Utanríkisráðherra Íslands fundar stíft vegna breyttrar heimsmyndar. Eins og alltaf eru Íslendingar ekki vel undirbúnir né þátttakendur. Það þarf ekki að lesa sögu lengi til að átta sig á hvernig stórveldapólitíkin virkar. Hún hefur verið eins síðastliðin 6 þúsund ár eða síðan borgríki urðu til. Ríki mynda bandalög, herja á önnur ríki eða verða fyrir hernaði. Sérstaklega er staða örríkja erfið og hættuleg.
Ísland er örríki. Það þarf að vera í bandalagi til að verja sig, það er staðreynd. Það eru tveir valkostir fyrir Íslendinga. Að vera undir pilsfati stórveldis í vestri eða bandalags í austri. Íslendingar hafa veðjað á báða kosti. En geta þeir gert það til langframa?
Mestu mistök Íslendinga er þeir stofnuðu íslenska lýðveldið var að tryggja ekki sjálfir eigin varnir. Ekkert ríki er í raun sjálfstætt ef það getur ekki varið sig. Þetta er eins og vera ósjálfráða einstakingur sem býr heima í foreldrahúsi. Hann þarf að standa eða sitja eins og aðrir segja.
Áfram halda Íslendingar að fara í kringum heita grautinn. Jú, utanríkisráðherra segir að bandamenn þrýsti á Íslendinga að gera meira með eigin varnir og Íslendingar ætli að gera eitthvað í málinu! En hann passar sig á að segja strax að Ísland ætli að vera áfram herlaust!
Hver er lausnin? Að hlaða undir löggæslustofnunina Landhelgisgæslu Íslands sem er ekki herstofnun, heldur löggæsluaðili. Þetta er feluleikur sem Íslendingar hafa komist upp með síðan 1944 vegna hernaðarlegs mikilvægis. Ísland væri ekki herlaust ef það væri staðsett við hliðina á Lúxemborg. Nú hefur komið í ljós að verndarinn er "búllí", hrekjusvín sem herjar á vini sína. Bloggritari hefur varað við þessu að heimurinn er hverfull og ekki er hægt að treyst á eitt eða neitt, ekki einu sinni "vini".
Íslensk stjórnvöld verða að gera meira og tryggja raunverulegt sjálfstæði Íslands. Það kostar pening og það þurfa Íslendingar að skilja. Á hverjum morgni yfir morgunkaffinu síðan 2008 hristir bloggritari höfuðið yfir hvernig landinu er stjórnað. Það verður áframhald á því.
Flokkur: Bloggar | 5.4.2025 | 10:21 (breytt kl. 12:32) | Facebook
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
Athugasemdir
Ég trúi nú ekki ÖLLU sem hún segir því enn standa yfir deilur um það hvort bæði hún og fyrrverandi Utanríkisráðherra hafi sag satt og rétt frá ástæðu lokuna sendiráðsins í Moskvu, fyrir tveimur árum. Og er þá eitthvað frekar til í þessum ummælum hennar??????
Jóhann Elíasson, 5.4.2025 kl. 11:22
Já Jóhann, ég hef líka mína efasemdir. Því miður er íslenska jafnaðarstjórnin - ESB stjórnin að reyna að troða okkur inn í ESB og er að tengja varnarmál við þessa umsókn. Innganga í ESB og þátttaka í Evrópuher.
Mér líst ekkert á að við förum inn í einhvern Evrópuher sem verður hvorki fugl né fiskur. Það er nefnilega þannig að þegar vinir manns lenda í slagsmálum, þá dregst maður inn í slík átök nauðugur. Það hefur geysað stríð í Evrópu í 2500 ár, bara smá hlé núna. Eins með Kanann, hans stríð verður okkar stríð ef barist verður á Atlantshafi.
Draumastaðan væri að Íslendingar væru hlutlausir og sæju um sínar eigin varnir líkt og Svisslendingar. Því miður er það ekki í boði.
Birgir Loftsson, 5.4.2025 kl. 12:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning