Dyggðir og gildi (góð)borgarans

Hvaða eiginleika þyrfti íslenski borgarinn að hafa til teljast nytsamur þátttakandi í þjóðfélaginu? Hvernig var þetta til dæmis hjá Rómverjum? Hjá þeim var hinn góði borgari tengdur hugmyndum um dyggðugt líferni (virtus) og hollustu við ríkið. Hugmyndin um mos maiorum („hefðir forfeðranna“) var afar mikilvæg, sem fól í sér virðingu fyrir hefðbundnum gildum og siðferði.

Góður borgari þurfti að vera Virtus (karlmannleg dyggð): Hugrekki, sjálfsagi og ábyrgð, sérstaklega í hernaði. Pietas (hollusta og skyldurækni) með eiginleikum eins og tryggð við guði, fjölskyldu og ríkið. Þetta fól í sér virðingu fyrir foreldrum, forföðrum og lögum ríkisins. Gravitas (alvörugefni og virðuleiki).Að sýna stöðugleika, ábyrgð og alvöru í öllum aðstæðum. Fides (áreiðanleiki og trúmennska). Að vera heiðarlegur, trúr skuldbindingum sínum og standa við orð sín. Disciplina (agi). Sérstaklega í hernaði, þar sem hlýðni og agi voru talin lykilatriði fyrir góða borgara. Clementia (mildi): Stjórnmálamenn og hershöfðingjar voru hvattir til að sýna mildi gagnvart sigruðum óvinum og samlöndum sínum.

Í Róm var lögð meiri áhersla á skyldur borgarans við ríkið og stöðugleika samfélagsins. Segja má að Rómverjar töldu hinn góða borgara þurfa að vera ábyrgur, hugrakkur, réttlátur og virðulegur. Er þetta eitthvað sem hægt er að heimfæra yfir á nútíma Íslendinginn?  Hvernig var hann á miðöldum og í raun fram yfir árnýöld, því að Íslendingar lásu Íslendingabækurnar og aðrar bækur sem innihéldu lýsingar á þessum dyggðum.

Á miðöldum var hugmyndin um hinn "góða Íslending" mótuð af samfélagsgerð þjóðveldisins, siðferðisgildum norrænna manna og kristinni trú sem festist í sessi eftir kristnitökuna árið 1000.

Dyggðir sem voru mikils metnar í íslensku samfélagi á þeim tíma voru meðal annars drengskapur og heiður (á opinberum vettvangi, t.d. að standa við samninga og heiðurinn var mannorð viðkomandi); hugrekki og hreysti (sem er enn metið eins og sjá má af hversu margir stunda líkamsrækt); ráðsnilld og kænska (kunna leikreglur samfélagsins og geta farið eftir viturlegri stefnumörkun og sýna skynsemi í deilumálum); samlyndi og tryggð (gagnvart fjölskyldunni), hagsýni og þrautseigja (Lífsbaráttan á Íslandi var erfið, svo fólk þurfti að sýna þolgæði og aðlögunarhæfni). 

Síðan komu nýjar dyggðir með kristni á 11. öld. Eftir kristnitökuna var auðmýkt, gjafmildi og miskunnsemi einnig taldar mikilvægar dyggðir. Guðrækni jókst með tímanum, en samt lifðu eldri norrænar dyggðir áfram með kristnum gildum.

Þessar dyggðir má sjá endurspeglast í Íslendingasögum og Sturlunga sögu, þar sem persónur eru dæmdar eftir því hversu vel þær fylgja þessum gildum.

Hvaða dyggðir eru eiginlega eftir í nútíma þjóðfélagi Íslands? Hefur ekki flostnað upp öll mörk og menn fara bara sínu fram? Það má glitra í leifar af ofan greindum dyggðum. 

Barnamálaráðherra sýndi mikinn drengskap að segja af sér er hún lenti í sínu máli og viðhélt mannorði sínu (heiður).

Sjá má auðmýkt, gjafmildi og miskunarsemi enn í dag með sjálfboðastarfi og góðgerðarsamtökum.

En ekki er hægt að sjá þessa eiginleika hjá öllum Íslendingum, af hverju ekki? Vantar að kenna siðferði - heimspeki í grunnskólum? 

Ef börnin læra þetta ekki heima, þá verður skólinn að grípa inn í.  Ef við ætlum að hafa réttlátt þjóðfélag, viturlega stjórnað, þá verðum við að kenna börnunum að verða dyggðugir borgarar.

Þetta náðu Rómverja að gera með sína klassísku menntun sem viðhélt rómversku samfélagi í 1000 ár og lengur. Það er eins og siðbrot hafi átt sér stað og nútíma Íslendingurinn er áttavilltur. Hann hefur óljósar hugmyndir um hvað er gott og rangt, en honum er ekki kennt þetta markvisst.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Mars 2025

S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband