Það er kannski ekki allt hulið almenningi hvað Borgarlínu fólkið er að gera, en flestir vita að byrjað er á Fossvogsbrú. Að sjálfsögðu er reikningurinn himinhár enda verður þetta stælbrú fyrir fáeina útvalda. Ekki venjulegt fólk á fólksbifreiðum. En hvað, þetta eru ekki okkar peningar, förum á eyðslufyllerí segja þeir sem taka ákvörðun!
Annars er hugmyndin um Fossvogsbrú góð, ef hún væri fyrir alla, ekki bara þá hópa sem eru í náðinni hjá woke elítunni sem vill bara samgöngur fyrir gangandi, hjólandi og farþega strætó en ekki okkur hin sem erum í meirihluta og á bílum.
Annað "snilldarverk" eru framkvæmdir í Hafnarfirði. Á vef Borgarlínunnar segir að: "Hönnun frumdraga á um 2 km löngum vegakafla í Hafnarfirði, sem tilheyrir fjórðu lotu Borgarlínunnar, er hafin og ...Vegkaflinn verður mikilvæg tenging sem nær frá sveitarfélagsmörkum Hafnarfjarðar og Garðabæjar við Reykjavíkurveg að verslunarkjarnanum Firði í miðbæ Hafnarfjarðar." Þetta er gott og blessað en hvernig snillingarnir ætla að breikka þennan þrönga vegakafla verður athyglisvert að sjá. Vonandi ekki með að þrengja að annari umferð!
Það liggur fyrir að það þarf að tvöfalda Fjarðahraun (sem er hluti af Reykjanesbraut) og liggur frá Kaplakrika til Engidals. Mér skilst þessi breikkun sé hluti af borgarlínu verkefnisins og ef svo er, getum við þurft að bíða í það óendalega eftir að verkið fari af stað? Þetta er eins og við vitum allir algjör flöskuháls á alla umferð sem liggur um Hafnarfjörð frá úthverfum Hafnarfjarðar og umferðar til Suðurnesja. Svo skilst mér að mislæg gatnamót eigi að ligga um Engidal sem liggur í framhaldi af Fjarðarhrauni og er flöskuháls. En ekki verður byrjað á þessu brýna verkefni í bráðinni.
Borgarlínan er hluti af svonefndum Samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins og framkvæmda á vegum sveitarfélaga þess til ársins 2040. Á vef Stjórnarráðsins segir: "Heildarfjárfesting samgöngusáttmálans nemur 311 milljörðum kr. Ábatinn er metinn 1.140 milljarðar kr. til 50 ára, innri vextir 9,2% og ábati sem hlutfall af kostnaði er um 3,5. Það þýðir að fyrir hverja krónu sem lögð er í verkefnið fær samfélagið þrjár krónur til baka."
Þetta er mikið bjartsýnistal, þegar allir vita að fjárhagsáætlanir Íslendinga eru ekki salernispappírsins virði. Alltaf er farið fram úr áætlun. En það er ekki allt vitlaust í þessum sáttmála. Margt er þörf á og fyrir löngu tímabært í ljósi þess að verklegar framkvæmdir, sérstaklega í Reykjavík, hafa verið litlar sem engar í stjórnartíð sósíalistanna í borgarstjórn. Nú er helsta hindrunin farin úr borgarstjórn og sestur á Alþingi en þar fer ennþá lítið fyrir kappann.
Eftirfarandi er nánari lýsing á verkefnaflokkunum og hlutdeild í samgöngusáttmálanum:
- Stofnvegir 42%. Ráðist verður í sex stór verkefni við stofnvegi á höfuðborgarsvæðinu til viðbótar við þau þrjú sem lokið er á vegum sáttmálans (stofnvegaverkefni á Suðurlandsvegi, Vesturlandsvegi og Reykjanesbraut). - Ætti að vera þjóðhagslegt arðsamt.
- Borgarlína og strætóleiðir 42%. Almenningssamgöngur verða stórbættar með uppbyggingu Borgarlínu í sex lotum. Þjónusta við íbúa verður stöðugt bætt með samþættu leiðaneti strætisvagna og Borgarlínu. - Líklega ekki arðsamt. Nær væri að búa til sérakreinar fyrir strætó eins og gert hefur verið með góðum árangri hingað til. En annað vegkerfi fyrir borgarlínu vagna....
- Hjóla- og göngustígar 13%. Hjóla- og göngustígum verður fjölgað og þeir bættir verulega í uppfærðum sáttmála, en lagðir verða um 80 km af nýjum stígum til viðbótar við 20 km sem þegar hafa verið lagðir á vegum sáttmálans. - Þetta er ekki forgangsatriði og ætti að vera ákvörðunarefni sveitafélaga. En ef hér er talað um tengu sveitafélaga með hjóla- og göngustígum, er annað mál að ræða.
- Umferðarstýring, umferðarflæði og öryggisaðgerðir 3%. Fjárfest verður áfram í nýrri tækni og búnaði til að bæta umferðarflæði og -öryggi á stofnvegum. - Og þótt fyrr hefði mátt vera. Sósíalistarnir í Reykjavík hafa lengi staðið á móti tæknivæðingu umferðastýringu, því jú það á að gera bifreiðaeigendum erfitt fyrir og neyða þá með góðu eða illu í strætisvagna eða á göngustíganna. En er þrengt að bílaumferð, tvöfaldar akreinar sameinaðar í eina og flöskuhálsar búnir til ásamt hundruði hraðanhindrana (meira segja á gatnamótum).
Gott og vel, ef það á ekki að þrengja að bílaumferð í öllum þessum skarkala, þá þurfum við að taka við himinháan reikning fyrir þessar framkvæmdir. Vonandi búa menn ekki til umferðastíflur í stað þess að leysa umferðahnúta. En bloggritari er ekki bjartsýnn....til þess er woke bílahatrið of mikið.
Flokkur: Bloggar | 30.4.2025 | 10:14 (breytt kl. 11:15) | Facebook
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
Athugasemdir
Borgarlína verður aldrei neitt annað en bruðl og misheppnuð framkvæmd. Aðal ástæðan er að vilja ekki setja kerfið miðlægt sem er alveg hægt með að setja hana við Smárann og hægt að tengja göngubrú yfir. Eins og venjulega má ekki hugsa í praktískum lausnum.
Af sama meiði þá er alger vitleysa að hafa miðlæga stöð Hafnafjarðar við Fjörð. Miklu nær væri að hafa hana í Miðhrauni og vagnar þaðan fyrir Hafnarfjörð.
Enn eitt dæmið er að austurhluti höfuðborgasvæðisins er illa sinnt í borgarlínudæminu sem má rekja til skorts á miðlægri stöð.
Rúnar Már Bragason, 30.4.2025 kl. 11:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning