Mannleg grimmd á sér engin takmörk í stríðum

Ritari hefur sérhæft sig í hernaðarsögu. Lærdómurinn er ótvíræður. Mannleg grimmd er engin takmörkunum háð. Sjá myndband hér að neðan. Það þýðir ekkert að tala um þjóðerni, allar þjóðir eru færar um að fremja óhemjuverk. Meira segja Íslendingar.

Þessi stúdía hefur gert ritara að friðarsinna, en samt ekki skilyrðislaust. Það er nefnilega hættulegt að vera varnarlaus í grimmum heimi. 

Nýjasta dæmið var bara í gær, árás Bedúína á Drúsa við landamæri Sýrlands og Ísraels. Þetta var gert með fullþingi sýrlenskra stjórnvalda og þjóðarmorð var hafið. Búið var að drepa 350 Drúsa þegar herþotur Ísraela skárust í leikinn, bæði á landamærunum og í Damaskus. Sýrlensk stjórnvöld vildu Drúsa vopnlausa. En með hjálp ísraelska flughersins, náðu Drúsa að hrinda árás Bedúína.

Aðrir minnihlutahópar eru líka í hættu. En sýrlensk stjórnvöld sáu sæng sína uppbreidda og hættu árásum á eigin borgara.  Ísraelar lærðu þennan lærdóm eftir seinni heimsstyrjöld og fara sínu fram sama hvað umheimurinn segir.

Hver er lærdómurinn? Jú, við skulum sækjast eftir frið en með styrk. Við þurfum að geta varið okkur - sjálf.  Annar lærdómur af sögunni er að ekki er hægt að treysta öðrum. Þetta á jafnt við um Bandaríkjamenn sem Evrópumenn. Þegar allt fer til andskotans í næstu styrjöld, sem mun gerast fyrr eða síðar, getum við treyst á þá? Nei.

Í meðfylgjandi myndbandi má sjá örlög fyrrum sigurvegara. Örlög þýsku þjóðarinnar voru jafn ógeðfelld og Sovétmanna og annarra þátttakenda stríðsins. Óbreyttir borgarar fóru verst út úr þessum átökum og svo verður í næstu stríðum.  Mannskepnan er grimmt villidýr.

 


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Júlí 2025

S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband