Undarleg póli-tík

Bæði núverandi og fráfarandi ríkisstjórnir stunda aðgangsharða utanríkisstefnu. Ráðamenn - ráðherrar Íslands haga sér eins og þeir séu fulltrúar stórveldis en ekki örríkis sem á allt sitt undir góðum samskiptum við allar þjóðir heims.  

Vandlætinga orð ráðstýra minna á gelt kjölturakkans sem situr í fangi eiganda síns og gáir á alla sem koma nálægt. Öruggur í fangi eiganda síns. En þessi kjölturakki er það vitlaus að hann geltir ekki bara á alla sem koma nálægt, hann geltir líka á eiganda síns sem er verndari hans. Það er undarleg póli-tík.

Tíkurnar hafa fundið sína hjörð, ekki hundahjörð, heldur úlfahjörð sem á sín heimkynni í Evrópu. Þessir úlfar eru allir litlir og væskilslegir en mynda stóra hjörð. Til samans halda þeir að þeir séu sterkir en í raun er enginn forystu úlfur og hópurinn urrar og gólar og lætur ófriðlega en alvöru úlfarnir, sem eiga heima í Vesturheimi, við Úralfjöll og í Suðaustur-Asíu taka ekki mark á vælinu. En það gera tíkurnar, því miður fyrir restina af hópnum sem þær eiga að verja.

Ef til vill væri bara betra að fitja upp á trýnið en urra ekki og hundskast í burt með skottið milla fóta þegar stórúlfarnir slást. Þá er kannski meiri líkur á að komast úr slagnum sem kann að drepa báðar hjarðirnar sem eiga í átökum.

Margaret Thatcher var úlfynja: "All history shows that it is weakness which causes wars because it tempts the aggressor." ― Interview for Canadian TV (1983)

 


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Apríl 2025

S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband