Menn fara á taugum yfir þær fréttir sem berast frá Bandaríkjunum. Það er kannski ekki að marka DV eða Eyjuna sem er undir formerkjum þess en þar birtist slúðrið og kannski óttinn frekar en raunveruleikinn.
Þar segir í "blaðagrein" sem ber titilinn "Bandaríkin eru svo nærri því að verða einræðisríki" að "Trump langar mjög að verða einræðisherra." undir mynd af Trump! Alveg galin fullyrðing. Við vitum ekkert hvað er að gerast í kollinum á Trump né hefur stjórn hans aflagt neinar stofnanir eða bannað eitthvað sem er gegn stjórnarskránni.
Bandaríkin eru svona nærri því að verða einræðisríki
Bandaríkin eru ennþá lýðræðisríki og ef stjórn Trumps myndi reyna að hrifsa völdin til sín undir lok kjörtímabilsins, þá er að mæta helmingi þjóðarinnar og borgarastyrjöld. Trump og fylgismenn hans hafa verið að gantast með að hann bjóði sig fram þriðja tímabilið en ef hann dreymir það, þarf að breyta lögum. Fjögur ár er langur tími og Trump gamall maður. Eigum við ekki að sjá hvað gerist áður en eitthvað er fullyrt?
Trump er að taka mikla áhættu með efnahagssstefnu sína og það á eftir að koma í ljós hvort hún gangi eftir. Menn sem missa allt niður um sig við minnstu golu, fullyrða að heimskreppa sé framundan vegna tollastríð Trumps við umheiminn. Hvernig vita þeir það? Ef rýnt er grannt í stefnu Trumps notar hann tolla sem efnahagsvopn. Aðrir forsetar hafa notað efnahagsþvinganir til að þvinga þjóðir til að láta að vilja sínum. Tollar sem vopn er skárra en þvinganir.
En þetta er ákveðin áhætta sem Trump er að taka. Hann veðjar á að þjóðir heims komi að samningsborðið. Eins og staðan er í dag, virðist þetta ganga eftir en það er hafið viðskiptastríð við Kína. Það var alveg ljóst fyrir öllum, líka Trump liðum að markaðirnir myndu bregðast illa við í byrjun á meðan óvissa er. Óttinn og óvissan um hvort tollar séu að skella á hverfur þegar stjórn Trumps hefur samið upp á ný við allar þjóðir heimssins um viðskipti ríkjanna.
Það sem veldur meiri áhyggjum er hvort Bandaríkin séu að fara í stríð við Íran. Sérfræðingar sem bloggritari hefur séð viðtöl við, eru beggja blands hvort Ísrael og Bandaríkin vinni það stríð. Landhernaður virðist útilokaður og ólíklegt að þeir náði að eyðileggja alla kjarnorkuvopna framleiðslu Íranana. En þeir yrðu að láta kné fylgja kviði og eyðileggja olíuframleiðslugetu þeirra því það er ekki nóg að leggja efnahagsþvinganir á ríkið, þegar það selur 90% af olíu sinni til Kína. En það er smá von um frið ef Íranir fara sömu leið og Líbía undir Gaddafi um að afnema kjarnorkuvopnaframleiðslu sína. Held samt Íranir séu komnir svo langt að ekki verði aftur snúið.
Annað mögulegt stríð er við Kína vegna Taívan. Menn hafa talað um árið 2027 sem upphafsár. Held að það sé mjög ólíkleg að Kínverjar fari af stað með stríð á þessu ári þegar órói er í kínverska hernum en slúður er um að "valdaránstilraun" hersins hafi átt sér stað og hreinanir í kjölfarið. Sel það ekki dýrara en keypti. En það verða erfiðir tímar framundan fyrir kínverska kommúnstaflokkinn ef efnahagsstríðið heldur lengi áfram.´ Kínverskur almenningur má ekki við efnahagskreppu og þetta getur skapað óróa. Vonandi verður ekki farið í stríð eins og menn gera oft þegar illa gengur í efnahagsmálum, til að fylkja fólkið á bakvið sig. Sagan er með mýmörg dæmi um slíkt, s.s. þegar Argentína ætla að taka Falklandseyjar þegar illa áraði í landinu og farið var í "vinsælt" stríð sem endaði með hörmungum fyrir argentínsku þjóðina.
Flokkur: Bloggar | 28.4.2025 | 08:53 (breytt kl. 08:53) | Facebook
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning