Peðum fórnað í valdaskák

Þeir sem maður myndi ætla að séu valdamenn eru oftast sjálfir undirmenn og háðir dutlungum yfirmanna sinna. Það má sjá af dæmum um brottrekstur lögreglustjórans á Suðurnesjum (ekki fór hann af frjálsum og fúsum vilja) og nú varasaksóknara. En óstaðfestar fréttir erum að færa eigi hann til starfa í allt annað starf.

Báðir eru skelleggir embættismenn, kjarnyrtir menn en með ráðríka yfirmenn sem þola ekkert andóf.  Sjaldan veldur einn er tveir deila og það á sannarlega við bæði ofangreind mál. Saksóknari er með einkastefnu eða úrvalda stefnuskrá í störfum sínum, sækir hart þar sem hægrið er að mæta. Ætla mætti að svo eigi við um lögreglustjórann fyrrverandi, að stefna hans er of hægri miðuð. Af hverju er landamæragæsla bara mál hægri manna? Af hverju eru vinstri menn alltaf veikir fyrir opin landamæri?

Segja má að woke stefnan sé nú í hámarki í íslenskri pólitík. Sem er athyglisvert því að woke-ið er nú á undanhaldi alls staðar í Evrópu og Bandaríkjunum. 

Athyglisvert er að yfirmenn ofangreindra embættismanna beggja, eru undir ráðherravaldi og eru beinir undirmenn ráðherra. Ráðherrar eru kannski hræddir við næstu undirmenn sína og þora ekki að dæma Salómon dóma?


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Maí 2025

S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband