Þeir sem fylgjast náið með þjóðfélagsmálum, vita að mikið er skrafað og slúðrað á fjölmiðlum um hluti sem gætu gerst eða ekki gerst. Fjölmiðlar hafa í handajaðri álitsgjafa sem hægt er að hóa í með stuttum fyrirvara. Vandinn við þessa álitsgjafa er að þeir eru ekki hlutlausir eða alvitrir. Skemmst er að minnast vitleysuna úr álitsgjafa RÚVs fyrir Bandaríkin, kvennmann, sem er ekki lengur til reiðu enda orðinn rektor hjá Háskóla Íslands þar sem woke stefnan verður brýnt skarpar. Hún var ekki hlutlausari en það en hún studdi demókrata beint.
Svo eru það álitsgjafarnir eða samfélagsrýnarnir sem hafa ekki hundsvit á því sem þeir segja og er enn skemmra að minnast ummæli Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur um að Bandaríkjamenn muni ekki gera árás á Íran! Svo eru það samfélagsrýnanir, sumir hér á blogginu, sem maður fylgist með, athugar hvað þeir segja og skrifa í gagnstæðri átt, enda allt sem þeir segja rangt og mat þeirra kolrangt. Maður veit þá hver sannleikurinn er, því hann er gagnstæður því sem þeir halda fram.
Hvernig getur maður þá metið stöðuna og spáð aðeins fram í tímann? Jú, með því að fylgjast með gjörðum manna. Það vakti athygli ritara að Donald Trump hélt tvo fundi í aðgerðaherbergi Hvíta hússins nýverið en hann hélt aðeins einn fund í fyrri forsetatíð sinni. Það er góð vísbending um að eitthvað væri að fara að gerast og það að hann skuli yfirgefa fund G7 - ríkja fyrr en áætlað var.
Svo er það óvísindalega aðferðin: Menn taka eftir að mikið er um að vera á pizzustaðnum Papa Jones við Pentagon þegar eitthvað mikið er um að vera og á veitingastað rétt hjá tómur (menn að vinna yfirvinnu í Pentagon og geta ekki farið út að borða). Mikið rétt, brjálað að gera hjá Papa Jones í heimsendingu klst fyrir loftárásina á Íran og veitingastaðurinn tómur! Man ekki nafnið á honum....
Það er bara þannig líka, að bæði góðu gæjarnir og þeir vondu, segja oft hvað þeir ætla sér að gera og meina það. Svo var um Hitler með Mein Kampf og yfirlýsingar klerkastjórnarinnar. Sú stjórn hefur verið í skærustríði við Bandaríkin og Ísrael síðan 1979 og notað staðgengla í því stríði og áætlað er að um 1000 Bandaríkjamenn hafi látið á þessum 45 árum. Hún hefur sagst ætla að má Ísrael af yfirborði jarðar og enginn velkist í vafa um þeir meina það ekki. Síar eru herskárri en Sunnítar. Ritari er ekki alvitur frekar en álitsgjafarnir og getur ekki spáð um framhaldið. En eitt er víst, kjarnorkuvopn í höndum ofstækismanna sem líta á Jihad og píslardauða sem markmið, getur ekki verið gott fyrir heimsfriðinn. Það má líkja þessu við að hafa geðveikan mann inn á heimilinu og enginn veit hvernig hann verður á morgun.
Ritari ætlar þó að reyna að spá aðeins í spilin. Klerkarnir verða að halda andliti og því verða læti í þeim næstu vikurnar. Spurning hvort þeir hafa leikið út öll trompin og geta ekki meir. Svo er það jokerinn...mun fólkið í Íran rísa upp?
Flokkur: Bloggar | 22.6.2025 | 13:39 (breytt kl. 17:23) | Facebook
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Ágúst 2025
- Júlí 2025
- Júní 2025
- Maí 2025
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.