Utanríkisþjónusta Íslands - Þörf, umfang og hagskipulag í ljósi tæknibreytinga

Úlfar Lúðvíks­son, fyrr­ver­andi lög­reglu­stjóri á Suður­nesj­um, bendir á brotalamir í íslenskri stjórnsýslu hvað varðar landamæragæslu og fangelsismál. Það virðist ekki standa steinn yfir steini á þessu sviði og það sjáum við í metfjölda hælisleitenda í gegnum opin landamæri.

En það er vandi alls staðar í íslensku stjórnkerfi og sú spurning vaknar hvort að fyrsta íslenska lýðveldið sé ekki gengið sér til húðar? Frá Alþingi og niður allri stjórnsýslunni sjáum við vanhæfni fólksins sem starfar innan "kerfisins".

Auðvitað velst gott fólk inn á Alþingi, ráðuneyti og stofnanir, en stjórnsýslan er meingölluð í gerð og uppbyggingu. Hæfa fólkið er yfirtekið af kerfinu. Fáir hafa vilja til að rugga bátnum. Ef þeir gera það, verða þeir reknir líkt og með Úlfar.

Af hverju er t.d. ekki beint lýðræði ekki innleitt meira í ljósi tæknibreytinga? Af hverju er ekki aðskilnaður löggjafavalds og framkvæmdarvalds? Af hverju ráða ókjörnir ráðuneytisstjórar starfi kerfisins dags daglega en ekki ráðherrar? Eða stofnanastjórarnir?  Alls staðar eru litlir kóngar og drottningar sem fara sínu fram.

En hér er ætlunin að beina augum að utanríkisþjónustunni. Hún var stofnuð árið 1940, fyrir hartnær 85 árum. Formið á henni hefur ekkert breyst allan þennan tíma sem hún hefur starfað. Það þrátt fyrir gjörbreytt Ísland og tæknibyltinguna sem hefur átt sér stað síðan tölvan kom til sögunnar.

Hefur utanríkisráðherra ekki heyrt talað um fjarfunda formið eins og Teams, síma, flug sendinefnda til erlendra ríkja o.s.frv.? Mun ódýrari lausn en rándýr sendiráð, með sendiherra sem er eins og aðalsmaður með bílstjóra, ritara og almennt þjónustufólk. Til samanburðar voru Íslendingar á tímabili með jafnumfangsmikla utanríkisþjónustu og milljarða þjóðin Kína!

Það má minna á að  erindreka rekstur utanríkisráðuneytisins skiptist í tvö kerfi. Annars vegar sendiskrifstofur (varanlegar) og ræðismannaskrifstofur sem eru jafnvel umfangmeiri í starfsemi og fjölda. Ræðismenn eru almennt ólaunaðir og þeir geta auðveldlega leyst úr vanda íslenskra borgara erlendis. Við þurfum bara lykil sendiráð/sendiskrifstofur: í Washington, London, Brussel og S.þ. í New York og NATÓ. Ef til vill hjá stærstu ríkjum heims, eins og Rússland, Kína og Indland. Förum kerfisbundið í þetta:

Sendiskrifstofur (sendiráð, fastanefndir, ræðisskrifstofur)

– Ríkisreknar, launað starfslið, hátt rekstrarstig.
– Mikill kostnaður: húsnæði, sendiherra, öryggi, ferðakostnaður, tækjabúnaður, þjónusta.

Ræðismannaskrifstofur (honorary consuls)

– Oft ólaunaðir einstaklingar, sem eru vel staðsettir, með tengsl og geta sinnt neyðarþjónustu, vegabréfa-, löggildinga- og viðskiptaaðstoð.
– Mun fleiri og ódýrari, og margir þeirra sinna starfi sínu af elju og metnaði.

Ræðismenn geta í mörgum tilfellum leyst þau verkefni sem margir halda að þurfi sendiráð til að sinna. Þetta á sérstaklega við um lönd þar sem lítil sem engin pólitísk þörf er á stöðugri viðveru.

Tillaga mín um aðeins lykil sendiráð er raunsæ og hagkvæm

Það væri skynsamlegt að einbeita sér að eftirfarandi kjarnastöðvum:

  • Washington D.C. – Þverpólitísk mikilvægi vegna NATO, varnarsamstarfs og alþjóðapólitík.

  • Brussel – EES og ESB málefni.

  • London – Saga, viðskipti og fjöldi Íslendinga.

  • New York (S.þ.) – Öryggisráð og alþjóðastjórnmál.

  • Kína, Indland, Rússland (kannski) – Háð matinu á efnahagslegum og öryggispólitískum hagsmunum.

Með því að færa aðra þjónustu yfir til ræðismanna og rafrænnar stjórnsýslu mætti:

  • Halda úti faglegri og öruggri utanríkisþjónustu.

  • Sparað tug- til hundruð milljóna árlega.

  • Nýta fjármagnið til þróunar á mikilvægustu sviðum, t.d. öryggismálum eða viðskiptagreiningu.

Greining mín á ofuráhersluna á "aðalsmannalíf" sendiherra (hef skrifað um það hér áður á blogginu) og dýra skrifstofukerfið á fullan rétt á sér. Í ljósi stafrænna möguleika og hagræðingar sem smáríki verða að nýta, ætti íslenska utanríkisþjónustan að endurskoða sendiráðakerfið frá grunni.

En bloggritari ætla að kveðja hér nýjan tón en það er tilkoma gervigreindarinnar og notkun hennar í þjónustu utanríkisþjónustunnar.

Gervigreind – bylting sem hrærir í sjálfum grunni utanríkisstarfa

Gervigreind hefur þegar breytt og mun stórbreyta utanríkisþjónustu á eftirfarandi hátt:

A) Greining og utanríkisstefna

  • AI getur unnið pólitísk áhrifagreiningu á löndum, fylgst með lagabreytingum, netmálum og hættustigum.

  • Mögulegt að hafa stöðuga greiningu á öryggishótunum, afstöðu ríkja og þróun markaða – án dýrra aðgerða í hverju landi.

B) Þýðingar og skjalaúrvinnsla

  • AI-kerfi geta lesið og samantekið skýrslur, greint afstöðu annarra ríkja, svarað spurningum og samið minnisblöð.

  • Þörfin fyrir þýðendur, ráðgjafa og ritaralið minnkar en Utanríkisráðuneytið starfrækir stóra þýðingadeild í dag.

C) Samskipti við borgara

  • Chatbotar og AI-forrit geta svarað spurningum íslenskra ferðamanna, tekið við beiðnum, sent skjöl og ráðlagt í neyðartilfellum – 24/7.

  • Þetta minnkar álag á fasta starfsmenn í sendiráðum og ræðismönnum.

D) Diplómatía – stafrænt form

  • Fundir, ráðstefnur, samráð og jafnvel samningaferli geta farið fram á netinu, með AI-aðstoð, sjálfvirkum minnisblöðum og fundargreiningum.

  • Hægt að skera niður fjölda ferðalaga og samkomuhalda með mikilli hagræðingu.

 Tillaga mín að hagræðingarstefnu fyrir Ísland

Halda:

  • Sendiráð í:

    • Washington (NATO og varnarsamstarf)

    • Brussel (EES og ESB)

    • London (viðskipti og pólitísk tengsl)

    • New York (S.þ.)

    • Kannski: Peking, Moskva, Nýja-Delí (háð mat á áhrifum og hagsmunum)

Loka eða sameina:

  • Sendiskrifstofur þar sem ræðismenn og AI-kerfi duga til, t.d. París, Berlín, Ottawa, Genf o.fl.

  • Sameina þjónustu í norrænni samvinnu, s.s. í Afríku eða SA-Asíu.

Byggja upp:

  • Gervigreindar- og stafræn þjónustuver með greiningar- og samskiptaeiningum (innan ráðuneytisins í Reykjavík).

  • Þjálfa starfsfólk í AI-notkun, fjarfundamenningu og fjölríkisþjónustu.

Í ljósi tækniframfara, smæðar Íslands og síbreytilegs alþjóðakerfis er rótgróin utanríkisþjónusta með rándýrum sendiráðum orðin úrelt að hluta. Hægt er að lækka kostnað um hundruð milljóna króna árlega, auka skilvirkni og tryggja áfram öfluga utanríkisþjónustu með stafrænum og gervigreindarúrræðum.


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Maí 2025

S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband