Íhuga að verja 1,5% landsframleiðslu í varnarmál

For­sæt­is­ráðherra seg­ir að stjórn­völd séu að horfa til þess að verja 1,5 pró­sent af vergri lands­fram­leiðslu í „varn­artengd“ út­gjöld, eins og for­ysta NATÓ hef­ur óskað eft­ir af aðild­ar­ríkj­um. Miðað við lands­fram­leiðslu í fyrra næmi upp­hæðin 70 millj­örðum króna á ári.

Íslend­ing­ar verja nú um 0,14 pró­sent af vergri lands­fram­leiðslu í varnarmál.

Íhuga að verja 1,5% landsframleiðslu í varnarmál

Þetta yrði risaskref frá núverandi varnar framlögum en fyrir árið 2025 er varið 6,5 milljarðar í varnartengd málefni og þar af fer 1,5 milljarður í beint framlag í stríðið í Úkraínu. En það kemur ekki fram í fréttum hver féð á að fara.

Bloggritari giskar á að Landhelgisgæslan fái stærsta skerfinn, enda veitir ekki af en hún hefur verið fjársvelt allt frá því að síðasta þorskastríð lauk 1976.  Hún hefur aðeins tvö skip til umráða (þyrftu að vera að lágmarki þrjú) og það vantar sárlega þyrlur, aðra eftirlitsflugvél sem ekki er send í FRONTEX verkefni á Miðjarðarhafi.

Svo væri snjallt að LHG keypti sér eftirlitsdróna en ódýrasta týpan kostar um 200 milljónir ef keypt er frá Ísrael en góð reynsla fékkst af ísraelskum dróna sem var lánaður um árið til gæslunnar.

"Samkvæmt fjárlögum fyrir árið 2025 fær Landhelgisgæsla Íslands alls 2.882,2 milljónir króna í fjárveitingar. Af þeirri upphæð eru 2.629,2 milljónir króna ætlaðar til almenns rekstrar og 253 milljónir króna til viðhalds skipa og flugfarkosta. Auk þess fær Landhelgissjóður Íslands, sem sér um fjármögnun á kaupum eða leigu á skipum og loftförum fyrir Landhelgisgæsluna, 1.655,8 milljónir króna" Heimildir: Hagstofa Íslands og Stjórnarráðið.

En þetta er aðeins rúmur sex milljarður. Í hvað á hitt að fara? Lúmskur grunur er á að Skessustjórnin ætli sér að fara af fullum þunga inn í ESB og stofna íslenskan her til að vera þar með "fullgildur meðlimur". 

Annars efast ritari um að það sé einhver alvara að þessari hugmynd, líklegra er að hér er daður við Evrópu leiðtoga; skilaboðin er að við ætlum að vera memm! Svo getur verið að menn séu að undirbúa sig undir að Trump beini sjónum sínum að Ísland og vilji ekki fá skammir vegna lítillar þátttöku Íslendinga í eigin vörnum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Það er einstök flónska að ætla að æða með er til útlanda á meðan verið er að fylla landið af óaldaflokkum.

Þjóðarsjálfsmorðið er óumflæyjanlegt.

Ásgrímur Hartmannsson, 30.5.2025 kl. 13:24

2 Smámynd: Birgir Loftsson

Ertu að segja að við þurfum mannskapt til að eiga við "fimmtu herdeildina" sem er búið að flytja inn? 

Það er ekki hægt að sjá annað en í flestum kortum Vestur-Evrópuríkja að það verður borgarastyrjaldir í ekki mjög fjarlægri framtíð. Ekkert víst að vestræn menning lifi það af.  

Það sem sagan kennir okkur (grísk/rómversk/kínversk/indversk..o.s.frv.), að þegar menn hafa lifað lengi í hóflífi og menning er orðin gömlu, þá geti ekkert raskað friðinn. Það eru jú bara barbarar utan landamæranna...en hvað gerist þegar þeir eru komnir inn fyrir, heimamenn hættir að vilja að verja menningu sína og siði?

Birgir Loftsson, 30.5.2025 kl. 16:20

3 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Lengi lifi ESBkommúnisminn sem drap Ísland.

Guðjón E. Hreinberg, 30.5.2025 kl. 16:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Sept. 2025

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband