Öfga vinstrið enn sundrað

Þeir sem þekkja sögu vinstri hreyfingarinnar á Íslandi vita sem sé að vinstri menn hafa sjaldan getið staðið saman til lengdar.  Í dag er öfga vinstrið, Píratar, VG og Sósíalistaflokkur Íslands, með um 15% atkvæða síðustu kosninga en vegna þess að þessir flokkar komust ekki á þing, féllu þau dauð niður. 

Vinstri menn þurfa ekki að örvænta, því að Samfylkingin sem nú mælist rétt undir 30% fylgi á sér systurflokk sem heitir Viðreisn. Þessir Síams tvíburaflokkar ásamt varaskeifunni Flokki fólksins, sem einnig er sósíalískur í grunninum, eru með meiri hlutann á Alþingi. 

Hver þá munurinn á þessum sex sósíalískum flokkum og af hverju er bara helmingurinn á þingi? Jú, það er bara takmörkuð eftirspurn eftir vinstri sinnuðum flokkum. Allir eru þeir að veiða í sömu tjörn. Ef fylgi allra þessara flokka er sett saman, er það um 60-70%. Eru Íslendingar svona vinstri sinnaðir? Geta þeir ekki lært af sögunni af hrakförum sósíalískra hreyfinga (s.s. kommúnista og anarkista)?  

Ef rýnt er í tölurnar, þá eru um 15% Íslendinga öfga vinstrimenn (eða styðja öfga vinstri flokka) en meirihluti þeirra  sem kjósa til vinstri, kjósa úlfinn í sauðagæru, flokkar sem segjast vera sósíaldemókratískir! FF, Samfylkingin og Viðreisn geta allir flokkast sem slíkir. En því miður er stefna þeirra hrein vinstri stefna; hærri skattar, opin landamæri, ríkisbálkn, ofvaxið velferðakerfi og í samfélagsmálum hallir undir wokisma og afskipta ríkisvaldsins af einstaklingnum. Púff!

Það verða ekki umskipti á fylgisspekt íslenskra kjósenda fyrr en vinstri flokkarnir verða búnir að eyðileggja íslenskt þjóðfélag líkt og skoðanabræður þeirra hafa gert í Svíþjóð, Frakklandi og Þýskalandi.  


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Rúnar Már Bragason

Þrátt fyrir hrollvekjandi niðurstöðu þá er hún raunsæ. Þetta lítur ekki vel út fyrir landann.

Rúnar Már Bragason, 30.6.2025 kl. 23:15

2 Smámynd: Birgir Loftsson

Nei, en kjósendur (líka til vinstri) hafna opnum landamæra stefnu flokka sinna sbr. grasrótarhreyfinguna Ísland - þvert á flokka. 

Birgir Loftsson, 30.6.2025 kl. 23:32

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Júlí 2025

S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband