Byrjum á Danmörku sem Grænland og Færeyjar falla undir. Það er aðildaríki í ESB síðan 1973. Tekur þátt í flestum málaflokkum ESB nema örfáum þar sem hún hefur sérstöðu (t.d. réttarkerfi og evran, Danmörk er ekki með evru heldur heldur dönsku krónunni).
Færeyjar eru ekki í ESB, aldrei gengið í sambandið. Færeyjar eru ekki hluti af tollabandalagi ESB og hafa ekki aðgang að innri markaðinum að fullu. Eiga þó tvíhliða fríverslunarsamninga við ESB, meðal annars um fiskveiðiútflutning.
Færeyingar hafa sína eigin tollalöggjöf, lögreglu, gjaldmiðil og löggjafarvald, og senda ekki þingmenn til Evrópuþingsins. Þeir nota færeyska krónu sem er bundin dönsku krónunni (ekki eigin sjálfstæður gjaldmiðill í gjaldmiðlapólitískum skilningi). Færeyingar hafa að miklu leyti sjálfstæða utanríkis- og viðskiptastefnu ólíkt mörgum öðrum sjálfstjórnarsvæðum innan Evrópu.
Hvað með Grænland. Var hluti af ESB frá 1973 til 1985, sem hluti af Danmörku. Fór úr ESB árið 1985 eftir þjóðaratkvæðagreiðslu fyrst og hingað til eina svæðið sem hefur yfirgefið ESB. Ástæða útgöngu: óánægja með sjávarútvegspolitík ESB og of mikla íhlutun. Grænland er nú: "Land og yfirráðasvæði utan ESB" með sérstaka samninga. Hefur sérstaka samningsstöðu sem Land og yfirráðasvæði sem tengist ESB (OCT Overseas Countries and Territories). Er með samninga um: Aðgang að markaði ESB fyrir fisk og sjávarafurðir. Þróunarsamvinnu og styrki frá ESB. Samstarf í vísindum, menntun og rannsóknum (t.d. Erasmus+). Grænland er ekki í tollabandalagi ESB, ekki í Schengen og ekki hluti af sameiginlegum innri markaði.
Þegar staðan þessara tveggja ríkja, sem þó eru undir valdi Dana, er skoðuð samanborið við Ísland, þá vekur það upp spurninguna hvort þessi ríki séu ekki með meira sjálfstæði en Ísland gagnvart ESB? Ísland er múlbundið ESB í gegnum EES. Það þarf að lúta reglugerðarfarganinu frá ESB, vera í Schengen (skil ekki af hverju eyríki þarf þess) og hefur verri stöðu gagnvart ESB í fiskveiðimálum en ofangreind tvö ríki.
Nú er allt í einu búið að töfra fram að Ísland er enn umsóknarríki að ESB. Hélt að skessustjórnin ætlaði að bíða fram á lokaár stjórnartíðar sinnar (stutt í kosningar) og leyfa þjóðinni að velja sjálf.
Flokkur: Bloggar | 19.7.2025 | 12:08 (breytt kl. 12:09) | Facebook
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Júlí 2025
- Júní 2025
- Maí 2025
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
Bloggvinir
Af mbl.is
Erlent
- Aukin þekking á taugahrörnun glæðir vonir
- 34 látnir eftir að bátnum hvolfdi
- Átök halda áfram þrátt fyrir vopnahlé
- 18 látnir eftir að bát hvolfdi á vinsælum ferðamannastað
- Bíl ekið á hóp fólks í Los Angeles
- Fyrrverandi forsetinn ákærður
- Alvarleg netárás gerð á Singapúr
- Rannsaka andlát konu á Tomorrowland
Athugasemdir
Ég held að munurinn sé fyrst og fremst sá ÍSLENDINGAR HALDA AÐ ÞEIR SÉU SJÁLFSTÆÐIR EN Í RAUN OG VERU ER ÞAÐ "ÞRÆLSLUNDIN" SEM BLUNDAR Í OKKUR OG ÞÁ SÉRSTAKLEGA RÁÐAMÖNNUM ÞJÓÐARINNAR OG Á ÞAÐ SPILA NÝLENDUVELDI ESB......
Jóhann Elíasson, 19.7.2025 kl. 16:23
Grænland er ekki eina landið sem hefur yfirgefið ESB.
Annað eyríki í Vestur-Evrópu gerði það líka árið 2020.
Grænland er reyndar ekki í Evrópu heldur Norður-Ameríku.
Eins og u.þ.b. 80% landsvæðis og íbúafjölda Íslands.
Guðmundur Ásgeirsson, 19.7.2025 kl. 16:45
Takk fyrir félagar. Málið er bara að Íslendingar hafa ekki haft leiðtoga í áratugi. Íslenskir stjórnmálamenn voru hugrakkir á 19. öld og fram eftir þeirri 20. Getið þið bent á alvöru leiðtoga á þeirri 21.?
Birgir Loftsson, 19.7.2025 kl. 17:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning