aðalstefnumálið. 

Ef til vill má sjá raunverulegt fylgi við inngöngu í ESB með því að skoða fylgi flokkanna. Samfylkingin fékk 21% og Viðreisn 15%. 36-37% fylgi samanlagt við inngöngu í ESB? Það þýðir að meirihluti landsmanna hefur engan áhuga á inngöngu í ESB.

Á meðan ESB blæti síamstvíburanna stendur yfir og er í forgangi, eru önnur brýn mál látin sitja á hakanum. Þetta er ekki það sem borgarar landsins voru að óska eftir, jafnvel ekki kjósendur þessara flokka. 

FF tapar á þessu ríkisstjórnar samstarfi, bæði í fylgi og málefnum.


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Júlí 2025

S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband