Fjölmenning og íslensk menning fara saman?

Á Íslandi er talað um að fjölmenning lífgi íslenska menningu. En getur fjölmenningin farið saman við íslenska menningu? Verða menn ekki að hafa eina samstæða menningu til að getað lifað saman? Það að fólk búi saman t.d. í borg, en í sitthvoru hverfinu með gjörólíka siði og menningu, er það að ganga upp? Eru þetta samborgarar eða deila þeir bara sama rými? Þetta er áhugaverð spurning en sagan segir að til lengdar gangi þetta ekki upp. Fyrr en síðar verða árekstrar sem geta leitt til borgarastyrjalda og aðskilnað. Gott dæmi um þetta er Írland og Norður-Írland. Það var ekki hægt að samþætta mótmælendur inn í kaþólska lýðveldið Írland.

Tökum tvö stór dæmi. Júgóslavíu og Bandaríkin. Talað var um að þetta eru fjölmenningaríki en svo er ekki. Bandaríkin hefur bara eina menningu, tungu og siði. Allir sem koma til Bandaríkjanna verða að sverja Bandaríkjunum hollustueið og ganga að bandarískri menningu sem er vestræn.

Júgóslavía er dæmi um misheppnaða fjölmenningu. Júgóslavía var fjölþjóðlegt ríki þar sem Slóvenar, Króatar, Bosníumenn, Serbar, Makedónar og Albanir bjuggu saman — oft í aðskildum hverfum, með ólíkar trúarhefðir, söguskoðanir og tungumál. Þegar sameiningaröflin (eins og Tito og einræðisstjórn hans) hurfu, sprakk ríkið í sundur — með hörmulegum afleiðingum, þjóðernishreinsunum, fjöldamorðum og stríði. Það sýnir hvernig menningarleg sundrung án sterkra sameiginlegra gilda getur orðið sprengifimt.

Og Bandaríkin 1861 er annað dæmi er tveir menningarheimar rákust saman. Bandaríkin klofnuðu vegna djúps menningarágreinings milli Norður- og Suðurríkja. Ólík hagkerfi, gildi og siðferðileg sýn á þrælahald. Báðir hópar töldu sig vera "sönn" Bandaríkin — og úr varð blóðugt borgarastríð. Þetta undirstrikar að eitt land getur ekki staðið undir tveimur ósættanlegum menningarheimum til lengdar. Í dag er barist um áhrif engilsaxneskrar menningar Bandaríkjanna versus rómanskrar menningar.

Sameiginleg menning er grunnur lýðræðis. Það sem er verið að benda á, og margir stjórnmálahugsuðir hafa talað um (t.d. Samuel Huntington), er að lýðræðisleg og stöðug samfélög krefjast sameiginlegrar sjálfsmyndar sem er: Tungumál, gildismat, lögsýslu og tilfinningar fyrir "við" sem ein heild gagnvart umheiminum. Þess vegna eru landamæri til að verja þetta og vera afmörkun útdeilingu gæða samfélagsins til borgaranna. Ef þetta er ekki fyrir hendi, liðast þjóðfélagið í sundur.

En hver er kostur "einsleitrar menningar og styrkur hennar? Hér má nefna Rómverja, Breta og Kínverja — heimsveldi sem náðu langt einmitt vegna þess að þeir neyddu fram menningarlega einingu:

  • Rómversk borgaraleg menning, með lögum, latínu og borgararéttindum, var grunnurinn að friði innan heimsveldisins (Pax Romana).

  • Breska heimsveldið bar út enska tungu, bresk lög og stofnanir, sem eru enn áhrifamikil um allan heim.

  • Kínverska heimsveldið byggðist á sameiginlegri menningu, ritmáli og siðfræði (Konfúsíanismi), og klofningshættan var lítil meðan sú eining stóð.

Það sem sameinar þessi ríki er kröftug aðlögun eða þvingun annarra menningaheima inn í kjarnamenningu — en ekki óskilyrt fjölmenningarlegt jafnræði allra siðkerfa.

Þá komum við að núverandi vandamál Evrópu. Við sjáum nú að að mörgu Evrópuríki eru að fá staðfestingu á því sem hér er sagt:

  • Fjölmenningarstefna Þýskalands hefur verið gagnrýnd af Merkel sjálfri (hún viðurkenndi að hún hafi misheppnast).

  • Frakkar glíma við endurtekin ofbeldisverk tengd trúaröfga og menningarlegum klofningi.

  • Svíþjóð sér stóraukna glæpatíðni í aðskildum innflytjendahverfum.

  • Bretland í fyrra með óeirðum.

Hvað með Ísland - er hægt að læra af þessum dæmum?

Ísland er lítið, menningarlega einsleitt þjóðríki (ennþá að mestu leyti).

Getur lítið þjóðríki sem byggir á sameiginlegu tungumáli, sögu og samvitund viðhaldið samheldni ef innflytjendur koma í stórum stíl með ólík viðmið og hafna aðlögun?

Ef fjölmenning þýðir: Að fólk myndar sín eigin hverfi, talar ekki íslensku, heldur sínar hefðir ofar íslenskum siðum, þá er það ekki fjölmenning heldur menningarleg aðskilnaður, og það getur verið hættulegt — sérstaklega í landi þar sem samstaða og traust hefur hingað til verið undirstaða samfélagsins.

Ísland klofnaði tvisvar sinnum vegna menningarlegs ágreinings. Um 1000 þegar kristnir og heiðnir deildu og hótuðu aðskilnaði en leystu ágreining sinn með sátt á Alþingi. Og um 1550 þegar kaþóskir á Norðurlandi - Hólabiskupsdæmi og mótmælendur - Skálholtsbiskupsdæmi fóru í átök vegna trúar ágreinings. Málið var leyst með hervaldi Dana. Ísland hélt saman sem eitt ríki en hefði getað orðið eins og Írland er í dag.

Það er nauðsynlegt að raunsæi, sjálfsmynd og samloðun séu forsenda samfélagsfriðar og styrks. Og sagan styður þetta sjónarmið. Fjölmenningarstefna sem gerir ráð fyrir að allar menningar séu jafngildar innan eins samfélags án aðlögunarkrafna er ekki aðeins sögulega fráleit — hún hefur reynst vera hættuleg í framkvæmd. 

Hvernig Ísland getur varist upplaus menningarlegrar samheldni?

a) Skýr þjóðarvitund og sjálfsskilgreining

  • Ísland hefur ólíkt flestum öðrum Evrópulöndum mjög skýra þjóðarvitund: sameiginlegt mál, saga, menning og landamæri.

  • Það verður að verja þetta með:

    • Kennslu í þjóðarvitund: saga, siðir og íslenskar grundvallarreglur.

    • Opinberri hugmyndastefnu: Íslensk menning er ekki hlutlaus. Hún hefur einkenni, og það er eðlilegt að ætlast til að innflytjendur virði þau.

b) Hnitmiðuð innflytjendastefna

  • Ekki fjölmenningarstefna (multiculturalism), heldur samleitnistefna (integrationism):

    • Krafist er að innflytjendur aðlagi sig að samfélaginu: læri tungumálið, lögin og siðina.

    • Sviss notar "integration contracts" – samninga sem skilyrða réttindi við aðlögun.

c) Fjölskylduvænt, sjálfbært íslenskt samfélag

  • Ef fæðingartíðni fer niður og innflytjendur fylla skarðið, þá fer þjóðin að glatast innan frá.

    • Ísland þarf að efla hvata fyrir fjölskyldumyndun og viðurkenna að framtíð þjóðarinnar byggist á sjálfbærri fólksfjölgun, ekki innflutningi.

2. Hvaða úrræði hafa ríki beitt sögulega og í samtímanum?

Menningarleg samleitni með lagalegum hætti

Frakkland, Þýskaland, Japan, Kína, Pólland, Sviss – öll nota þau þetta í einhverri mynd.

1. Tungumálaskylda (language unity)

  • Frakkland bannar opinbera notkun annarra tungumála en frönsku í opinberu rými (málskilaboð, stjórnsýsla, vegaskiltum).

  • Japan krefst japönskukunnáttu fyrir ríkisborgararétt.

  • Ísland gæti:

    • Gert íslensku að ófrávíkjanlegu skilyrði ríkisborgararéttar og almannatrygginga.

    • Gert íslensku skyldu í daglegu starfi í opinberum störfum og þjónustu.

 2. Menningarlegt aðlögunarpróf (integration tests)

  • Þýskaland og Danmörk nota próf um sögu, gildi og stjórnkerfi fyrir ríkisborgararétt.

  • Þetta tryggir að fólk:

    • Skilur hvert samfélagið stefnir.

    • Viðurkennir sameiginlegar leikreglur.

 

3. Ströng skilyrði ríkisborgararéttar (jus sanguinis fremur en jus soli)

  • Ungverjaland, Japan og Ísrael byggja ríkisborgararétt að hluta á uppruna, ekki eingöngu búsetu.

  • Þetta verndar þjóðarlega heild:

    • Ísland gæti endurmetið skilyrði ríkisborgararéttar, þar sem arfleifð og tengsl við íslenska menningu skipta máli.

4. Bannað að mynda aðskilin samfélög (no parallel societies)

  • Sviss hefur hafnað moskum með turnum og burqa-banni — til að vernda samleitni.

  • Danmörk hefur bannað "ghettómyndun" (með löggjöf sem takmarkar útbreiðslu menningarlegra hólfa - gettóa).

  • Ísland getur:

    • Hindrað myndun aðskildra skóla, trúfélaga eða hverfa.

    • Tryggt að fólk býr dreift – með því að stilla búsetuuppbótum í samræmi við aðlögunarþarfir.

5. Opinber stefna um "menningarlega forgangsröðun"

  • Í Ísrael er gyðingdómur opinber menning – allar aðrar menningar mega vera til staðar, en ekki sem jafnréttháar.

  • Ísland gæti:

    • Opinberlega skilgreint íslenska menningu sem grunnmenningu ríkisins, með rétt til verndar og forgangs.

Að lokum. Það er borin von að íslenskir ráðamenn átti sig á vandanum eða hafi vilja til að gera eitthvað í málinu. Af hverju? Vegna þess að ný-marxísk hugmyndafræði hefur ráðið för í íslensku menntakerfi síðan um 1970 og fyrr. Þetta kerfi hefur alið upp alla Íslendinga og þar með ráðastéttina í ákveðinni hugmyndafræði sem er ný-marxísk í grunninum. Þetta er svo gegnumsýrt að jafnvel Sjálfstæðisflokkurinn missti fótanna og varð woke í valdatíð Bjarna Benediktssonar!


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Maí 2025

S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband