Getur íslenska lögreglan ein tryggt innanlandsfriðinn?

Í ansi breyttu þjóðfélagi, með miklum innflutningi erlends fólks, verður eðlisbreyting á því.  Einsleitni og samheldni hverfur.  Inn í þessum stóra hópi útlendinga (sem koma í gegnum hálf opinna landamæra) leynist margur svartur sauðurinn.  Sumir eru tengdir mafíustarfsemi en aðrir hryðjuverkahópum.  

Spurningin er því hvort að lögreglan sem er ansi fáliðug ráði við hóp manna (hvort sem þeir eru erlendir eða íslenskir), sem hafa illt í huga?  Það má minnast þegar tveir hryðjuverkamenn sem settu allt á annan enda í París með hryðjuverki 2015, fóru til Brussel og voru teknir þar. Það þurfti 200 belgíska lögreglumenn til að hreinlega að umkringja tvo einstaklinga.  Það þyrfti allt tiltækt lögreglulið höfuðborgarsvæðisins til að ráða við tvo einstaklinga.

Samkvæmt nýjustu opinberu upplýsingum frá Alþingi voru árið 2023 alls 895 starfandi lögreglumenn á Íslandi, þar af 704 menntaðir lögreglumenn. Á höfuðborgarsvæðinu hefur fjöldi lögreglumanna dregist saman frá árinu 2007, þegar þeir voru 339, niður í 297 árið 2023, þrátt fyrir að íbúum hafi fjölgað verulega á sama tíma. Sjá slóð:

Svar dómsmálaráðherra við fyrirspurn frá Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur um fjölda starfandi lögreglumanna

Þetta þýðir að hlutfall lögreglumanna á höfuðborgarsvæðinu er um 1,2 á hverja 1.000 íbúa, sem er lægsta hlutfallið á landinu.

Þó að nákvæmar tölur um skiptingu lögreglumanna milli götulögreglu og lögreglumanna sem sinna skrifstofustarfa séu ekki opinberar, hafa fulltrúar lögreglunnar bent á að í dag séu stundum færri en 20 lögreglumenn á vakt á öllu höfuðborgarsvæðinu, sem þýðir að aðeins 4–5 lögreglubílar séu tiltækir fyrir allt svæðið.  Þetta er stórkostleg fækkun frá árum áður þegar það voru 2-3 lögreglubílar í Hafnarfirði einum og sami fjöldi í Kópavogi. Þá er eftir Reykjavíkurlögreglan. Engar tölur eru til en áætla má að á árunum 1980 til 1990 hafi fjöldi lögreglumanna í Reykjavík verið á bilinu 250–300, en nákvæmar tölur eru ekki tiltækar. Samkvæmt upplýsingum frá 2019 voru 273 lögreglumenn starfandi á höfuðborgarsvæðinu, og þessi tala hefur staðið í stað í raun í áratugi, aðeins rokkað til um tugi. 

Bloggritari er að gerast áhyggjufullur vegna sífellt fleiri frétta um umsvif erlendra glæpagengja og jafnvel hryðjuverkamanna. Ræður íslenska lögreglan við þetta? Samkvæmt upplýsingum frá árinu 2019 voru 46 lögreglumenn starfandi í sérsveit Ríkislögreglustjóra. Þá var gert ráð fyrir að sveitin hefði 52 liðsmenn, en vegna niðurskurðar hafði þeim fækkað í 41! Þetta er eina vopnaða liðið sem Íslendingar hafa yfir að ráða.

Hefur bloggritari ekki bara rétt fyrir sér að það þarf að stofna heimavarnarlið sem getur brugðist við óvæntum hættum? Það gæti a.m.k. hjálpað lögreglunni ef út af bregður.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Farðu varlega í að biðja um meiri löggæzlu.  Sjáðu bara hvað brezka lögreglan aðhefst.

Bara að segja...

Ásgrímur Hartmannsson, 23.5.2025 kl. 19:39

2 Smámynd: Birgir Loftsson

Löggan getur ekki einu sinni varið sig sjálfa! 4 bílar fyrir 200k íbúa borg er grín. Höfuðborgarsvæðið er 1000 km2 að stærð, reiknaðu nú dæmið.

Birgir Loftsson, 23.5.2025 kl. 21:32

3 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Þú misskilur:

https://www.bbc.com/news/articles/c3v5926yeqro

https://www.catholicnewsagency.com/news/263171/woman-convicted-for-silently-holding-sign-outside-uk-abortion-clinic

https://x.com/RadioGenoa/status/1913233639577428434

... svona heldur þetta áfram.

Ásgrímur Hartmannsson, 24.5.2025 kl. 09:35

4 Smámynd: Birgir Loftsson

Ég skil alveg rök þín að lögregla eða her geti verið notað gegn borgaranna. Dæmin sanna það. Ríkislögreglustjóri og saksóknari (konur = tilviljun með stefnu?), er ekki treystandi.

En ég kýs fremur lögregluna en að glæpakíkur stjórni Íslandi.

Birgir Loftsson, 24.5.2025 kl. 11:32

5 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Glæpaklíkur gætu reynzt betri kostur en almennilega morðótt ríkisvald.

Sovétið, Kambódía, osfrv...

Ég er ekkert að ímynda mér að fíflin sem eru yfir hér séu betri.

Ásgrímur Hartmannsson, 24.5.2025 kl. 11:35

6 Smámynd: Birgir Loftsson

Þá er bara að draga fram haglabyssuna ef þú vilt enga lögreglu, víggirða hús þitt og vaka á nóttunni þegar glæpalýðurinn kemur í heimsókn til þín....hahaha! Ég skrifaði B.A. ritgerð minni um fæðardeilur og hefndarvíg eftir að Noregskonungur komst til "valda" á Íslandi. Með honum áttu sýslumenn og hirðstjóri að halda uppi lögum og reglum. En raunin var (og kom mér á óvart) að hér héldu áfram fæðardeilur og hefndarvíg fram eftir öldum - eða allar síðmiðaldir. Réttlæti með hnefarétti....

Snýst lífið ekki bara um skársta kostinn?

Birgir Loftsson, 24.5.2025 kl. 13:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Júlí 2025

S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband