Mun Ísland eyða 3,5% af vergri landsframleiðslu í varnarmál?

Svarið er auðljóslega nei. Markmið aðildaþjóða NATÓ var sett á 2% árið 2014 fyrir 2024. Flestar þjóðir hafa náð því markmiði en nú er jafnvel markið sett á 3,5%, jafnvel 5%.  Ísland eyðir hins vegar brotabroti úr prósenti til varnamála.

Þó að Ísland sé ekki bundið af 2% markmiðinu, hafa verið ræddar hugmyndir um að auka framlög til öryggis- og varnarmála, sérstaklega í ljósi breyttra alþjóðlegra aðstæðna. Til dæmis hefur varnarmálasérfræðingur lagt til að Ísland ætti að verja um 2,5% af VLF til varnarmála, sem myndi nema um 115 milljörðum króna miðað við VLF ársins 2024 sem var 4.616 milljarðar króna.

Þetta þýðir að útgjöld til varnarmála árið 2025 nema um 0,15% af vergri landsframleiðslu Íslands, sem var um 4.616 milljarðar króna árið 2024. Þetta hlutfall er mjög lágt í samanburði við önnur NATO-ríki, sem stefna að því að verja að lágmarki 2% af VLF til varnarmála.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

En þessi Utanríkisráðherra okkar virðist halda að ekkert nema hernaður komi til greina þegar talað er um varnir landsins.  Fyrir það fyrsta þarf að STÓRAUKA Landhelgisgæsluna ekki bara til að fylgjast með landhelginni heldur líka til að sinna björgunarstarfi hringinn í kringum landið.  Með stóraukinni umferð stórra skipa innan Íslensku landhelginnar, stórra flutningaskipa, skemmtiferðaskipa og fleiri skipa þá er alveg með ólíkindum að það skuli bara vera TVÖ ÞOKKALEG DRÁTTARSKIP Á LANDINU í rauninni höfum við aðeins EITT almennilegt dráttarskip, sem myndi ráða við skemmtiferðaskipin, Þór er eins og björgunarbátur við hliðina á Freyju, annað þeirra er staðsett í Reykjavík og hitt er á Siglufirði.  Það er ekki hægt að  ætlast til þess að þessir "dráttarbátar" í höfnum landsins, sem eru nú bara hálfgerðir kettlingar og ráða ekki við nein almennileg verkefni.  Og hefur eitthvað verið  gert til að verja sæstrengina?  OG SVO ER EITT STÓRALVARLEGT MÁL, VIÐ ÍSLENDINGAR EIGUM EKKI EINA EINUSTU BJÖRGUNARÞYRLU, við LEIGJUM þessar þyrlur sem Landhelgisgæslan hefur til ráðstöfunar  Það þarf að fara fram  almennileg þarfagreining á Landhelgisgæslunni þannig að hún GETI sinnt almennilega þeim verkefnum sem henni eru ætluð. Samgöngukerfið er í molum, heilbrigðiskerfið er í klessu og menntakerfið er í rusli og svo talar Utanríkisráðherra um að fara þurfi að setja meira fjármagn í HERNAÐ.  Það er kannski rétt að minna hana á það að við erum með varnarsamning við Bandaríkin og þeir eru að stórauka viðbúnað sinn á Íslandi en ég veit ekki til að ESB sé neitt að gera hér.  ÞÁ FINNST  MÉR AÐ ÞAÐ LIGGI ALVEG LJÓST FYRIR AÐ ÍSLAND EIGI AÐ STÓRAUKA SAMSKIPTI SÍN VIÐ BANDARÍKIN.  OG SVO ER NOKKUÐ SEM HEFÐI ÞURFT AÐ VERA BÚIÐ AÐ GERA FYRIR LÖNGU SÍÐAN, EN ÍSLAND ÞARF AÐ GERA FRÍVERSLUNARSAMNING VIÐ BANDARÍKIN.  ÞARF ÞESSI MANNESKJA EKKI BARA Á "ENDURMENNTUN" AÐ HALDA OG VÆRI EKKI NÆR FYRIR HANA AÐ VERA Á ÍSLANDI OG SINNA VERKEFNUM ÞAR EN AÐ VERA ALLTAF ÝMIST Í KIEV EÐA BRUSSEL??????????

Jóhann Elíasson, 19.5.2025 kl. 15:08

2 Smámynd: Birgir Loftsson

Sæll Jóhann, er algjörlega sammála þér. Við eigum BARA að hugsa um eigin varnir, örríkið.

Þess vegna hef ég lagt til að lög um LHG verði breytt. Það verður gert þannig (Bandaríkin eru fyrirmyndin) að á friðartímum er LGH skilgreind sem löggæslustofnun en á ófriðartímum sem herstofnun - herfloti. LHG mun hvort sem verða það í næsta stríði, vantar bara lagaumgjörðina. 

Hvað fæst með breyttum lögum? FJÁRMAGN sem íslenska ríkið tímir ekki að eyða í löggæslu landhelginnar. Hvaðan kemur fjármagnið? Úr sífellt giltari sjóðum NATÓ og jafnvel beint frá Bandaríkjunum. Öll mannvirkjagerð á Keflavíkurflugvelli upp á tugir milljarða koma frá Kananum hvort sem er. 

Birgir Loftsson, 19.5.2025 kl. 18:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Júlí 2025

S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband