Það er alveg magnað hvað heimurinn með sína 8 milljarða manna er upptekinn af átökum fólks fyrir botni Miðjarðarhafs. Þarna er fólk af semískum uppruna sem hefur verið í stríði síðan veggir Jeríó féllu fyrir 3425 árum. Þetta fólk gengur undir ýmsum þjóðarheitum en á sér sameiginlegan lífræðilegan uppruna. Það er ekkert undarlegt né nýtt að það sé barist á þessum gatnamótum Evrópu/Asíu/Afríku. Þarna mætast menningarheimar.
Það er grátbroslegt að heimurinn er í gíslingu fólks: Ísraela, Sýrrlendinga, Palestínu Araba, Kúrda, Írana, Íraka, Egypta, Jórdana, Líbana,
Sádi Araba, Tyrki, Lýbíumanna og fleira óreiðufólks. Guð forði okkur frá kjarnorkustríði á svæðinu. Það einmitt þetta sem heldur athygli umheimsins.
Því miður fóðrar heimurinn þessi átök með sífelldum fréttaflutningi. Ertu fylgjandi Palestínu Araba? Eða Ísraela? Bjáni! Sérstaklega ef þú lætur þetta raska þinn innri frið og sálarró. Verst að menn eru farnir að öskra og góla á torgum úti hérlendis vegna þessara mála í stað þess að hafa áhyggjur af arfaslakri heilbrigðis þjónustu eða menntakerfi sem skilar út ólæsum drengjum.
Flokkur: Bloggar | 7.7.2025 | 14:12 (breytt kl. 17:52) | Facebook
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Ágúst 2025
- Júlí 2025
- Júní 2025
- Maí 2025
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
Athugasemdir
Birgir! Þessi stríð þjóðanna gegn Ísrael eru eðlileg, því að Höfðingi þessa heims hefur ætíð viljað eyða Ísrael.
Ástæða þess er, að hann veit að eilíft líf hvers einasta manns er undir því komið Ísrael, þjóðin og landið, haldi velli til að taka á móti frelsaranum Jesú Kristi, konungi Gyðinga, við endurkomu Hans.
Þetta ætti að opinberast þér við lestur Biblíunnar.
Guðmundur Örn Ragnarsson, 7.7.2025 kl. 16:18
Takk fyrir Guðmundur, getur þú í gamla eða nýja testamentið máli þínu til stuðnings. Gaman að lesa....
Birgir Loftsson, 7.7.2025 kl. 17:42
Guðmundur, Jeríkó er ein af elstu borgum í heimi. Jeríkó er ein elsta samfellda byggð í heimi, hugsanlega frá um 9000 f.Kr. Fornleifauppgröftur hefur sýnt fram á langa sögu Jeríkó. 6:20 Biblían: "Þegar fólkið heyrði lúðurhljóminn, æptu þeir upp miklu ópi og múrinn [Jeríkó] hrundi, svo að Ísraelsmenn gengu inn í borgina, hver maður beint áfram [klifraði yfir rústirnar], og þeir kollvarpuðu borginni."
Birgir Loftsson, 7.7.2025 kl. 17:57
Já, Birgir, ég hef komið til Jeríkó og séð þessar rústir elstu mannabústaða sem þú nefnir.
Um fyrri komu Jesú:
GT: Fagna þú mjög, dóttirin Síon, lát gleðilátum, dóttirin Jerúsalem! Sjá, konungur þinn kemur til þín. Réttlátur er Hann og sigursæll, lítillátur og ríður asna, ungum ösnufola. (Sak. 9:9).
NT: Óttast ekki, dóttir Síon. Konungur þinn kemur og ríður ösnufola. (Jóh. 12:15).
NT: Jesús segir: Hjálpræðið kemur frá Gyðingum. (Jóh. 4:22).
NT: Verið algáðir, vakið. Óvinur yðar, djöfullinn, gengur um sem öskrandi ljón, leitandi að þeim, sem hann geti gleypt. (1. Pét. 5:8).
NT: Jesús segir við fólkið í Jerúsalem, en það hlustaði ekki á Hann: Hús yðar verður í eyði látið (70 e. Kr.). Ég segi yður: Héðan af munuð þér eigi sjá mig, fyrr en þér segið: (Við endurkomu Hans. Þá haf Gyðingar aftur sest að í Jerúsalem, eins og nú er orðið frá 1948.): Blessaður sé sá sem kemur, í nafni Drottins. (Mt. 23:38-39).
Um seinni komu Jesú, sem nú stendur fyrir dyrum:
Við endurkomu sína hreinsar Hann fyrst til í heiminum:
NT: Þá sá ég himininn opinn, og sjá: Hvítur hestur. Sá, sem á honum sat, heitir Trúr og Sannur, Hann dæmir og berst með réttvísi. Augu Hans eru sem eldslogi og á höfði Hans eru mörg ennisdjásn. Og Hann ber nafn ritað, sem enginn þekkir nema Hann sjálfur. Hann er skrýddur skikkju, blóði drifinni, og nafn Hans er: Orðið Guðs. Og hersveitirnar, sem á himni eru, fylgdu Honum á hvítum hestum, klæddar hvítu og hreinu líni. Og af munni Hans gengur út biturt sverð að slá þjóðirnar með, og Hann stjórnar þeim með járnsprota. Og Hann treður vínþröng heiftarreiði Guðs hins alvalda. Og á skikkju sinni og lend sinni hefur Hann ritað nafn: Konungur konunga og Drottinn drottna. (Op. 19:11-16).
Síðan stofnar Hann Friðarríkið á Jörðu:
GT: Mikill skal höfðingjadómurinn verða og friðurinn engan enda taka á hásæti Davíðs og í ríki Hans. Hann mun reisa það og efla með réttvísi og réttlæti héðan í frá og að eilífu. Vandlæting Drottins allsherjar mun þessu til vegar koma. (Jes. 9:7).
Guðmundur Örn Ragnarsson, 7.7.2025 kl. 19:40
Amen Guðmundur. Takk fyrir þennan frábæran fróðleik. Já, mikið rétt, hann kom ríðandi á asna í Jerúsalem. Það rætist (um fyrri komu Jésús). Nú er að bíða eftir þeirri seinni.
Birgir Loftsson, 7.7.2025 kl. 19:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.