Reynsla Bandaríkjamanna af landamærum sínum við Mexíkó er gott viðmið fyrir íslensk stjórnvöld og til samanburðar.
Í valdatíð Joe Bidens voru landamæri galopin, og enginn veit hversu margt fólk fór í gegnum suðurlandamærin. Áætlað er að það sé milli 10-20 milljónir manna en enginn veit í raun töluna. Flestir gáfu sig fram við landamæraverði enda vissi fólk það að það fengi rútumiða inn í hvaða ríki sem er í Bandaríkjunum án þess að bakgrunnur þess væri kannaður. Aðrir forðuðust landamæraverðina, menn sem ætluðu sér að fremja glæpi og jafnvel hryðjuverk í Bandaríkjunum. Afraksturinn er 600 þúsund erlendir glæpamenn sem sitja í bandarískum fangelsum. Hvað er hlutfall erlendra glæpamanna í íslenskum fangelsum?
Á sínum tím sagði Biden stjórnin að það þyrfti að breyta lögum til að stemma stigi við landamæra vandann sem var heimatilbúinn. Demókratar voru (og eru enn) með óopinbera stefnu að vera með opin landamæri í óþökk meiri hluta Bandaríkjamanna og þess vegna töpuðu þeir síðustu forseta kosningum. Ólöglegir innflytjendur eiga að vera framtíðar kjósendur Demókrata.
En svo kom Trump til sögunnar. Landamærin í dag eru harðlokuð eftir aðeins 3ja mánaða valdatíð hans. Herinn gætir þeirra að hluta til og þeir sem reyna inngöngu mælast í prósentu tölu sem telja má á annarri hendi miðað við tíð Bidens. Það þurfti sem sé ekki að breyta neinum lögum, bara að framfylgja þeim og skipta um forseta.
Sama gildir um Ísland. Hér eru lög sem ættu að loka óheft innstreymi þeirra sem ætla sér að koma sér fyrir á Íslandi í misjöfnum tilgangi. Lagaheimildir eru ekki nýttar.
Vegna þess að lögum er ekki framfylgt á íslensku landamærunum er ástandið eins og það var hjá Joe Biden. Vantar betri lög? Já en núverandi lög duga að mestu eins og sjá má af afrekaskrá fyrrverandi lögreglustjóra á Suðurnesjum.
Málið snýst ekki um farþegalista, heldur að geta lokað landamærunum og það er hægt að gera á stundinni.Sem fullvalda ríki ætti Ísland að geta gert það.
Botlinn liggur hjá Alþingi sem getur sjaldan komið með afgerandi niðurstöður sbr. vansköpuð útlendingalög frá 2017 sem mætir menn vöruðu eindregið við en ekki var hlusta á þá sem hafa þekkingu, ekki frekar en hlustað var á leigubílstjóra er heimskuleg leigubílalöggjöf var sett í lög.
Er ekki eitthvað skrýtið þegar Alþingi þarf að leiðrétta heildarlöggjöf sem það hefur sett aðeins nokkrum árum síðar? Eru vinnubrögðin boðleg? Spyr sá sem ekki veit. Vanskapaðir lagabálkar: Orkupakkar, leigubílalög, afréttalög (eignarréttur lands) útlendingalög...eitthvað fleira?
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Löggæsla, Stjórnmál og samfélag | 28.5.2025 | 10:57 (breytt kl. 11:18) | Facebook
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Maí 2025
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
Bloggvinir
Af mbl.is
Innlent
- Kafarar og þyrlan ræst út vegna sundmanns í vanda
- Rafmagnslaust fram eftir kvöldi
- Sáttur við afnám stöðvunarheimildar
- Drengurinn kominn í leitirnar
- Dagurinn er samt eiginlega ónýtur
- Drengur lést þegar dráttarvél hafnaði í Hvítá
- Rafmagnslaust í Grindavík
- Erfiðara að átta sig á hvort myndskeið eru raunveruleg
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning