Vinstri snillingarnir í borgarstjórn, sem eru illa haldnir af bílahatri, neyðast eftir sem áður að leyfa bílaumferð um borgina! Það er að segja ef þeir vilja vera kosnir aftur!
Þeir hafa reynt allt til að tefja umferð, fækkað akreinum, lagt fleiri þúsund hraðahindranir, ekki lagað götur eða malbika, sett umferðljós á hraðbrautir, fækkað bílastæðum bæði opinber stæði og hjá einstaklingum, ekki sett upp mislæg gatnamót (t.d. á gatnamótum Bústaðarvegar og Breiðholtsbrautar) neitað að uppfæra umferðaljós á erfiðustu gatnamótum landsins með gervigreind o.s.frv.
En nú er svo komið að þeir verða (tilneyddir) að gera eitthvað varðandi Miklubraut og Sæbraut. Nú er verið að kynna neðanjarðar stokk - umferðastokk upp á einn km. til að létta á gatnamótum.
Þetta hljómar vel en ef vel er skoðað, eru vinstri villingarnir að leggja stein í götu Þrándar. Í raun er ekki verið að bæta við akreinum, heldur að grafa þær niður! Á yfirborðinu á að vera græn svæði. Jippí, við vinnum segja þeir, 1-0 fyrir bílahatara gegn bíleigendum! En svo vantar húsnæði eftir x mörg ár. Þá verður farið í "þéttingu" byggðar og ofan á verða byggðir steinkumpala blokkir upp á 10 hæðir.
Er hægt að fara aðra leið? Já, t.d. mislæg gatnamót og engan stokk. Eða hreinlega að hafa þennan stokk neðanjarðar en halda akbrautum ofanjarðar eftir sem áður.
Þessa hugmyndafræði á að beita annars staðar, í gegnum Garðabæ og Miklubraut. Á meðan eiga bílaeigendur að anda að sér bensín stybbu í umferðastokkunum! Mjög grænt eða þannig!
Og kostnaðurinn! Það eru alltaf til peningar í dýrustu umferðalausnirnar hjá Íslendingum. Jú, umferðamannvirkin þurfa að vera smart í útliti eða falin augum manna! Eða niðurgrafin, svo latté lepjandi 101 liðið þurfi ekki að horfa upp á umferðamannvirki, en getað dáðst að hjólreiðafólki og gangandi vegfarendum berjast áfram í norðan storminum! Já, við erum svo umhverfisvæn! Má bjóða meira latté?
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Bílar og akstur | 23.5.2025 | 08:23 (breytt kl. 08:35) | Facebook
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Júlí 2025
- Júní 2025
- Maí 2025
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
Athugasemdir
Það má ekki bjóða mér latté en það má bæta við að aðkoma þeirra sem koma úr Ártúnsbrekkunni mun ekki batna, miklu frekar verða enn erfaðiri með tilheyrandi töfum á morgnanna.
Þigg tvöfaldan expresso í staðinn.
Rúnar Már Bragason, 23.5.2025 kl. 10:31
Ekki veitir af expresso fyrir morgun- og síðdegisumferða. Maður þarf að vera vel vakandi fyrir umferða hnútanna!
Birgir Loftsson, 23.5.2025 kl. 12:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.