Menn virðast halda að það eigi að stunda "hlutfalls" (e. porporational war) stríð í stríðsrekstri í dag. En menn gleyma að þegar barist er upp á líf eða dauða, er ekkert sem kalla má hlutfallslegt stríð.
Bandaríkin segjast stunda hlutfalls stríð með nákvæmisaðgerðum (e. drone warfare) Bandaríkin hafa í Afganistan, Pakistan, Jemen og víðar beitt ómannvæddum drónum og fullyrt að þeir hái hlutfallslegt stríð með hnitmiðuðum árásum. Í raun hefur þó komið í ljós að borgaraleg mannföll hafa verið meiri en gefið var upp, og gagnsæi skortir. Þetta er í raun taktík sem Bandaríkjamenn geta leyfts sér vegna þess að þeir eru með hernaðaryfirburði. Um leið og þeir þurfa að berjast upp á líf og dauða, breytist stragtegían og þeir fara að stunda alsherjarstríð (e. total war).
Annað dæmi er Frakkland og Bretland í Sahel eða Miðausturlöndum (sem lítið fer fyrir) Þar hafa vesturveldi stundum tekið þátt í aðgerðum gegn hryðjuverkahópum með þeirri röksemd að þær séu takmarkaðar og hlutfallslegar. Aftur á móti hefur gagnrýni komið fram um að valdbeitingin geti ýtt undir víðtækari átök.
Eins má segja um Ísrael (í sumum aðgerðum) Ísrael hefur stundum lýst aðgerðum sínum sem hlutfallslegum við ógnina, sérstaklega gagnvart Hamas eða Hezbollah. Hins vegar hefur það verið mjög umdeilt margir alþjóðlegir aðilar og mannréttindasamtök telja að aðgerðir Ísraela fari oft fram úr hlutfallslegri valdbeitingu, sérstaklega með tilliti til borgaralegra mannfalla. Þeir segja á móti að þeir séu að berjast á mörgum vígstöðvum og barist sé um tilveru Ísraelsríkis.
Í raun með tæknivæddu samfélagi samtímans, er alsherjarstríð reglan. Stríð þar sem öll úrræði samfélagsins efnahagsleg, félagsleg, hernaðarleg og pólitísk eru beitt til að ná fullum sigri, og enginn greinarmunur er lengur gerður á vígvelli og heimavelli.
Dæmi um þetta er seinni heimsstyrjöldin (og fyrri): öll samfélög beittu sér til fulls konur í verksmiðjum, matarskortur, loftárásir á borgir (Dresden, Hiroshima), skilyrðislaus uppgjöf óvinarins var markmiðið. Borgaraleg mannföll voru ekki talin forðast heldur hluti af aðgerðunum jafnvel viljandi. Einkenni þess konar stríðsrekstrar er mobilisering alls samfélagsins. Enginn friðargrunnur fyrr en annað hvort tapar algjörlega. Hlutleysi ríkja virt að vettugi. Allt er skotmark, líka borgarar. Ekkert ríki segir; ó, óvinaherinn sendir aðeins 5 þúsund hermenn, við skulum líka gera það!
Stríð á öllum tímum er enginn leikur. Menn beita þeim ráðum sem þeir telja að dugi til sigurs. Það var ekkert "sanngjarnt" við loftárásir bandamanna á borgir Þýskalands í seinni heimsstyrjöldinni, gas árásir Þjóðverja í fyrri heimsstyrjöld - sjálfmorðsárásir óbreyttra hermanna í skotgrafahernaðinum eða útrýmingabúðir nasista til að eyða andstæðingum. Íslendingar fengu að kynnast alsherjarstríði seinni heimsstyrjöldinni, þegar skip og bátar þeirra voru sökkt af þýskum kafbátum og hlutleysi landsins troðið niður af Bretum.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Stríð | 5.5.2025 | 11:49 (breytt kl. 11:56) | Facebook
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Maí 2025
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
Athugasemdir
Kommúnistar vinna eftir máltækinu: "samfélagið er vatnið sem hryðjuverkamaðurinn syndir í."
Man ekki frá hverjum það er komið, kannski Maó.
Þeir vrou að vesenast í einhverju mið-ameríkuríki. Þetta þar almennt máltæki þar, á allra vrörum daglega.
Þar til einn hershöfðinginn ákvað bara að hann ætlaði að "þurrka upp vatnið."
Eftir það voru engin hryðjuverk.
Ásgrímur Hartmannsson, 5.5.2025 kl. 12:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning