Já, það eru sett mörk á tjáningafrelsi einstaklinga á Íslandi og þau eru umtalsverð. Þetta sést greinilega þegar íslenska tjáningafrelsið er borið saman við hið bandaríska. Munurinn á tjáningafrelsi í Bandaríkjunum og Íslandi felst aðallega í lögfræðilegri nálgun, undantekningum og sögulegum og menningarlegum bakgrunni. Í Bandaríkjunum er víðtækt tjáningafrelsi jafnvel hatursorðræða er vernduð, nema hún falli undir ákveðnar þröngar undantekningar. Rétturinn til að móðga, gagnrýna eða segja hluti sem teljast ámælisverðir er almennt verndaður. Takmarkanir eru fáar, en meðal þeirra eru: Hótanir um ofbeldi (e. true threats) og rógur/særandi ærumeiðingar (defamation) en erfitt er að vinna slíkar málsóknir, sérstaklega gegn opinberum aðilum.
Þá komum við að Íslandi sem er bundið af mannréttindasáttmála Evrópu og stjórnarskrá. Tjáningafrelsi er tryggt í 17. og 73. gr. stjórnarskrárinnar. Ísland er einnig bundið af Mannréttindasáttmála Evrópu (MSE), sérstaklega 10. grein um tjáningafrelsi. Tjáningafrelsið er mikilvægt, en undantekningar eru víðtækari en í Bandaríkjunum. Haturstjáning, ærumeiðingar og brot á friðhelgi einkalífs eru takmörkuð með lögum. Dæmi um takmarkanir er haturstjáning gagnvart minnihlutahópum er refsiverð (sbr. almenn hegningarlög). Ærumeiðingar geta leitt til skaðabóta eða refsinga. Gagnrýni sem er gífurleg og tilefnislaus getur verið dæmd sem brot, sérstaklega ef hún snertir einstaklinga. Dómstólar á Íslandi og í Evrópu meta oft "nauðsyn í lýðræðislegu samfélagi" þegar tjáningarfrelsi er takmarkað.
Hvort eru Bandaríkjamenn eða Evrópumenn að fara réttu leið í tjáningamálum? Þeir sem þekkja ritara, vita svarið. Bandaríska leiðin er sú eina rétta. Hvers vegna? Bæling tjáningaréttsins er einmitt öflugt vopn ofríkisstjórnvalda. Sama hversu kjaftfor einstaklingur er, á hann ekki roð við "kerfið" ef það snýst gegnum honum. Galnar hugmyndir ný-marxista er framfylgt í öllum kerfum stjórnkerfisins á Íslandi. Það er sífellt að koma betur í ljós rugl hugmyndafræði og innræting sem otað er að íslensku borgurum. Innrætingin byrjar í leikskóla og lýkur í háskóla. Svo taka íslensk stjórnvöld við með hjálp fjölmiðla. Það þarf að slökkva á RÚV og Sýn til að geta hugsað frjálst og í friði.
Það er gagnrýni borgarans sem skiptir öllu máli og hún byrjar nánast alltaf hjá honum, hann sýnir að keisarinn er án klæða - hér íslenskra stjórnvalda eða samtaka undir verndarvæng þeirra. Ef hann getur ekki gagnrýnt, líkt og bloggarar gera hér daglega, ekki án árása og ákæru, þá búum við í ofríkis þjóðfélagi. Evrópumenn hafa gengið of langt og mannréttindadómstól og mannréttindasáttmáli Evrópu hafa gengið of langt. Ef það er erfitt að sækja mál gegn íslenskum stjórnvöldum, hvernig haldið þið að það sé gegn dómstólum ESB? Íslenskir dómstólar hafa þó staðið vaktina en þeir eru bundir af evrópskri löggjöf.
Niðurstaðan er að Íslendingar búa í banana lýðveldi, því miður.
Flokkur: Bloggar | 6.7.2025 | 09:37 (breytt kl. 09:40) | Facebook
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Júlí 2025
- Júní 2025
- Maí 2025
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning