Utanríkisverslun Íslands við umheiminn

Ritari spurði Völvu um utanríkisverslun Íslands.  Eftirfarandi tölur komu fram og sýna að ESB er einn mikilvægasti viðskiptaaðili Íslands.

Samantekt á krónum

Útflutningur:

  • ESB: ca. 528 milljarðar ISK

  • US: ca. 97 milljarðar ISK

  • Kína: ca. 17,6 milljarðar ISK

  • Önnur lönd: ca. 32 milljarðar ISK

Innflutningur:

  • ESB: ca. 505 milljarðar ISK

  • US: ca. 100 milljarðar ISK

  • Kína: ca. 123 milljarðar ISK

  • Önnur lönd: ca. 125 milljarðar ISK

Ekki öll Evrópu ríki eru í ESB. Hver er krónutalan ef við tökum öll Evrópuríkin inn í myndina?

Niðurstaða

  • ca 739 milljarðar ISK í útflutningi fóru til allra evrópuríkja - ESB + EFTA árið 2024.

  • ca 771 milljarðar ISK voru innfluttar frá öllum Evrópuríkjum árið 2024.

Það er því ljóst að ESB og Evrópa er mjög mikilvæg fyrir Ísland. Kína er hins óhagstæður viðskiptaaðili, þ.e.a.s. ef við viljum viðskiptajöfnuð.

Samskipti Íslands snúast hins vegar ekki bara um viðskipti við umheiminn, heldur einnig öryggimál. Þar getur ESB aldrei komið í stað Bandaríkjanna.  Ísland verður því að stunda rökræna og útmiðaða utanríkisstefnu og ekki fæla bandamenn frá.  Það er ekki að sjá í núverandi utanríkisstefnu Íslands. Þar heldur örríkið Ísland að það geti skipt sér af stórveldis pólitíkinni og komið óskaðað frá.  Músin á að halda sér í músaholunni á meðan kettirnir slást. Það er rétta stefnan. 

 


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Rúnar Már Bragason

Hefði verið sniðugt að spyrja hversu hátt álið er inni í þessum tölum. Annars sammála niðurlaginu að utanríkisstefnan sem ríkisstjórnin vill fara er ekkert annað en helför.

Rúnar Már Bragason, 22.7.2025 kl. 15:52

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Júlí 2025

S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband