Enduriðnvæðing Bandaríkjanna

Fólk virðist ekki skilja stóru myndina varðandi stefnu Bandaríkjanna sem er að stækka þjóðarkökuna og endurreisa iðnaðinn í landinu. Reagan t.d. stækkaði þjóðarkökuna um 30% á valdatíð sinni.  Ríkið hefur verið í stöðugri hnignun síðan um 1995 efnahagslega.  Ríkið hefur verið eitt fárra ríkja í heiminum sem hefur í raun stundað fríverslun við umheiminn. 

Önnur stórveldi, Þýskaland, Japan, Indland og Kína hafa háa innflutningstolla á bandarískar og aðrar vörur. Tollarnir sem Trump setti á þessar þjóðir er helmingi lægri en er þær setja á bandarískar vörur. Svo er hann að bíða eftir að þjóðirnar komi að samningsborðinu til að endursemja tolla- og viðskipti milli ríkja. Fyrsta ríkið sem er að gera það er Ísrael.  

Menn segja að háir tollar skapi verðbólgu, það er ekki satt. Verðlausir peningar í umferð skapa verðbólgu (engin innstæða fyrir dollarann sem er í umferð). Það sem neytendur og framleiðendur leggja inn í hagkerfið er stækkun á þjóðarkökunni, ekki verðbólga. 

Tollar einir og sér gera lítið.  Miklar skattalækkanir á almenning og fyrirtæki mun koma með mikla innspýtingu inn í hagkerfið (fjárfesting sem býr til peninga, ekki peningaprentun til að útbýta félagsleg gæði).  Nú er búið að opna fyrir gríðarlega aukningu á orkuframleiðslu og það er hún sem knýr efnahagsvélina áfram.

Trilljónir dollarar eru að koma inn í efnahagskerfið í BNA erlendis frá. Allt þetta til saman á að gera Bandaríkin að framleiðsluríki að nýju. Framleiðslan er nefnilega að miklu leyti komin út úr landinu og til þeirra sem síðst skildi eins og Kína.

Það er mikið áhyggjuefni fyrir Bandaríkjamenn að framleiða ekki tölvur og annan hátæknivörur. Það er nefnilega þannig að framþróun og þekkingin verða til innan framleiðslufyrirtækina og þegar þau eru erlendis, minnkar þekkingin innanlands.

Mikil hnignun er í Bandaríkjunum sem fáir veita athygli. millistéttin er svipur að sjón að sjá, iðnframleiðslu störfin sem gáfu mest, farin úr landinu en eftir eru þjónustustörf sem gefa lítið. Gríðarleg skuldaauking ríkisins í valdatíð Biden hefur gert ríkið tæknilega gjaldþrota. 36 trilljónir dollarar í skuldir sem er stjarnfræðileg upphæð.

Meira segja kjarnorkuvopnabirgðir þeirra eru úreldar, afgamlar kjarnorkusprengju sem átti að úreldast fyrir 2000 eru nú í notkun og aðeins 1700 sprengjur sem hægt er að nota af nokkur þúsund sem þeir eiga. Á sama tíma hefur Kína fjölgað sínar birgðir úr 200 í 600 kjarnorkusprengjur frá 2020 og ætlunin er að fara upp í 1000 fyrir 2030. Kínverjar eru í óopinberu köldu stríði við Bandaríkin.  Kínverjar nálgast það að vera jafnfætist á öllum hernaðarsviðum á við Bandaríkin.  Þeir hafa meiri framleiðslugetu ef til stríðs kemur og stríð vinnast í hergagnaverksmiðjum, ekki síður en á vígvellinum. Bandaríkjamenn eru að framleiða of dýr vopn enda lítil samkeppni meðal vopnaframleiðenda í landinu.

Bandaríkin hefur hnignað svo að stál er varla framleitt lengur í landinu, ef Trump hefði ekki skellt á verndartolla í fyrri forseta tíð sinni, væri hann enginn í dag.

Það er mikill æsingur í dag í heiminum út af þessu, vegna þess að allir vita að nýir tímar eru framundan. Þetta skapar ótta og menn óttast kreppu eins og sú sem var milli 1929-1939. Sá ótti er ástæðulaus. Sú kreppa var vegna peningastefnu sósíalistans Roosvelts sem í raun framlengdi kreppuna með röngum efnahagslegum ákvörðunum. 

Enginn Bandaríkjaforseti hefur þorað að stokka upp efnhagskerfi Bandaríkjanna á svona dramatískan hátt, ekki einu sinni Reagan. Hann jú endurbætti efnahagskerfið en fór aldrei í kerfið, í djúpríkið sem er bálkn og kostnaðarsamt. D.O.G.E. á að gera það.

Í hnotskurn er stefna Trumps þessi: skattalækkanir, reglugerða fækkanir, tollar sem endurspegla tolla innflutningsþjóða, umframorkuframleiðsla, framleiðslan verði innlend aftur, niðurskurður í ríkisbálkninu, endurreisn Bandaríkjahers og sparnaður og láta bandamenn taka þátt í vörnum NATÓ.

Stíll Trumps er ruddalegur en árangursríkur. Bandamenn Bandaríkjamanna munu muna eftir þessu næstu áratugi og hætta að treysta á Kanann, sem betur fer. Staða BNA kann að veikjast næstu misseri en til langframa kann þetta að bjarga framleiðslu í Bandaríkjunum.  Kannski kemur þetta á hárréttum tíma, því að gervigreinin og vélmennin munu sjá um framleiðsluna að miklu leyti og þeir bandarísku verkamenn sem verða eftir, keppa ekki lengur við þræla vinnuafl í Víetnam eða Kína eða Indlandi.

 

Frábært þegar Gorka segir að hugmyndafræði birgi ekki sýn hans á raunveruleikann. Hvorki til vinstri eða hægri. Tekur honum eins og hann kemur fyrir. Þannig er Trump líka, hann er ekki raunverulegur Repúblikani (var einu sinni Demókrati), heldur raunsæismaður. En hann tekur líka áhættur sem er galli.


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég get ekki betur séð en að við séum algjörlega sammála.  Sérstaklega finnst mér "áhugavert" að fylgjast með viðbrögðum ríkja við TOLLUM Trumps, sem eru bara 50% af þeirra eigin tollum áa Bandarískar vörur.........

Jóhann Elíasson, 6.4.2025 kl. 14:56

2 Smámynd: Birgir Loftsson

Já, held við séum það oftast eða alltaf.

Birgir Loftsson, 6.4.2025 kl. 22:14

3 Smámynd: Rúnar Már Bragason

Mikið væri það hressandi að einhver meginstraumsfjölmiðill myndi benda á þessa einföldu staðreynd sem þú segir: Það eru ekki tollar sem búa til verðbólgu heldur viðbrögðin við þeim.

Rúnar Már Bragason, 6.4.2025 kl. 23:30

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Apríl 2025

S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband