Vinstri saga er uppfull af ranghugmyndum

Það tekur langan tíma að átta sig á veruleikanum sem við lifum í. Við fæðumst tabula rasa, og þurfum að byggja upp þekkingu okkar á umheiminum í raun sjálf.  Flestir fá bara grunnþekkingu í sögu, bara yfirlitssögu. Fólk rétt þekkir eigin sögu (varla eigin ættarsögu) og þarf að lesa sér til ef það vill vita meira.  Bloggritari er sagnfræðingur og þrátt fyrir áratuga stúdíu og lestur, eru brotin enn að raðast saman í heildarmyndina hvernig og af hverju hlutirnir eru eins og þeir eru í dag.

Sjálfur fór bloggritari í gegnum langt háskólanám á yngri árum og ef hann hefði ekki verið vel lesinn áður, hefði hann látið sagnfræðikennaranna stýra sér. Þeir voru nefnilega upp til hópa marxista og sumir voru ekkert að fela það. Sögusýnin var eftir því, Nýmarxísk sýn á umheiminn. Þetta smitar svo niður skólakerfið, jú þessir sagnfræðingar sem útskrifast eru uppfullir af þessari hugmyndafræði og skrifa kennslubækur í þessum anda. Kennaraháskóli Íslands var hvað verstur í þessum efnum.

Í meðfylgjandi myndbandi er rætt um hvernig vestræn menning og saga er markviss rökkuð niður hjá virtum háskólum erlendis. Allt jákvætt sem gert hefur verið, gert lítið úr og hetjur eins og Winston Churchill eru bara rasistar.

Sagnfræðingurinn Rafe Heydel-Mankoo fer hér kerfisbundið í gegnum hvernig sagan hefur verið afbökuð. Hann segir að nýlendustefnan og kapitalisminn hafi í raun lyft mörgum ríkjum úr viðjum fátæktar.  Hann tekur dæmi. Þrælahald. Þegar Evrópumenn komu að Vestur-Afríku í leit að þrælum fyrir nýja heiminn, mættur þeir fyrir margra alda gamla hefð fyrir þrælahaldi, mjög þróaðan álfumarkað. Þar voru Arabar öflugir en líka innlendir leiðtogar.

Evrópumenn fóru á markaðanna á ströndunum og keyptu á mörkuðum sem voru fyrir hendi. Svo gerðist það ótrúlega, en breska heimsveldið bannaði þrælahald og -sölu upp úr 1800 og lögðu mikið á sig að útrýma því. Þeim tókst að stöðva siglingu með þræla yfir Atlantshafið en þrælahald hélt áfram í innviðum Afríku, eða þar til Evrópumenn lögðu undir sig álfuna á seinni helmingi 19. aldar. Þeir þurftu að leggja mikið á sig til að stoppa söluna alfarið. Arabar héldu þrælasölu áfram á 20. öld og í raun er fólk enn selt í mansal í dag um allan heim.

Bresku nýlenduherrarnir voru ekki verri en það, að breska heimsveldið sleppti friðsamlega nýlendum sínum og nánast öll ríkin hafa kosið að vera hluti af breska samveldinu. Ríkin hafa haldið í margar breskar réttarhefðir og stjórnkerfisuppbyggingu. Saga þessara ríkja - margra - hefur ekki verið glæsileg síðan nýlenduherrarnir slepptu af þeim höndum. Það er ekki hægt að kenna nýlendustefnu um hvað fer úrskeiðis í dag þegar ríkið varð sjálfstætt fyrir 70 árum.

Hér á Íslandi hafa menn farið í kringum heitan graut. Kennt er hliðarsaga.  Kennd er t.d. saga Ingibjargar Einarsdóttur, eiginkonu Jóns Sigurðssonar. Af hverju? Hvað gerði hún fyrir sögu Íslands annað en að skaffa kaffi og meðlæti fyrir gesti Jóns? Svona hliðarsaga er skemmtileg aflestrar fyrir sögunörda en kannski ekki fyrir almenna kennslu í grunnskólum.

Vinsæl er þáttaröð á Netflix sem kallast "Vikings". Þvílík afbökun á sögu er varla hægt að finna neinn staðar annars staðar. Konur eru sýndar sem bardagamenn og höggva mann og annan. Hafa þeir sem skrifa handritið farið í full herklæði og mundað sverð? Það þarf gríðarlega öfluga upphandleggs vöðva til að beita sverði, nokkuð sem konur hafa ekki. Konur fóru ekki í víking, því að hver átti að sjá um búið á meðan, barnaskarann og dýrin? Konur voru nánast alltaf óléttar vegna engra getnaðarvarna. Væri ólétt kona send á vígvöllinn? 

Ef menn vilja í raun vita hvernig hernaður var stundaður á víkingaöld, þá ættu þeir að lesa Sturlungu sem er samtímasaga eða Sverris sögu konungs. Hernaður á 13. öld var nefnilega ekki frábrugðinn þeim sem stundaður var á víkingaöld. Hvergi er talað um að konur taki þátt í bardögum. 

Að lokum. Sagan er ekki svart hvít. Menn gerðu margt rang en líka rétt fyrr á tíð samkvæmt okkar mælikvarða. En hvernig getum við dæmt annað fólk, með aðra menningu út frá nútímanum? Nútíma gildum. Erum við ekki föst í núinu og þeirri menningu sem við lifum í? Það sama gilti um fólkið á hverjum tíma.

 

rr

 

 


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Horfði nýlega á viðtal snillingsins Peter Robinson (Uncommon knowledge) við þrjá góðkunna sagnfræðinga. Ræddu þeir frekar vandlega hvernig sagnfræðikennsla er um þessar mundir í Bandaríkjunum, frá grunnskólum og uppúr. Var umræðan málefnaleg um flest, en ekki allt.

Það er einmitt málið, að mínu viti, að sagnfræði sem er bara á eina bók, er ekki sagnfræði.

Bestu kveðjur.

Guðjón E. Hreinberg, 7.4.2025 kl. 16:49

2 Smámynd: Birgir Loftsson

Takk fyrir Guðjón, sagnfræðin á að teljast hálfvísindi og (sagna)list. Hún verður aldrei full vísindagrein, til þess er veruleikinn of flókinn og fjölbreyttur. Hún endurtekur sig ekki.

En það á að vera hægt að segja sögu án þess að sagnfræðingurinn sé stöðugt með sínar pólitískar skoðanir á öllu sem hann fjallar um.

Ef sverð finnst við hliðina á einni kvenn beinagrind, þá er það bara þannig og ekki hægt að draga neina ályktun af því.  En ef beinagrindurnar teljast í tugum og hundruðum, þá má kannski fara að endurskoða söguna.  Þess vegna er þekking á  forsögulegum tími stöðugt að breytast. Beinagrindurnar eru of fáar til að segja fulla sögu.

Birgir Loftsson, 7.4.2025 kl. 18:12

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Apríl 2025

S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband