Friedman versus Trump í tollamálum

Bloggritari hlustaði á Milton Friedman um daginn þar sem hann lýsti algjörum stuðningi við frjálsri verslun. Ekki er hægt annað en að vera sammála honum en vonandi var hann að tala um frjálsa og heiðarlega verslun ríkja á milli.  Ef tvær þjóðir eiga viðskipti saman og önnur virðir engar leikreglur, þá er ekki um frjálsa og heiðarlega verslun að ræða. 
 
Eftir sem áður eru rök Friedman góð og gild og þau eru að viðskipti án hindrana auka hagvöxt beggja þjóða. Hindrun viðskipta refsar neytendur. Ef þú verndar innlendan iðnað, hækka verðin og þú færð lélegri vöru (tollastefna Íslands á fjórða áratug tuttugust aldar í hnotskurn). Tollar búa til spillingu og sérhagsmunabaráttu. "Protectionism is a racket, not a principle."
 

Friedman taldi að frjáls viðskipti bættu bæði lífsgæði og alþjóðleg tengsl.

Donald Trump er í raun fríðverslunarsinni en hann notar tolla sem verkfæri til að verja þjóðarhagsmuni sem er skiljanlegt þar sem hann er forseti Bandaríkjanna. En hvers vegna styður hann tolla?

Verndun innlends iðnaðar gegn ósanngjarnri samkeppni (t.d. Kína). Viðskiptatollar sem þvingunartæki gegn ríkjum sem beita neikvæðum aðferðum (t.d. gjaldeyrishandstýring). Tryggja störf í Bandaríkjunum, sérstaklega í framleiðslu og stálframleiðslu.

Trump telur að frjáls viðskipti eins og þau hafa verið undanfarna áratugi hafi grafin undan bandarískum vinnustöðum, skattaþoli og öryggi.

Hver hefur rétt fyrir sér? Niðurstaða er auðljós en hún er að Friedman hefur rétt fyrir sér í hreinni hagfræði enda er hann að tala sem fræðimaður ekki stjórnmálamaður. En hún er að frjáls viðskipti auka almennt hagsæld og framleiðni. Tollar valda almennt verðhækkunum og skekktu hvata.

Trump hefur hins vegar rétt fyrir sér í raunverulegri geopólitík. Þegar önnur ríki svindla (eins og Kína með ríkissstyrkjum og stuld á hugverki), þá gengur kenningin ekki upp. Tollar geta verið hernaðarlegt og strategískt verkfæri, ekki bara hagfræðilegt.

Niðurstaðan er Friedman hafði rétt fyrir sér í hreinu markaðshagkerfi, en heimurinn í dag er ekki frjáls markaður. Trump sér það sem Friedman vildi ekki sjá: að alþjóðaviðskipti eru einnig vopn í stórveldapólitík.

Þetta ættu Íslendingar að hafa í huga en hendur þeirra eru frjálsari. Vegna þess að Ísland er hluti af lítill ríkjablokk ríkja - EFTA - geta ríki heims leyft sér að gera fríverslunarsamninga við þessi ríki. EFTA er stöðugt að vinna í fríverslunargerð við ríki heims og nú eru risamarkaðir eins og Kína- og Indlandsmarkaðir opnir Íslendingum. Þessi markaðir væru hálflokaðir Íslendingum ef við værum í ESB.

Íslensk yfirvöld verða samt sem áður að huga að þjóðaröryggi, sérstaklega hvað varðar matvæla framboð.  Það að það skuli hafa verið leyft að kornmölun á landinu hafi fallið niður, er arfa slök stjórnsýsla og sýnir að "djúpríkið" embættismanna valdið og stofnanavaldið lifir eigi lífi og er leyft að koma með ákvarðanir sem ógna þjóðaröryggi (kornmölun) eða lífi borgaranna (lokun flugbrautar á Reykjavíkurflugvelli). Alvöru ráðherra hefði tugtað til viðkomandi stofnun og sett á bráðabirgða reglugerð á meðan unnið væri að betri lögum.

Að lokum. Kenningar, líka í hagfræði, geta verið varðar á ákveðinni leið. En þær eru bara leiðbeiningar um hvert eigi að stefna en ekki raunverulegt ferðalag um raunheiminn. Veruleikinn er alltaf flókari en hugmyndakerfin.  Þetta mættu sérstaklega vinstri menn hafa í huga þegar þeir reyna að stjórna íslensku þjóðfélagi eftir bókinni.

 

 


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Apríl 2025

S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband