Peðum fórnað í valdaskák

Þeir sem maður myndi ætla að séu valdamenn eru oftast sjálfir undirmenn og háðir dutlungum yfirmanna sinna. Það má sjá af dæmum um brottrekstur lögreglustjórans á Suðurnesjum (ekki fór hann af frjálsum og fúsum vilja) og nú varasaksóknara. En óstaðfestar fréttir erum að færa eigi hann til starfa í allt annað starf.

Báðir eru skelleggir embættismenn, kjarnyrtir menn en með ráðríka yfirmenn sem þola ekkert andóf.  Sjaldan veldur einn er tveir deila og það á sannarlega við bæði ofangreind mál. Saksóknari er með einkastefnu eða úrvalda stefnuskrá í störfum sínum, sækir hart þar sem hægrið er að mæta. Ætla mætti að svo eigi við um lögreglustjórann fyrrverandi, að stefna hans er of hægri miðuð. Af hverju er landamæragæsla bara mál hægri manna? Af hverju eru vinstri menn alltaf veikir fyrir opin landamæri?

Segja má að woke stefnan sé nú í hámarki í íslenskri pólitík. Sem er athyglisvert því að woke-ið er nú á undanhaldi alls staðar í Evrópu og Bandaríkjunum. 

Athyglisvert er að yfirmenn ofangreindra embættismanna beggja, eru undir ráðherravaldi og eru beinir undirmenn ráðherra. Ráðherrar eru kannski hræddir við næstu undirmenn sína og þora ekki að dæma Salómon dóma?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Birgir, ég held að það ætti að vera nokkuð einfalt fyrir Dómsmálaráðherra að "SNÚA" sig út úr þessum vandræðum sem hún er búin að koma sér í.  HÚN Á EINFALDLEGA AÐ "LOSA" SIG VIÐ NÚVERANDI RÍKISLÖGREGLUSTJÓRA OG SKIPA ÚLFAR LÚÐVÍKSSON Í ÞAÐ EMBÆTTI OG SVO ÆTTI HÚN AÐ REKA NÚVERANDI RÍKISSAKSÓKNARA OG SETJA HELGA MAGNÚS GUNNARSSON Í ÞAÐ EMBÆTTI.  Með þessum aðgerðum gæti hún mögulega lagað stöðu sína og sparað einhverja fjármuni fyrir ríkissjóð (ekki veitir af).   En sennilega er hún búin að sjá að  "VIÐREISNARMENNINGIN"  virkar alveg prýðilega (að ráðherrarnir geri bara það sem þeim sýnist án nokkurs samráðs vvið Alþingi eða nefndir þess, þetta fordæmi hefur Utanríkisráðhárra skapað) og Dómsmálaráðherra sér að þetta gengur alveg upp  og "apar" þetta eftir.......

Jóhann Elíasson, 28.5.2025 kl. 07:38

2 Smámynd: Birgir Loftsson

Sönn orð Jóhann.


Það verður erfið tíð fyrir Íslendinga í valdatíð Skessustjórnarinnar. Skattar, woke, ESB daður, stríðsbrölt, ónýtt húsnæðis kerfi, vanræksla aldraða, Kanahatur, einkabílahatur, ónýtt vegakerfi, opin landamæri, útlendingadaður (hælisleitendur og erlendir valda leiðtoga)...á ég að halda áfram?

Birgir Loftsson, 28.5.2025 kl. 17:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Sept. 2025

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband