Breytum RÚV í sjónvarpssafn!

Sjónvarp hóf reglulegar útsendingar í desember 1966 – undir formerkjum Sjónvarp Ríkisins, sem síðar varð hluti af RÚV. Þetta markaði stærsta breytingu á starfsemi RÚV frá stofnun árið 1930 er útvarpsrekstur hófst. 

Útsendingarnar voru í byrjun í svart/hvítu, en litaútsendingar hófust smám saman á áttunda áratugnum. RÚV varð helsta menningar- og upplýsingaveita landsins, með víðtæka dreifingu og mikið áhorf/áheyrn. Megin ástæðan fyrir að sjónvarpsrekstur hófst var menningastríðið við Kanasjónvarpið. Bandaríska herstöðin á Keflavíkurflugvelli hafði þegar hafið sjónvarpsútsendingar fyrir hermenn. Þetta hafði áhrif á umræðu innanlands — margir Íslendingar nálægt stöðinni tóku við útsendingunum. Þetta var talið ógna menningarlegu sjálfstæði Íslendinga. Gott og vel en þetta var einokunar rekstur eins og margt annað hjá ríkinu. RÚV hafði einokun á útvarps- og sjónvarpsmarkaði fram á lok níunda áratugarins.

En vegna tækniframfara þegar vídeó leigurnar komu fram og heilu blokkir settu upp innanhús "sjónvarpskerfi" varð krafan um frjálsa fjölmiðlun sterkari. En auðvitað börðust afturhaldsseggirnir á móti öllu breytingum í frjálsræðisátt. En þróunin var ekki stöðvuð. Stöð 2 og aðrir einkaaðilar höfðu komið fram og breytt samkeppnisumhverfinu. RÚV þurfti að laga sig að nýju fjölmiðlalandslagi en samt ekki mikið. Ríkisapparatið fékk sínar tryggu tekjur. Helsti munurinn fyrir almenning var að nú opnuðust tveir gluggar út í heim, ekki bara einn.

Til að fela fílinn í postulínsbúðinni og óeðlileg afskipti ríkisins af fréttaflutningi, hvað er eðlilegt að flytja ríkisfréttir eins og um væri að ræða kommúnistaríki, varð RÚV 1997 að opinberu hlutafélagi í eigu ríkisins, sem þó tryggði áfram að það væri rekið án hagnaðarsjónarmiða. Það er göfugt markmið en eins og allt sem ríkið kemur nálægt, hefur RÚV verið rekið með tapi allar götur síðan. Svo illa hefur þessi ríkisfjölmiðill verið rekinn að hann hefur selt frá sér bílastæði sín í Efstaleiti sem nú eru þyrping íbúðablokka. En samt er ríkisapparatið rekið með tapi og lítilli framleið í formi sjónvarpsefnis. Innlend sjónvarpsgerð hefur hnignað ef miðað er við tímabilið 1970-80 þegar stórkostlegt sjónvarpsefni var gert af litlum efnum.

Vegna þess að RÚV "óð í féi", var fjölmiðillinn fljótur að taka upp nýjungar og brjóta niður samkeppni á öllum nýjum sviðum. Hann er fyrirferða mikill á netinu, podcasti (hlaðvarpi) og bara að nefna það. Fjölmiðillinn getur leyft sér alls konar lúxus, svo sem að reka Rás 2 og Krakkarúv.

Vegna þess hversu óvinsælt það var að innheimta útvarpsgjöld með innheimtudeild RÚV, fólk fann fyrir því beint að borga í óþarfa rekstur, var ákveðið að fela þetta með fjárframlög í gegnum nefskatt sem er hluti af sköttum einstaklinga og fyrirtækja.

Á bænum á Efstaleiti stukku menn hæð sína af gleði, því nú var ekki bara hægt að rukka hvert heimili, heldur hvern einasta fjölskyldumeðlim yfir 18. ára aldur! Og auðvitað alla lögaðila á landinu með kennitölu! En þetta er og var ekki nóg fyrir ríkishítið. Samhliða ríkisframlagi hefur stofnunin aukið auglýsingatekjur, sem hefur valdið gagnrýni frá einkarekinni fjölmiðlun.

Þarna raskast "samkeppnin" svo um munar (munum það er engin raunveruleg samkeppni þegar fé er tekið úr vösum skattborgara hvort sem þeim líkar betur eða verr). Árið 2023 námu auglýsingatekjur RÚV námu um 2,6 milljörðum króna. Áætlað var að auglýsingatekjur haf hækkað um 17,4% frá fyrra ári, sem myndi nema um 3 milljörðum króna og þetta ár eða 2025 er gert ráð fyrir að auglýsingatekjur verði um 2,7 milljarðar króna. Þetta er mikið fé á litlum auglýsingamarkaði sem þarf að keppa við erlenda auglýsendur eins og Facebook.

Hvað var útvarpsgjaldið mikið á sama tíma?  Ríkisframlag til RÚV var 5,7 milljarðar króna árið 2023. Samkvæmt fjárlögum var ríkisframlagið 6,2 milljarðar króna árið 2024 og 2025 er gert ráð fyrir í fjárlögum 2025  að ríkisframlagið (nauðungarskattar á borgara landsins) verði 6,5 milljarðar króna.

Þetta kallast í hagfræðinni markaðsbrestur! Einkarekin fjölmiðlafyrirtæki þjóna markaði og hagsmunum eigenda — þau þurfa tekjur. RÚV á að gegna hlutverki jafnvægisafls á markaði og fylla í þau göt sem markaðurinn sinnir ekki svo sem barnamenningu, menningarefni, dýpri umfjöllun, viðburðir sem eru ekki arðbærir o.fl en einkareknu fjölmiðlarnir hafa fyrir löngu sannað (ef þeir fá að keppa) að þeir geta fyllt í öll skörð sem RÚV á að fylla og hafa gert miklu betur. T.d. Stöð 2 en margar aðrar stöðvar sem hafa farið á hausinn í ójafnri samkeppni við ríkið.

Hér er listi einkareknu sjónvarpsstöðvarnar sem hafa ekki þolað samkeppnina við RÚV en voru með frábæra dagskrá. Íslandssjónvarpið (ÍsTV) (1997–2001). ÍNN – Íslenska nýjasta nýtt (2007–2017). Sirkus TV (ca. 2007–2008,)Nova TV / NTV (2007–2008), (tengd fjarskiptafyrirtækinu Nova), SkjárEinn (sem sjálfstæð sjónvarpsstöð) (1999 til ca. 2015).

Aðrar smærri eða sérhæfðar stöðvar sem hurfu, Omega TV, Bíórásin, Íþróttarásir Stöðvar 2 (Sport 1, 2, 3…).

Af þessari upptalningu og sögurakningu er ljóst að RÚV er tímaskekkja og í raun risaeðla sem treður allt undir sig. Talandi ekki um fáranleikann að vera með ríkisfréttir!

Bloggritari telur eftir sem áður að RÚV lummi á stórkostlegu menningarefni þegar það var eitt um hituna að bera uppi fréttir og birtingu íslenskrar menningar, að það ætti að varðveita þetta efni og helst að stofna til sjónvarpssafns!  Rétt eins og Kvikmyndasafn Íslands er til sem safnar allar kvikmyndir, myndi þetta safna allt íslenskt sjónvarpsefni sem til hefur orðið í gegnum tíðina. Þetta sjónvarpssafn gæti verið deild í kvikmyndasafninu eða hreinlega að búa til Kvikmynda- og sjónvarpssafn Íslands. En hverjir standa í veginum? Íslenskir stjórnmálamenn hafa ekki sýnt hugrekki að fara í bálknið. Af hverju? Eru þeir hræddir við gagnárásir RÚVs? Ákvörðunarfælni? Veit ekki ástæðuna.

 


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Apríl 2025

S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • Ikarus
  • Iceland-Def-Force-logo
  • ratsjár- og loftvarnakerfi Íslands
  • stríð
  • World war

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband