Ritari hefur sérhæft sig í hernaðarsögu. Lærdómurinn er ótvíræður. Mannleg grimmd er engin takmörkunum háð. Sjá myndband hér að neðan. Það þýðir ekkert að tala um þjóðerni, allar þjóðir eru færar um að fremja óhemjuverk. Meira segja Íslendingar.
Þessi stúdía hefur gert ritara að friðarsinna, en samt ekki skilyrðislaust. Það er nefnilega hættulegt að vera varnarlaus í grimmum heimi.
Nýjasta dæmið var bara í gær, árás Bedúína á Drúsa við landamæri Sýrlands og Ísraels. Þetta var gert með fullþingi sýrlenskra stjórnvalda og þjóðarmorð var hafið. Búið var að drepa 350 Drúsa þegar herþotur Ísraela skárust í leikinn, bæði á landamærunum og í Damaskus. Sýrlensk stjórnvöld vildu Drúsa vopnlausa. En með hjálp ísraelska flughersins, náðu Drúsa að hrinda árás Bedúína.
Aðrir minnihlutahópar eru líka í hættu. En sýrlensk stjórnvöld sáu sæng sína uppbreidda og hættu árásum á eigin borgara. Ísraelar lærðu þennan lærdóm eftir seinni heimsstyrjöld og fara sínu fram sama hvað umheimurinn segir.
Hver er lærdómurinn? Jú, við skulum sækjast eftir frið en með styrk. Við þurfum að geta varið okkur - sjálf. Annar lærdómur af sögunni er að ekki er hægt að treysta öðrum. Þetta á jafnt við um Bandaríkjamenn sem Evrópumenn. Þegar allt fer til andskotans í næstu styrjöld, sem mun gerast fyrr eða síðar, getum við treyst á þá? Nei.
Í meðfylgjandi myndbandi má sjá örlög fyrrum sigurvegara. Örlög þýsku þjóðarinnar voru jafn ógeðfelld og Sovétmanna og annarra þátttakenda stríðsins. Óbreyttir borgarar fóru verst út úr þessum átökum og svo verður í næstu stríðum. Mannskepnan er grimmt villidýr.
Flokkur: Bloggar | 17.7.2025 | 23:45 (breytt 18.7.2025 kl. 01:21) | Facebook
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Júlí 2025
- Júní 2025
- Maí 2025
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning