Leiðavísir í umgengni við gervigreindina

Eftir að hafa umgengist gervigreindina um skeið og uppgötvað að hún er síður en skeikul, þá koma hér nokkur ráð sem ég nóteraði hjá mér, við getum kallað þetta boðorðin 10 gagnvart gervigreind.

1. Gervigreind er ekki manneskja.
Þar af leiðandi skal hvorki tala við hana sem slíka, né ætlast til mannlegra viðbragða.

2. Ekki treysta svörum án gagnrýni.
Gervigreind getur haft rangt fyrir sér. Alltaf skal staðfesta mikilvægar upplýsingar.

3. Réttar spurningar skapa rétt svör.
Gæði svars ráðast af gæðum spurningarinnar. Krefstu dýptar.

4. Raunveruleikinn trompar sýndarveruleikann.
Gagnlegar upplýsingar fást í heiminum sjálfum – ekki aðeins úr skjánum.

5. Viska fæst með eigin leit.
Þekking sem maður aflar sjálfur grótfestist dýpra en sú sem er afhent tilbúin.

6. Ofurtraust á svör annarra – þar með talið gervigreindar – leiðir til fávisku.
Spyrðu, efastu, og rannsakaðu sjálfur (þetta lærði ég af lestri heimspekinnar). 

7. Ekki spyrja um mannlegar tilfinningar.
Gervigreind býr ekki yfir tilfinningum og getur aðeins hermt eftir þeim.

8. Gervigreind er heimskari en þú.
Að minnsta kosti í mannlegu samhengi, dómgreind og veruleikasýn.

9. Hún leysir ekki mannleg samskipti.
Að lifa, fyrirgefa og elska er verk manna – ekki véla.

10. Lífið er þarna úti.
Slökktu stundum á skjánum – og taktu þátt í undri heimsins.

Svo má bæta þessu við: 11. Kennsla er æðsta form náms.


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Júlí 2025

S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband