Ritari er löngu hættur að horfa á fréttir RÚV og Sýnar/Stöð 2 (en sé þessa miðla á internetinu). Þessir fjölmiðlar eru hlutdrægir fram úr hófi. Fyrsta frétt kvöldsins er vanalega ekki um efnahagsmál eða önnur brýnt mál er varðar hag borgara landsins, heldur voke mál eða utanríkismál sem fjölmiðllinn hefur mestan áhuga á. Alltaf fáum við breglaða mynd af ástandinu eða óskýra. Tökum dæmi.
RÚV hefur tekið upp á arma sína umfjöllun um Gaza stríðið. Það er sjálfsagt að greina frá þessum átökum, enda ljótt stríð, barist er í borgarumhverfi þar sem borgarar verða hart fyrir barðinu á átökunum. Í frétt RÚV í dag segir: "Ísraelsher drap ríflega fimmtíu manns á Gaza í gær, þar af 24 á áningarsvæði á ströndinni við Gazaborg. Almannavarnir Gaza greina frá þessu, en alltaf er margt um manninn á svæðinu þar sem boðið er upp á drykki, borð fyrir fjölskyldur og aðgang að Internetinu." Skelfilegar fréttir ef sannar eru.
En hver er sannleikurinn? Í fyrsta lagi ber að taka með fyrirvara allt sem kemur frá leifum stjórnkerfis Hamas. Almannavarnir Gaza....Hið sanna er að mikil upplausn er í gangi á svæðinu. Yfirstjórn Hamas er ekki lengur til. Litlir og vopnaðir hópar berjast um völdin í valdatómarúminu sem er á svæðinu og hafa skipt Gaza upp í valdasvæði. Hóparnir eru byggðir á ættahópum. Þessir hópar vita sem er, að þeir sem ráða yfir matvælunum sem berast inn á svæðið, hafa völd. Það er því hart barist á matar úthlutunarstöðum, og þar takast á Ísraelar og þessir vopnuðu hópar. Allir (líka Ísraelar) hika ekki við að skjóta á almenna borgara til að stjórna matvæla úthlutun. Hver er því sannleikurinn? Hef ekki hugmynd, ekki frekar en RÚV!
Annað stríð, sem er margfalt stærra í umfangi, fær mun minni umfjöllun. Það er Úkraínu stríðið. Það vill gleymast að þótt barist sé á vígvöllum, verða borgarar líka fyrir árásum. Samkvæmt tölum frá S.þ. hafa um 13,000 borgarar látið lífið síðan stríðið hófst. Um 43,000 úkranískir hermenn og um 198,000 rússneskir hermenn.
Í tölum um mannfall í Gaza stríðinu er talað um 56,000 - 64,000 hafi fallið. En í þessum tölum er enginn greinamunur gerður á mannfalli borgara og Hamas liða. IDF segir að um 12-13 þúsund Hamas liðar hafi verið felldir.
Hvað um það, burt séð frá tölfræðinni í þessu ljótu stríðum, þá er hér verið að tala um RÚV. Fjölmiðillinn þarf að vanda betur fréttaflutning sinn. Hann hefur yfir að ráða 10 milljörðum króna árlega úr vasa skattborgara og auglýsingatekjur. Hann getur því auðveldlega sett saman teymi rannsóknar fréttamanna sem kemur reglulega með fréttaskýringar. RÚV er stundum með útskýringar en það er ekki nóg. RÚV mætti líka senda af örkinni fréttamenn beint á vettvang frétta. T.d. á fundi NATÓ o.s.frv. í stað þess að þýða fréttir erlendra fréttaveita. Hann ætti alveg að geta stundað eigin fréttamennsku.
P.S. Það eru mörg átök í gangi í heiminum í dag, sem litlar sögur fara af hér á Íslandi, þökk sé áhugaleysi RÚV og annarra fjölmiðla.
Flokkur: Bloggar | 1.7.2025 | 11:20 (breytt kl. 11:27) | Facebook
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Júlí 2025
- Júní 2025
- Maí 2025
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
Athugasemdir
Seinast þegar ég asnaðist til að hlusta á fréttur RÚV:
"Minniháttar umferðaróhapp varð á Gaza er Muhammed bakkaði á ljósastaur.
Engan sakaði utan þess að 15 börn lágu í valnum."
Svo kom:
"Kolefnisfræðingar telja að hemurinn farist á morgun vegna kolefnis."
Ég hef haft stillt á Xið síðan.
Ásgrímur Hartmannsson, 1.7.2025 kl. 19:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning