Kristrún: Þurfum að styrkja varnir Úkraínu enn frekar...!

Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra tók þátt í fjölmennum leiðtogafundi Evrópuríkja í Elysée-höll í París í vikunni. Meginefni fundarins var áframhaldandi hernaðarstuðningur við Úkraínu og farið var yfir hvernig tryggja megi sem styrkasta stöðu Úkraínu til framtíðar á þessum viðkvæma tímapunkti í stríðinu við Rússa segir á Útvarpi sögu.

Við þurfum ekki að velkjast í vafa hvar Ísland stendur en Kristrún hefur miklar áhyggjur af vörnum Úkraínu en litlar af vörnum Íslands. Þá áréttaði forsætisráðherra að Ísland hefði nýlega tvöfaldað framlög sín til stuðnings Úkraínu og myndi halda áfram að styrkja varnir landsins, til dæmis í gegnum danska frumkvæðið sem miðar að því að efla úkraínska vopnaframleiðslu og jarðsprengjuleit. Ísland myndi jafnframt leggja sitt af mörkum við áætlanir sem miðuðu að friðargæslu!

Er forsætisráðherra vor orðin alveg gal...? Hvar eru forgangsmálin í varnarmálum? Afskipti af fjarlægu stríði en algjör vanrækla gagnvart því sem nálgast kann að vera íslenskar hervarnir, en það er rekstrur Landhelgisgæslunnar.  Eina eftirlitsflugvél hennar kom í mánuðinum úr enn einni landamæra ferðinni (snýkjuferð til Evrópu) frá Miðjarðarhafinu en LHG getur ekki rekið þessa vél nema að láta FRONTEX borga fyrir rekstur hennar. Þessi vél eyðir 11 mánuðum til að verja landamæri Evrópu en á meðan eru Íslandsmiðin eftirlitslaus.

Það er alltaf verið að segja okkur að Íslendingar geti ekki rekið LHG sómasamlega, ekki sé til nægt fjármagn að reka fleiri skip en tvö, það þarf að leigja þyrlurnar, eftirlitsvélin þarf að vera í Miðjarðarhafinu o.s.frv. En á sama tíma rennar milljarðarnir í stríðshítið í Úkraínu. Bein framlag í ár í stríðsrekstur er 2 milljarðar en fleiri fara í efnahagsaðstoð.  Sannleikurinn er því að það eru til peningar, þeir fara bara ekki á rétta staði. Sem dæmi kostar um hálfan milljarðar að reka heimavarnir....

Það er frumskylda íslenskra stjórnvalda að tryggja varnir Íslands, ekki Úkraínu. Ef þau vilja styrja varnir Evrópu með þátttöku í þessu stríði, geta þau gert það með að vera ekki veikasti hlekkurinn í vörnum Evrópu.

Ekki er lengur hægt að ganga að tvíhliða varnarsamningnum við Bandaríkjunum vísum, ráðamenn þar eru með stórvelda drauma um PAN AMERICA stórveldi, þar sem Grænland og Kanada falla undir Bandaríkin. Kanada sem 51 ríki Bandaríkjanna skv. Trump en takið eftir að aldrei tala þeir um Grænland sem 52 ríki Bandaríkjanna! Af hverju skyldi það vera?  Bandaríkin eru nefnilega ekki bara 50 ríki, heldur hafa þau landsvæði sem þau ráða yfir. 

Eins og er, ráða Bandaríkin yfir sextán landsvæði (eða 17), þar af fimm sem tilheyra landafræðilega ekki Bandaríkin - Púertó Ríkó, Gvam, Norður-Maríanaeyjar, Ameríku-Samóa og Bandarísku Jómfrúaeyjar - hafa fasta íbúa sem eru bandarískir ríkisborgarar en lítil sem engin pólitísk réttindi sem hópar.

Ísland er bara steinsnar frá Grænlandi. Hvað ef draumar Kanans um upptöku Grænlands í Bandaríkin ganga ekki eftir? Snúa þeir sér að Íslandi?

Að lokum. Af hverju allur þessi mikli áhugi herlausrar þjóðar á stríði í Evrópu? Tengist þetta áhuga tveggja af þremur stjórnarflokkur á inngöngu í ESB?  Á að veðja á stríðsfákinn í Brussel í stað þess í Washington?  Frúrnar, formennirnir í stjórnarflokkunum hafa verið kallaðar valkyrjur, en kannski væri nær að líkja þeim við örlaga nornunum í Gísla sögu Súrsonar, sem spáðu honum skelfilegum dauðdaga á vígvelli. Það má því spyrja hvaða örlögum þær eru að boða okkur?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Mars 2025

S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Nýjustu myndir

  • Ikarus
  • Iceland-Def-Force-logo
  • ratsjár- og loftvarnakerfi Íslands
  • stríð
  • World war

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband