Að halda með þjóð(ir) sem koma okkur ekkert við

Það er alveg magnað hvað heimurinn með sína 8 milljarða manna er upptekinn af átökum fólks fyrir botni Miðjarðarhafs. Þarna er fólk af semískum uppruna sem hefur verið í stríði síðan veggir Jeríó féllu fyrir  3425 árum. Þetta fólk gengur undir ýmsum þjóðarheitum en á sér sameiginlegan lífræðilegan uppruna. Það er ekkert undarlegt né nýtt að það sé barist á þessum gatnamótum Evrópu/Asíu/Afríku. Þarna mætast menningarheimar.

Það er grátbroslegt að heimurinn er í gíslingu fólks: Ísraela,  Sýrrlendinga, Palestínu Araba, Kúrda, Írana, Íraka, Egypta, Jórdana, Líbana,

Sádi Araba, Tyrki, Lýbíumanna og fleira óreiðufólks. Guð forði okkur frá kjarnorkustríði á svæðinu. Það einmitt þetta sem heldur athygli umheimsins.

Því miður fóðrar heimurinn þessi átök með sífelldum fréttaflutningi. Ertu fylgjandi Palestínu Araba? Eða Ísraela? Bjáni! Sérstaklega ef þú lætur þetta raska þinn innri frið og sálarró. Verst að menn eru farnir að öskra og góla á torgum úti hérlendis vegna þessara mála í stað þess að hafa áhyggjur af arfaslakri heilbrigðis þjónustu eða menntakerfi sem skilar út ólæsum drengjum.


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Örn Ragnarsson

Birgir! Þessi stríð þjóðanna gegn Ísrael eru eðlileg, því að Höfðingi þessa heims hefur ætíð viljað eyða Ísrael.

Ástæða þess er, að hann veit að eilíft líf hvers einasta manns er undir því komið Ísrael, þjóðin og landið, haldi velli til að taka á móti frelsaranum Jesú Kristi, konungi Gyðinga, við endurkomu Hans.

Þetta ætti að opinberast þér við lestur Biblíunnar.

Guðmundur Örn Ragnarsson, 7.7.2025 kl. 16:18

2 Smámynd: Birgir Loftsson

Takk fyrir Guðmundur, getur þú í gamla eða nýja testamentið máli þínu til stuðnings. Gaman að lesa....

Birgir Loftsson, 7.7.2025 kl. 17:42

3 Smámynd: Birgir Loftsson

Guðmundur, Jeríkó er ein af elstu borgum í heimi. Jeríkó er ein elsta samfellda byggð í heimi, hugsanlega frá um 9000 f.Kr. Fornleifauppgröftur hefur sýnt fram á langa sögu Jeríkó. 6:20 Biblían: "Þegar fólkið heyrði lúðurhljóminn, æptu þeir upp miklu ópi og múrinn [Jeríkó] hrundi, svo að Ísraelsmenn gengu inn í borgina, hver maður beint áfram [klifraði yfir rústirnar], og þeir kollvarpuðu borginni." 

Birgir Loftsson, 7.7.2025 kl. 17:57

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Júlí 2025

S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband