Til hamingju með afmælið Bandaríkin!

Bandaríkin eiga afmæli í dag, hvers er helst að minnast á þessum tímamótum? í dag – 4. júlí – eiga Bandaríkin afmæli og halda upp á sjálfstæðisdag sinn, eða Independence Day, sem er stærsti þjóðhátíðardagur landsins. Þennan dag árið 1776 samþykkti Kontinentalkongressinn í Philadelphíu sjálfstæðisyfirlýsinguna (Declaration of Independence), þar sem lýst var yfir að Bandaríkin væru sjálfstæð frá Bretlandi.
 
Byrjum á byrjunni sjálfstæðisyfirlýsingunni frá 1776 (249 ár síðan). Höfundar hennar voru meðal annars Thomas Jefferson, John Adams, og Benjamin Franklin. Í yfirlýsingunni er lögð áhersla á náttúruleg réttindi mannsins: "life, liberty and the pursuit of happiness." Þetta var byltingarkennd hugsun á sínum tíma, þar sem lýðræði og einstaklingsfrelsi voru sett fram sem grundvallarréttindi.
 
En það var ekki nóg að koma með yfirlýsingu, það varð að berjast fyrir frelsið. Frelsisbaráttan kallast bandaríska byltingin og stóð frá 1775 til 1783. Þetta stríð stóð milli Bandaríkjanna og Bretlands, sem lauk með sigri Bandaríkjanna og viðurkenningu sjálfstæðis. 

Bandaríkin urðu fyrsta nútíma lýðveldið með stjórnarskrá (1787) sem byggði á þrígreiningu valds, mannréttindum og valdheimildum sem koma frá fólkinu.

Sjálfstæði Bandaríkjanna hafði djúpstæð áhrif á önnur lönd, ekki síst Frakkland (Franska byltingin 1789). Bandaríska stjórnarskráin og réttindaskráin (Bill of Rights) urðu fyrirmynd annarra lýðræðisríkja.

Í dag er þjóðhátíðardagurinn haldinn með flugeldasýningum, göngum, tónleikum, fánaskreytingum, og fjölskylduhátíðum víðsvegar um landið og í ár (2025) eru liðin 249 ár frá sjálfstæðisyfirlýsingunni – næsta ár verður því 250 ára afmæli Bandaríkjanna, og búast má við enn stærri hátíðahöldum.

Svo er það spurning hversu lengi bandaríska heimsveldið stendur. Það getur gert það næstu 250 ár eða hrunið í frumparta á næsta ári. Þetta er það skemmtilega við söguna, enginn veit sögu þjóðar fyrr enn öll er.


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Júlí 2025

S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband