Endalok seinni heimsstyrjaldar og Hitlers

Seinni heimsstyrjöld lauk 7. maí 1945 fyrir 80 árum. Sovétmenn og arftakar þeirra, Rússar viðurkennda þessa dagsetningu ekki vegna þess að þeir fengu ekki að taka þátt í undirritun uppgjafarskjala og hafa sína sigurhátíð síðar. Í Japan endaði stríðið 2. september og seinni seinni heimsstyrjöld þar með endanlega.

Það hefur hins vegar verið meira á reiki hvenær Hitler gaf upp andann.  Margar sögur fara af endalokum hans en vinsælasta útgáfan má sjá í þýsku bíómyndinni Der Undergang. Hún er einföld. Hitler vildi ekki láta ná sér lifandi né líkið af sér. Hann gaf því fyrirmæli um að hann og eiginkonan hans þá, Eva Braun (ásamt tíkinni Blondie) yrðu brennd eftir þau hafi tekið sig af lífi með skammbyssuskoti og blásýru hylki.  

En það er margt sem stenst ekki nánari skoðun.  Í fyrsta lagi (ef það átti ekki að láta jarðneskar leifar þeirra finnast) var það undarlegt að hulsa líkin í mjög grunnri gröf beint fyrir framan útgang byrgisins sem Hitler dvaldist í síðustu daga og vikur líf síns ásamt SS liðum sínum.

Það fundust brunnar leifar af líkum fyrir framan útganginn en stærð líkamanna (karlsins) var minni en hæð Hitler sem menn útskýrðu með að líkið hefði skroppið saman í brunanum. Annað sem átti að staðfesta að líkið væri af honum var tannbrú sem fannst á líkinu en gallinn við það er að hún var óskemmd af eldi. Það vill svo til að það var til önnur tannbrú á lausu fyrir Hitler og kenningin er sú að SS hafi komið henni fyrir á líki af óþekktum einstaklingi, tannbrúin hent í gröfina en lík Hitlers hafi verið grafið annars staðar, þar nærri. Nánar til tekið í litlum "garði" eða porti við neyðarsjúkrahús sem var þarna steinsnar við. Þar var auðvelt að velja úr líkum til að setja í stað líka þeirra Hitlers og Evu. Dr. Mark Felton sem er sérfræðingur í örlögum Hitlers og seinni heimsstyrjöld kemur með þessa kenningu, sjá myndbandið hér að neðan.

Felton byggir þessa kenningu meðal annars á meintum ósamræmum í sovéskum skýrslum, vitnisburðum um ýmsa staðsetningar líkamsleifa og þeim leyndarhjúp sem Sovétmenn héldu yfir rannsókn sinni á dauða Hitlers.

Eftir fall Berlínar árið 1945 tóku Sovétmenn við svæðinu þar sem Führerbunker var. Þeir fundu líkamsleifar sem þeir töldu vera Hitler og Evu Braun í krónískum bruna, ásamt hundinum Blöndu (Blondi). Þessar leifar voru sagðar grafnar skammt frá skýlinu og síðar teknar upp, rannsakaðar og að lokum eyðilagðar (samkvæmt opinberri sovéskri skýrslu voru þær brenndar og öskunni dreyft árið 1970 í Magdeburg, og þaðan áfram). Af hverju að brenna sönnunargögn? Af því að þetta voru ekki réttu líkin. Bería og Stalín voru þráhyggju um að vita örlög Hitlers. Til dauðadags trúði Stalín að Hitler hefði ekki fundist.

Eftir hrun Sovétríkjanna birtust nýjar upplýsingar, meðal annars um höfuðkúpubrot sem þeir geymdu og sögðu vera úr hauskúpu Hitlers. Á 21. öld voru framkvæmd DNA-próf sem sýndu að þetta brot tilheyrði konu (sem gæti hafa verið Eva Braun eða einhver önnur). Þetta hefur vakið vafa um áreiðanleika sovéskra gagna.

Fjöldi vitna (þar á meðal Heinz Linge og Otto Günsche, sem voru nánir lífverðir og þjónar Hitlers) lýstu mjög nákvæmlega hvernig lík Hitlers og Evu voru brennd á yfirborðinu rétt fyrir utan neyðarútganginn að garðinum á bak við skýlið. Þeir gáfu nákvæmlega sömu lýsingu í skýrslutökum bæði hjá Sovétmönnum og síðar hjá Vesturveldunum. Þeir segja að Hitler hafi framið sjálfsmorð með byssu í munn og Eva með eitri. Lík þeirra hafi verið sett í gryfju, brennd og mulin með skóflu. 

Vitnisburðir beinna sjónarvotta spyr maður sig? Það gleymist að þetta voru undirmenn Hitlers og gallharðir nasistar og þeir sóru að koma að í veg fyrir lík Hitlers félli í hendur óvina eins og gerðist með Mússólíni. Þeir hafa því búið til leiksýningu á stað A til að villa um fyrir rannsakendum óvinanna en komið líkinu fyrir á stað B sem var steinsnar hjá (gátu ekki farið langt í allri sprengjuhríðinni).

Það er rökrétt að þeir sem voru dyggir undirmenn Hitlers – Linge, Günsche, Bormann og fleiri – hefðu viljað tryggja að lík hans færi aldrei í hendur óvinanna, eins og gerðist með lík Mússólínis, sem var dregið um götur Milan og hengt upp fyrir almenning.

Það sem styður kenningu Feltons er að þeir sem sáu "brennsluna" voru allir harðir nasistar eða SS-menn. – Þeir gátu auðveldlega samræmt frásagnir sínar áður en þeir voru handteknir. – Í reynd eru þeir einu sjónarvottarnir að "atvikinu" sjálfu. Tilgangur þeirra var að tryggja að Hitler yrði hvorki hnepptur lifandi né niðurlægður í dauða (sem Hitler lagði mikla áherslu á fyrir dauða sinn). Þeir gátu því meðvitað sett upp sviðsetta brennslu á „stað A“ fyrir óvinina að finna. – Síðan komið líkinu fyrir á "stað B", nær en ógreinanlega, og jafnvel geymt það lengur.

Rannsakendur Sovétmanna fundu ekkert ákveðið á þeim stað sem sagður var grafinn. – Þetta styður þá kenningu að líkið hafi ekki verið þar þegar þeir komu. Síðari frásagnir sovéskra lækna voru gerðar í pólitískum tilgangi. Stalín trúði aldrei þeirri útgáfu sem Sovétmenn buðu upp á. Hann taldi annað hvort að Hitler hefði sloppið, eða að örlög hans væru vísvitandi hulin.

Kenning Felton er að lík hans sé hjá Kempka haus í fjöldagröf. Hvað sem hafi gerst eftir stríðið er ekki vitað. Annað hvort voru líkin grafin upp síðar og komið fyrir annars staðar eða líkið hans liggur undir bílastæði sem er þarna í dag rétt við tré. Þjóðverjar hafa reynt að búa vel um öll lík sem þeir hafa fundið, líka af óþekktum líkum. Það sem styður að grafir séu þarna ennþá er að ekki er grafið djúpt þegar bílastæði eru lögu. Aðeins um hálfan meter í stað margra metra þegar byggingar eru byggðar.

Það sem styður kenningu Feltons af hverju líkið gæti verið þarna ennþá er:

  • Sovétmenn voru í óvissu varðandi staðsetningu: Margir þeirra sem sáu svæðið voru hermenn eða rannsóknarmenn sem þekktu ekki skipulag bygginga nákvæmlega en þarna var mikil húsaþyrping bygginga í rúst.

  • Þeir fundu ekki lík strax og þurftu að leita ítrekað, með mótsagnakenndum frásögnum um hvaðan þau voru grafin upp.

  • Líkin voru hugsanlega aldrei grafin djúpt – heldur aðeins um 50 cm djúpt, eins og Kempka segir – sem myndi þýða að:

  • Þegar bílastæðið var malbikað voru grafirnar aldrei truflaðar, þar sem slíkt malbik krefst ekki dýpra jarðrasks.

  • Það sem styður kenninguna mest er að engin djúp jarðvinna hefur (líklega) átt sér stað á þessum reit. Húsgrunnar krefjast 2–4 m dýptar, en bílastæði sjaldan meira en 0,5–1 m.

Ef Sovétmenn grafa á „stað A“ og finna eitthvað, en það passar ekki alveg við frásagnir þeirra sem voru á staðnum – gæti það einfaldlega verið vegna þess að lík Hitlers var aldrei þar, heldur rétt hjá. Það væri klárlega það sem SS-foringjar vildu, það er að fela lík hans þannig að það fyndist ekki strax, en í nágrenni bunkersins og með sviðsetningu á „réttum stað“ til að villa um fyrir óvininum.

Niðurstaða

Kenning Feltons um að lík Hitlers sé enn undir bílastæði við gamla bunkersvæðið – mögulega með lík Goebbels-hjónanna og annarra – er byggð á: raunverulegum framburði sjónarvotta (Kempka, Günsche), sálrænum hvötum nasista, ósamræmi í sovéskum niðurstöðum og því hvernig engin rök liggja fyrir því að grafirnar hafi verið grafnar upp eftir stríðið.

Það sé ekki vitað hvað gerðist eftir stríðið – og ef ekkert hefur truflað jarðveginn á þessum stað síðan, gætu leifar Hitlers enn legið þar í moldinni, 80 árum síðar.

Allt í lagi, kenning er kenning en það er hægt að afsanna eða sanna kenningu með rannsókn. Með forleifarannsókn eða rannsókn í skjalarsöfnum Austur-Þýskalands og KGB/NKVD. Stasi-skjalasafnið (BStU – nú hluti af þýsku sambandsríkisskjalasafninu) gæti innihaldið sérstakar tilkynningar, kort, skýrslur eða eftirlitsgögn sem vísa til framkvæmdar við bunkersvæðið – t.d. jarðrask, afmörkun "viðkvæmra svæða" eða fyrirmæli frá sovéskum yfirmönnum.

 

 

 


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Maí 2025

S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband