Af hverju iðnvæddist Róm ekki?

Byrjum á hefðbundinni skoðun um hvers vegna Róm til forna iðnvæddist ekki. Forn-Róm hóf ekki iðnbylting af ýmsum samtengdum ástæðum - tæknilegum, félagslegum, efnahagslegum og menningarlegum. Hið fyrsta var að orkulindir voru takmarkaðar og ekkert gufuafl til staðar. Lykillinn að iðnbyltingunni var notkun jarðefnaeldsneytis (sérstaklega kola) til að knýja gufuvélar (og er enn grunnorka nútíma iðnríkja). Róm treysti að mestu leyti á orku manna, dýra og vatns, en ekkert af þessu virkaði vel.

Enginn hvati til nýsköpunar var umfram vöðva. Með aðgang að miklum fjölda þræla var minni þrýstingur til að þróa vinnuaflssparandi vélar. Rómverjar gerðu tilraunir og komu með snilldarútfærslur á tæknilegum hlutum en það vantaði samtengingu milli hávísinda og hagnýtra vísinda. Kem inn á það síðar í pistilinum.

Önnur skýring er að vísindaleg aðferð og tæknileg beiting voru vanþróuð. Rómversk verkfræði var hagnýt, ekki fræðileg. Þeir voru framúrskarandi í að byggja vegi, vatnsveitur og byggingarlist, en þeir þróuðu ekki kerfisbundna, tilraunakennda vísindi sem gætu leitt til byltingar í orku, vélfræði eða efnafræði. Grísk náttúruheimspeki (sem hafði áhrif á rómverska hugsun) var hugleiðandi, ekki tilraunakennd (að mestu leyti).

Svo er það skortur á fjármagnssöfnun og fjármálastofnunum sem voru komnar fram á árnýöld. Bankar voru orðnir þróaðir á síðmiðöldum og þeir komu með fjármagnið sem þurfti til að knýja fram einkaframtakið til að hefja nýja iðngrein eða fyrirtæki. Þó að Róm hefði haft peningahagkerfi og einhverja bankastarfsemi, skorti það nútímaleg fjármálatæki, svo hlutafélög (sem Evrópumenn stofnuðu þegar þeir voru að leggja undir sig heiminn - hver kannast ekki við Austur Indía félagið?), kauphallir, einkaleyfi og stórfellda endurfjárfestingu fjármagns.

Auðurinn í Róm, sem nóg til var af vegna arðrán hertekina svæða,  var yfirleitt notaður til landkaupa, munaðarneyslu eða stjórnmálalegs valds, ekki iðnaðarþróunar. Hagkerfi heimsveldisins var gríðarstórt en ekki fullkomlega samþætt á þann hátt að það myndi styðja miðstýrða fjöldaframleiðslu. Verslun var mikil en einbeitt var að munaðarvörum og nauðsynjavörum, ekki iðnaðarvörum eða vélrænni framleiðslu.

Svo var það viðhorfið til vinnu.  Hjá rómversku yfirstéttinni var viðhorfið líkt og hjá evrópsku aðalmannastéttinni, hún leit á handavinnu og viðskipti sem lágstöðuiðnað. Gildi þeirra lágu í landeign, hernaði og stjórnarháttum, ekki nýsköpun eða framleiðslu. Hins vegar var komin fram borgarastétt í Evrópu á árnýöld sem var efnuð, menntuð og viljug til að fjárfesta.

Tæknibreytingar voru ekki endilega taldar framfarir; stöðugleiki og hefð voru oft metin meira en umbreytingar. Þó að hlutar heimsveldisins hefðu kol (t.d. Bretland), þá var ekkert efnahagslegt eða skipulagslegt kerfi til að nýta það í stórum stíl til iðnaðar. Járnframleiðsla var til staðar en var lítil og dreifð, án byltingar í málmvinnslu eins og í Englandi á 18. öld.

Fræðimaðurinn Kyle Harper kom með dýpri skýringu en hann lagði áherslu á skortinu á samleitni milli vísinda og tækni. Hvað er átt við með því?

Í Rómaveldi til forna voru vísindamenn (náttúruheimspekingar) og tæknifræðingar (handverksmenn, verkfræðingar) félagslega og vitsmunalega aðskildir. Harper sagði því að "Heimar abstraktrar fræðilegrar þekkingar og verklegrar tæknilegrar iðkunar voru áfram aðskildir." Sjá meðfylgjandi myndband.

Rómverska yfirstéttin var oft dregin að frumspeki, siðfræði eða náttúruheimspeki - ekki verklegum tilraunum enda var hún "aðalsmanna stétt" eins og sú sem var í Evrópu áður en borgarstéttin gekk í bandalag við konunginn/konungsvaldið og aflagði vald aðalsmanna og kom öllu af stað.

Verkfræðingar og handverksmenn voru hins vegar hagnýtir, oft af lágum félagslegum stöðu og skrifuðu ekki ritgerðir eða höfðu áhrif á vitsmunalíf yfirstéttarinnar og oft ekki mikið hærra skrifaðir en þrælarnir sem þeir kepptu við.

Iðnbyltingin átti sér hins vegar stað þegar vísindabyltingin átti sér stað á 17. öld og lagði abstrakt grunn (Newtons-vélfræði, varmafræði) að iðnvæddu samfélagi. Þessar abstrakt meginreglur fóðruðust síðan beint inn í tæknilegar uppfinningar (gufuvélar, málmvinnsla, efnafræði).

Harper notar hugtakið "þekkingarhindrun" til að lýsa hugmyndafræðilegri aðskilnaði í fornöld milli þess að skilja heiminn og umbreyta honum. Grísk-rómverska þekkingarlíkanið lagði oft áherslu á íhugun fremur en stjórn.

Þvert á móti leit Evrópa eftir vísindabyltinguna á þekkingu sem vald - hugmynd Bacons um að vísindi ættu að bæta mannlíf með því að ná tökum á náttúrunni. Upplýsingin var vendipunkturinn. Iðnbyltingin átti sér ekki stað á endurreisnartímanum, þrátt fyrir miklar framfarir í list og námi. Hún gerðist á upplýsinginni, þegar hugsuðir fóru að sameina skynsemi og nytsemi.

Harper bendir á að þetta var þegar náttúrulögmál fóru að upplýsa verkfræði:

Lögmál varmafræðinnar leiddu til gufuvélarinnar.

Uppgötvanir í efnafræði leiddu til nýrra iðnaðarferla.

Stærðfræði varð tungumál vélrænnar hönnunar.

Þessi samruni abstraktrar og hagnýtrar þekkingar var einfaldlega fjarverandi í Róm, jafnvel þótt þar væri mannafli, vegir og heimsveldi.

Kenning Harpers er því eftirfarandi:

Lykilmunurinn er ekki bara þrælahald, kol eða markaðir.

Það er heimspekileg og menningarleg aðskilnaður kenningar og framkvæmdar í fornöld.

Róm skapaði aldrei afturvirka lykkju milli vísinda og tækni.

Þetta gerir iðnbyltinguna ekki óumflýjanlega, heldur var afurð mjög sérstakrar vitsmunalegrar og menningarlegrar umbreytingar – atriði sem Harper leggur áherslu á til að sýna fram á hversu einstök og nútímaleg sú samleitni í raun var.

Í stuttu máli heldur Harper því fram að iðnbyltingin hafi ekki eingöngu átt sér stað vegna efnahagslegra eða landfræðilegra þátta, heldur vegna einstakrar samleitni milli abstraktrar vísindalegrar þekkingar og hagnýtrar vélatækni - eitthvað sem Forn-Róm náði aldrei að höndla.

Að lokum, iðnbyltingin hefði ekki átt sér stað ef upplýsingin hefði átt sér stað. Bloggritari spurði ChatGPT út í þetta og hún segir:

Upplýsingin skapaði menntaðan verkfræðigrundvöll

  • Upplýsingin ýtti undir rökhyggju, vísindalega hugsun og almennari menntun.

  • Hún færði skynsemi og reynslu í öndvegi, og losaði hugann úr viðjum hefðar og trúar.

  • Menn lærðu að mæla, prófa, framkvæma tilraunir og betrumbæta hagnýtingu náttúrulögmála — sem leiddi til tæknibyltinga.

  • Hugmyndir Newtons, Galileos og Descartes voru grunnur að þeim skilningi sem gerði vélar, orku og eðlisfræði skiljanlega.

 

2. Tæknin og vísindin voru afurð upplýsingarinnar

  • Iðnbyltingin byggðist á uppfinningum eins og gufuvélinni, spunavélum og vefnaðarvélum — sem voru nátengdar nýrri vísindalegri þekkingu.

  • Þessi þróun gerðist ekki í tómarúmi. Hún byggði á aðgengi að bókum, ritum og skráningu — afleiðing prentvélar Gutenbergs og upplýsingatímans.

3. Upplýsingin breytti samfélagsgerðinni

  • Hún leiddi til:

    • Aukin frjálslyndi

    • Tvískipting valds

    • Skilningur á eignarrétti og frjálsum markaði (t.d. hugmyndir John Locke og Adam Smith)

  • Þetta var pólitískt og efnahagslegt umhverfi sem studdi við nýsköpun og fyrirtæki.

  • Iðnbyltingin þurfti fagkerfi, réttarkerfi, eignarrétt og fjármálakerfi sem voru mótuð á grunni upplýsingarinnar.

En ChatGPT gleymir að minnast á prentbyltingu Gutenbergs (um 1450) var upphafspunkturinn sem gerði upplýsingaröldina, siðaskiptin, vísindabyltinguna og iðnbyltinguna mögulega. Hún var eins og kveikjan sem tendraði alla næstu bylgjur framfara. Þekkingin hætti að vera forréttindi fárra og upplýsingar bárust til allra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Júlí 2025

S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband