Það virðist ganga illa fyrir Trump að koma á friði milli Rússlands og Úkraínu. Hann sagðist geta komið á frið á einum degi sem fjölmiðla bjánanir tóku viljandi bókstaflega (til að nota gegn honum) þegar hann átti við hann gæti leyst málið á skömmum tíma. Það hefur ekki raungerst og var líklega óraunhæft að reyna. Það þarf nefnilega tvo til að dansa tangó.
Pútín hefur verið erfiður viðureignar. Hvers vegna? Vegna þess að rússneska hernum gengur vel á vígvellinum? Hvers vegna hefur hann ekki tekið alla Úkraínu? Eða getur hann ekki samið um frið með svona lítinn árangur til að sína þjóð sinni? Allar þessar fórnir fyrir lítil landsvæði? Þetta gæti verið ein skýringin.
Samsæriskenningarnar segja að Rússa hafi hönk upp í bak Trumps, þ.e. eitthvað óhreint og hann þori ekki að taka hart á Rússum. Þetta virðist vera langsótt en það er samt skrýtið hvað hann er þolinmóður gagnvart Rússum, hótar ekki neinu eins og hann er vanur. Fréttahaukurinn Bill O´Reilly segir að þetta sé eina í stöðunni gagnvart Pútín, að skjalla hann, því hann hafi öll trompin á hendi. Hver svo sem skýringin er, þá hafa Bandaríkjamenn hótað að þeir gangi frá samningaborði ef það fer ekki að rætast fljótlega úr málinu. Taka verður líka með inn í dæmið árstíð, t.d. er hægt að berjast um sumar og hvernig eru vopnabirgðirnar, olíusala, mannskapur o.s.frv.
Aðrir erfiðir andstæðingar eru Íranir. Trump hefur með sigurför sína um Miðausturlönd einangrað Íran rækilega. Með lækkandi olíuverði verður erfitt fyrir Rússa og Íranir að reka stríðsmaskínur sínar, svo háðar eru báðar þjóðirnar um sölu olíu.
Ef Trump gefst upp á Íran, verður ekki landhernaður, heldur umfangsmiklar loftárásir á olíumannvirki og hernaðarmannvirki í Íran með hjálp Ísraela. Efnahagur Írans myndi hrynja og ekki er hann burðugur fyrir. Vonast er eftir að íbúar geri þá uppreisn. Gagnvart Rússlandi, myndi Trump þrýsta á Evrópulönd að hætta öllum olíuviðskiptum við landið. Lágt olíuverð, einangrun og lokun markaða yrði reiðarslag fyrir landið.
Flokkur: Bloggar | 16.5.2025 | 11:23 (breytt kl. 11:24) | Facebook
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Maí 2025
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning