Hnattvæðingin er á enda

Eins og komið hefur verið inn á margoft hér á blogginu, skynjum við ekki breytingar þegar við erum hluti af breytingunum. Maðurinn þarf oftast að horfa um öxl til að átta sig á að hann hafi gengið í gegnum breytingar.

Nú erum við í breytingarferli sem flestir skynja að er að gerast. En í raun hafa þessar breytingar hafist fyrir löngu. Hér er verið að tala um hnattvæðinguna eða alheims efnahagskerfið sem hefur verið við lýði í áratugi. Frjáls viðskipti og fríverslun milli þjóða átti að ráða ferðinni.  Almenningur naut góðs af þessari skipan, hægt er að fá hræódýra vörur frá Asíu og lúxusvarning.

En svo kom covid. Heimurinn lokaði sig af og í lok komu veikleikar þessarar heimskipan. Þjóðir voru háðar öðrum um nauðsynjar og menn óttuðust um fæðuöryggi og lyfjaöryggi.  Öll eggin voru í einni körfu, í Kína. Þetta sáu Bandaríkjamenn og ætla mætti að þeir tryggðu að minnsta kosti lyfjaöryggi sitt. Nei, í lok covid faraldursins tók við ein arfa slakasta stjórn Bandaríkjanna undir "forystu" Bidens sem meira segja sló út Carter í lélegri efnahagsstjórn. Hún reyndi ekki að laga viðskipta hallann við landið eða tryggja lyfja öryggi og svo stóð alla stjórnartíma Bidens.

Annað högg fyrir alþjóðaskipanin er stríðið í Úkraínu sem hófst tveimur árum síðar eftir covid faraldrinum. Heimurinn skiptist upp í a.m.k. tvær bloggir og truflun varð á heimsversluninni.

Þriðja höggið hefur nú riðið yfir. Efnahagsstríð milli tveggja stærstu efnahags hagkerfa heims, Kína og Bandaríkjanna. Í raun lýsti Trump yfir efnahagsstríði á hendur alls heimssins en aðalskotmarkið virðist vera Kína og svo er að raungerast þegar þetta er skrifað.

Ef það er satt sem Trump segir að meirihluti þjóða heims eru að endurskoða og endurgera viðskiptasamninga sína við Bandaríkin, þá er þetta meiri háttar sigur fyrir Trump. Eftir stendur Kína sem ætlar sér að taka á Bandaríkin með tollastríði.  Hvernig svo sem þetta stríð fer, þá er verið að stokka upp alþjóðahagkerfið og það verður aldrei aftur eins og það var áður. Kannski að raunveruleg fríverslun komist á milli ríkja heims aftur en líklegra er að þjóðir hugi að eigi öryggi, matvælaöryggi og innlenda framleiðslu. Tollar verða því lagðir á þær vörur sem teljast nauðsynlegar og reynt að framleiða þær innanlands. Meira segja Íslendingar sem halda alltaf að þeir lifi í verndarhjúpi skynja þessar breytingar og reyna að gera eitthvað í málinu.  

Óttinn við tolla og stríð mun ráða ferðinni næstu áratugi.


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Apríl 2025

S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband