Varðandi hlutleysisstefnu Íslands og lög þar að lútandi

Arnar Þór Jónsson lögfræðingur segir að hlutleysisstefnan sé enn í gildi sem er athyglisverð túlkun.

Eins og bloggritari skilur þetta þá er saga hlutleysisstefnunnar þessi: 1918-1940 var Ísland hlutlaust land. Þegar Ísland varð fullvalda ríki árið 1918 var landið herlaust og fylgdi óopinberri hlutleysisstefnu. Íslensk stjórnvöld lýstu yfir hlutleysi við upphaf seinni heimsstyrjaldar 1939. 

Ísland gekk í Atlantshafsbandalagið (NATO) 1949, sem þýddi að landið hafði opinberlega sagt skilið við hlutleysi og skuldbundið sig til sameiginlegra varna. Tvíhliða varnarsamningurinn við Bandaríkin skuldbindur okkur til að ljá hafsvæðið við Íslandsstrendur og sland undir við átök við óvin Bandaríkjanna. Þannig að með aðild sinni að NATO og þátttöku í sameiginlegri vörn hefur það afnumið hlutleysisstefnu sína sem og varnarsamningnum við BNA.

En kannski á Arnar Þór við að það verði að afnema hlutleysis lögin formlega, til þess að þau veri ógild. 

Hvernig eru íslensk lög afnumin?

Í íslenskum rétti eru lög afnumin með þrennum hætti. Í fyrsta lagi með formlegu afnámi með nýjum lögum. Alþingi getur afnumið lög með því að samþykkja ný lög sem kveða á um afnám þeirra eldri laga. Þetta er oft gert með skýrum ákvæðum í nýjum lögum. Í öðru lagi með óbeinni niðurfellingu. Ef ný lög stangast á við eldri lög og engin skýr fyrirmæli eru um afnám þeirra eldri, gildir almenna reglan að eldri lög víkja fyrir nýjum, að því leyti sem þau eru ósamrýmanleg. Og í þriðja lagi með úreldingu eða óvirkni í framkvæmd. Lög geta orðið úrelt ef þau eru ekki lengur framkvæmd, þó þau hafi aldrei verið formlega afnumin. Í íslenskum rétti gilda þó almennt þau lög sem eru skráð, nema þau séu sérstaklega numin úr gildi eða úrskurðuð ólögleg af dómstólum.

Svo má bæta fjórðu leiðina við en hún er að lög verið metin ólögleg eða andstæð stjórnarskrá með úrskurði dómstóla, og þar með ekki lengur talist gild. Hæstiréttur hefur vald til að úrskurða lög ógild ef þau eru talin brjóta í bága við stjórnarskrá.

Spurningin er því, eru hlutleysislögin enn í gildi eða ógild eftir einum eða fleiri af fjórum ofantöldum leiðum?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Sveinn Hálfdánarson

Lög sem eru í gildi á Íslandi er að finna í lagasafninu. Sambandslögin er þar ekki að finna og eina vísunin til þeirra er í lögum um réttindi danskra ríkisborgara á Íslandi. Í lögunum kemur m.a. fram að Danmörk og ísland eru frjáls og fullvalda ríki, í sambandi um einn og sama konung og um samning þann, er felst i sambandslögunum. Nöfn beggja rikja eru lekin í heiti konungs.

Eitthvað hefur það farið fram hjá Arnari Þór að nú er Ísland lýðveldi þótt hann hafi boðið seig fram til embættis forseta Íslands.

Einar Sveinn Hálfdánarson, 26.3.2025 kl. 21:03

2 Smámynd: Birgir Loftsson

Takk fyrir ábendinguna Einar. 

Takk fyrir ábendinguna Einar. Eins og kemur fram í textanum þá tel ég upp fjórar leiðir til að lög falli niður. Þar segir "Í öðru lagi með óbeinni niðurfellingu. Ef ný lög stangast á við eldri lög og engin skýr fyrirmæli eru um afnám þeirra eldri, gildir almenna reglan að eldri lög víkja fyrir nýjum, að því leyti sem þau eru ósamrýmanleg." Þetta hlýtur að vera tilfellið hér.

Birgir Loftsson, 27.3.2025 kl. 10:17

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Mars 2025

S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband