Það er oft talað um að hér ríki flokksræði og það séu flokkarnir sem ráði för en ekki samviska þingmanna viðkomandi þingflokka. Þarna er í raun tekið heldur stórt til orða tekið, því að það er ekki flokkurinn sem ræður för heldur æðsta stjórn flokksins sem er væntanlega flokksráðið. En jafnvel það er hálf valdalaust því að oft eru það nokkir einstaklingar sem raða sig í kringum formanninn sem ráða för.
Stundum er það bara formaðurinn einn sem ræður för og ákveður hver fær að vera með og hver ekki. Sjá mátti þetta hjá Flokki fólksins, þar sem flokknum var stjórnað frá eldhúsborði formannsins án kennitölu stjórnmálaflokks. Þegar Samfylkingin fékk nýjan formann, voru hausarnir látnir fjúka á báða bóga og þeir sem töldust of róttækir til vinstri, voru látnir taka pokann sinn.
Hjá Sjálfstæðisflokknum er þetta auðljóst. Arnar Þór Jónsson varaþingmaður var útlokaður frá setu sem varaþingmaður eftir að hann samþykkti ekki hinu heimskulegu leigubílalög. Annar sem þótti erfiður fyrir þá woke flokk Sjálfstæðisflokksins, Ásmundur Friðriksson, fékk ekki sæti á framboðslista fyrir síðustu kosningar, þrátt fyrir mikið fylgi kjósenda. Enda missti flokkurinn þingsæti í kjördæmi hans. Hann þótti of róttækur í útlendingamálum en reyndist vera barnið sem benti á að keisarinn væri nakinn.
Svo má segja um aðra flokka, svo sem Sósíalistaflokk Íslands þar sem formaðurinn er einráður en allt logar á stafna á milli, einnig hjá Viðreisn þar sem drotting flokksins ræður öllu. Eflaust má segja þetta líka um Miðflokkinn, það er gott að þekkja formanninn en flokkurinn var upphaflega stofnaður í kringum brotthvarf hans úr Framsókn.
Að sjálfsögðu á formaðurinn að stýra skútunni en vei þeim sem fara út af línu flokksforustunnar. Þetta leiðir til þess að lagasetning verður fyrir vikið léleg.
Þegar fáeinir einstaklingar á þingi ráða í raun öllu, verður erfitt að hrófla við hrákasmíði í heildarlöggjöf. Sjá má þetta í stórum málaflokki eins og útlendingalögin frá 2017 sem mætir menn bentu á auðljósa vankanta en ekki var hlustað. Það var lappað upp á þau fyrir tveimur árum en aftur bentu mætir menn á vankanta og ekki var hlustað. Nú á í þriðja sinn að laga hrákasmíðina í útlendingalöggjöfinni til að taka út mestu hneisuna, sem er að ekki er hægt að losna við stórhættulega erlenda glæpamenn úr landi.
Leigubílalögin voru þvinguð í geng án þess að bráðnauðsyn bæri til, heldarendurskoðun var gerð og leigubílamarkaðurinn gerður að villtu vestri í nafni "frjálsræðis". Nú á að plástra og sparsla í mestu vitleysuna. Best væri að gömlu lögin væru innleidd á ný en það er ekki hægt því að ESB stjórnar hér ferðinni í löggjöf um atvinnumál. EES-reglurnar eru rétthærri en íslensk lög.
Eins með arfavitlaus orkulög, þar sem neytendur áttu að geta valið sér orkufyrirtæki til að lækka orkureikninga sína en í raun leitti þetta til fákeppni = einokunar og orkureikningar hækkuðu í stað þess að lækka.
Það er augljós lýðræðishalli í flokksstarfi flokkanna og hvernig flokkarnir stjórna Alþingi. Ástandið er kannski ekki eins slæmt og í Bretlandi, þar sem kjósendur Reform eða Endurbótaflokksins, voru rúmlega 4 milljónir en fengu aðeins einn þingmann á hverja milljón kjósenda.
Það er hægt að stjórna lýðveldinu Ísland á annan hátt en er gert í dag. Þar er Sviss efst á blaði með mjög öflugt beint lýðræði og fólk greiðir reglulega atkvæði í þjóðaratkvæðagreiðslum um mikilvæg mál. Í Noregi er stöðug stjórnskipan, mikið traust til stofnana og mannréttindi virt.
Förum kerfisbundið í gallanna: Í stað þess að þingmenn séu sjálfstæðir fulltrúar kjósenda sinna, þá er íslenska kerfið þannig:
Flokkarnir ráða mjög miklu um hvernig þingmenn kjósa í málum.
Þingmenn eru sjaldan frjálsir að fylgja eigin sannfæringu eða vilja kjósenda sinna, ef það stangast á við línu flokksins.
Framboðslistar eru oft stjórnaðir af fáum í flokksforystu.
Grasrót kjósenda hefur lítil áhrif á ákvörðunartöku þegar líður á kjörtímabil.
Þetta getur valdið því að lýðræðisleg virkni í raun verður minni en hún lítur út á yfirborðinu.
Sumir telja jafnvel að íslenska lýðræðið sé "formlegt lýðræði" frekar en "raunverulegt fulltrúalýðræði".
Á Íslandi er ekki einu sinni þrískipting valdsins, en Alþingi og ríkisstjórnin sitja saman í einni sæng á þingi. Fórum kerfisbundið yfir hvernig mál eru í ólestri á þingi:
Á Íslandi er þrískipting ríkisvaldsins (löggjafar-, framkvæmdar- og dómsvald) mjög ófullkomin í raunveruleikanum:
Alþingi á að fara með löggjafarvaldið.
Ríkisstjórnin á að fara með framkvæmdarvaldið.
En í stað þess að vera aðskilin, þá eru ráðherrar (framkvæmdarvald) oft bara þingmenn sem sitja áfram á Alþingi.
Ríkisstjórnin ræður yfir meirihluta á Alþingi og getur oft nánast stjórnað því hvað verður að lögum.
Þingið á að hafa eftirlit með ríkisstjórninni, en getur það sjaldnast raunverulega þegar ríkisstjórnin sjálf á meirihlutann.
Þingræðisreglan gerir það að verkum að ríkisstjórn fellur bara ef þingmeirihluti samþykkir vantraust sem þýðir að ríkisstjórnin stjórnar bæði framkvæmdar- og löggjafarvaldi í reynd.
Þetta verður að einhvers konar samruna löggjafar- og framkvæmdarvalds, þar sem þingið verður oft eins konar framlenging af ríkisstjórninni í stað þess að vera sjálfstæð vörn gegn henni.
Það væri eiginlega réttara að segja að Ísland sé með "sameinað þingræði" frekar en hreina þrískiptingu.
Svo eru menn bara sáttir við þetta stjórnarfar! Ekki bloggritari.
Enda þennan pistil á orð Machiavelli sem útskýrir hvers vegna mestu "fíflin" enda alltaf með völdin í sínum höndum!
Flokkur: Bloggar | 27.4.2025 | 10:47 (breytt kl. 12:23) | Facebook
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
Athugasemdir
Góður og tímabær pistill og sýnir þessi pistill að ekki er vanþörf á að "taka til" í flokkakerfinu og reyna að gera það ögn lýðræðislegra.......
Jóhann Elíasson, 27.4.2025 kl. 11:13
Fín greining, og þó það sé ekki sagt berum orðum; á landinu er ekkert skilgreint dómsvald, og allir dómarar pólitískir þ.e. háðir tvinnvaldinu.
Guðjón E. Hreinberg, 27.4.2025 kl. 11:24
Takk fyrir Jóhann og Guðjón. Góð ábending Guðjón með dómsvaldið. En ég sleppti að taka með inn embættismanna valdið sem er mikið og þeir eru ekki með lýðræðislegt umboð.
Síðan 2008 hefur mér fundist ég búa í bananalýðveldi. Fáir sem eru með visku til að stjórna.
Birgir Loftsson, 27.4.2025 kl. 12:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning