Er nokkuð vert að verja Ísland með hervaldi?

Bloggritari hefur kannski verið haldinn ranghugmyndum um Ísland og Íslendinga.  Hann hefur stúderað í bókstaflegri merkingu sögu Íslands, menningu og tungu í áratugi. Hann hóf sagnfræðinám meira til að fræðast um klassíska menningu, vildi þó fræðast um eigin menningu en fannst margt skrýtið hvernig Ísland þróaðist í gegnum aldir. Afstaðan til Íslands sögunnar var blendin. Plúsinn er að hér varðveitist norræn menningararfur, bókmenntirnar en þá er allt upptalið.  Saga Íslendinga er saga arðráns fárra yfir fjöldann og algjörar vesældar.

Sjálfselsk elíta sem tróð á meirihlutanum stjórnaði landinu en var ekki gáfaðri en það að hún gat ekki einu sinni byggt sér sómasamlegt húsnæði yfir sjálfa sig, eins og sjá má af að hér eru engar hallir, kastalar sem standa uppi eða gamlir bæir aðeins timburskemmur danskra kaupmanna frá 18. öld og fáeinar stjórnarbyggingar sem rugla má fyrir hýbýli efri millistéttarmanns frá Evrópu. Er elítan í dag nokkuð betri? Stjórnar hún af visku og hefur framtíðarsýn?

Líf Íslendingsins í gegnum aldir var myrkur, kuldi, sultur, sjúkdómar, undirlægjuháttur og almenn harneskja í harneskjulegu landi. Er það eitthvað til að vera stoltur af?  Þá segir bloggritarinn við sjálfan sig, já en hvað með bókmenntirnar? Réttlætir það ekki tilveru Íslendingsins? Jú, kannski ef hann vill halda í þá menningu sem bókmenntirnar varðveita, a.m.k. tungumálið og ræturnar við fortíðina. Og þráina eftir frelsið og þrjóskan við erlend yfirráð eins og sjá má af sjálfstæðisbaráttu íslenskra menntamanna á 19. og fram á 20. öld.

Væri betra að við værum hálf sjálfstæð eins og Færeyingar og bera frelsisþránna í brjósti? Eða upplifað sama og Norðmenn sem sannarlega þurftu að þola áþján nasista í seinni heimsstyrjöld og hafa ekki gleymt þeirri lexíu. Þeir vilja verja land sitt með kjafti og klóm. Vei þeim sem ræðst á Noreg í framtíðinni!

En eins og komið hefur verið inn á áður hér á blogginu, var Íslendingurinn ekki fyrr búinn að fá frelsið er hann hóf að afsala sér það í áföngum. Sjá pistilinn: Ris og hnignun Alþingis

Nú er svo komið að Ísleningar ætla sér beint í fang marghöfða þursann í Brussel sem hefur ekkert gert annað en að samræma helsið yfir frelsi Evrópubúans. Miðstýrt valdaapparat í Brussel sem ókjörnir embættismenn stjórna.  ESB hefur eitt sér kæft menningu Evrópubúa og gert þá að einsleitri hjörð. Evrópsk hámenning hornreka fyrir frumstæðri menningu úr suðri.

En áður en að því kemur, munu alþjóðasinnarnir á Alþingi, Evrópu aðdáendurnir, binda EFTA í gegnum EES samningum föstum böndum við ESB með bókun 35.

Bloggritari hefur talið að sjálfstæðisbaráttan hafi átt sér stað í áföngum, þar sem landið og lýður var fyrst frelsað en svo Íslandsmiðin/lögsagan í hafi. Og loka markið væri viljinn til að verja frelsið; að borgarnir væru tilbúnir að verja það með blóði, ef það væri ekki nema með táknrænum hætti. En Íslendingar hafa haga sér eins og snýkjudýr á evrópskum bræðrum og bandarískum og ætlast til að synir og dætur erlendra manna fórni lífi sínu fyrir frelsi Íslendingsins.

Og það þýðir ekkert fyrir Íslendinginn að halda að Ísland geti orðið hlutlaust land. Sá möguleiki varð úr sögunni strax um 1940. Ísland getur ekki sagt upp tvíhliðavarnarsamninginn við Bandaríkin né hætt í NATÓ og haft engar varnir eða verið hlutlaust. Því er þessi andstaða við að tala um varnarmál eða tala um stríðsæsing þegar talað er um að það þurfi að verja landið með einhverjum hætti dálítið undarleg.  Þú sem lest þetta, læsir húsi þínu á kvöldin, færð þér jafnvel þjófavarnarkerfi og treystir á að lögreglan komi til aðstoðar ef glæpamenn ráðast á heimilið, ekki satt? Ert þú haldinn ranghugmyndum? Sömu lögmál gilda fyrir ríki - þjóðarheimili og heimili borgarans.

Mannkynssagan kennir að það þarf að varðveita og verja frelsið með afli, alltaf, líka á friðartímum!

En þarf að verja þetta íslenska frelsi? Er ekki best að Ísland gangi í ESB, hætti allri sjálfblekkingu um að Íslendingar vilji vera Íslendingar áfram, tali íslensku og hafi íslenska menningu? Gerist bara borgríki, fjarstýrt frá Brussel, sem hefur þá búið til Evrópuher og getur sent evrópska dáta til verja Íslandshluta Evrópusambandsins?

Bloggritari er kannski bara haldinn ranghugmyndum að við eigum að verja frelsi okkar gegn öllum, líka svokölluðu "vinum", bæði úr vestri og austri. Að hér búi sjálfstæð þjóð, stolt og viljug til að verja sitt með kafti og klóm eins og hún gerði í Þorskastríðunum. Já, sjálfblekkingin getur verið mikil. Ef maður er orðinn útlendingur á Íslandi (maður þarf að tjá sig á ensku daglega til að komast í gegnum daginn), er ekki annars gott að vera útlendingur annars staðar, að minnsta kosti er hlýrra víðast annars staðar, lægra matvælaverð og ögn gáfaðri elíta til að stýra lýðnum. Kannski heldur fjölskyldutaugin frekar en ættjarðartaugin margan Íslendinginn við landið....


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Mörg góð "bloggin" hefur þú skrifað en ég held að þetta slái þeim öllum við......

Jóhann Elíasson, 20.3.2025 kl. 09:06

2 Smámynd: Birgir Loftsson

Takk Jóhann, sömuleiðis! Gaman að lesa þín.

Birgir Loftsson, 20.3.2025 kl. 10:57

3 Smámynd: Emil Þór Emilsson

Þetta er sorglegt ástand, Bandaríkin að semja um frið við Rússa á meðan Evrópa er greinilega í eigu WEF/Blackrock og ætla að eyða lífeyrissparnaði almennings í vopn og styrjaldir.

Við stefnum því miður í sömu átt

Emil Þór Emilsson, 20.3.2025 kl. 11:54

4 Smámynd: Sæmundur G. Halldórsson

Hættu Danir að tala og nota dönsku daginn sem þeir gengu í EBE 1973? 

Mér er sama hvaða skoðun menn hafa á ESB í sjálfu sér eða hugsanlegri inngöngu Íslands í það samstarf en það er þreytandi að sjá endalausar rangfærslur um þessi mál vaða uppi.

ESB hefur með styrkjum og stuðningi af ýmsu tagi þvert á móti stutt við brothætt tungumál eins og írsku, maltnesku og fleiri tungur. Ein meginregla í ESB er að kjörnir fulltrúar eiga að geta notað móðurmálið í öllum sínum störfum í Sambandinu og því starfar þar hjörð túlka og þýðenda. Ísland greiðir í dag allan kostnað við þýðingar EES og Schengen texta en aðildarríki fá slíkan kostnað greiddan úr sameiginlegum sjóð.

Ísland er í dag ekki ESB ríki en gróðafíkn og kæruleysi um eigin tungu og menningu hefur skapað það ástand að hér verður fólk að grípa til ensku alla daga við hversdagslegar aðstæður. Það kemur ESB því ekki hætishót við.

Síðan er versta rangfærslan sú að ,,ókjörnir embættismenn" ráði öllu í Brussel. Sannleikurinn er sá að ESB setur engin lög nema þau hafi farið fyrir ráðherra aðildarríkjanna (Ráðherraráðið er valdamest og þar sitja aðeins kjörnir ráðherrar úr ríkisstjórnum sinna landa!), einnig fyrir Evrópuþingið þar sem þingmenn eru kjörnir beinni kosningu! Framkvæmdastjórnin (sem skipuð er embættismönnum) leggur tillögur/frumvörp fram en ræður engu um framhaldið. 

Á vegum ESB fer fram lýðræðiðslegasta samstarf alþjóðastofnunar sem til er. Ekki vottar fyrir lýðræði hjá S. Þj. o. fl. 

Öðru er ég sammála: værukærð og leti íslenskrar yfirstéttar hamlaði framþróun um aldir miklu fremur en meint erlend kúgun.

Síðan er lygilegt með hve barnalegum hætti fullorðið fólk leyfir sér að blaðra um varnarmál. 

Sæmundur G. Halldórsson , 20.3.2025 kl. 12:03

5 Smámynd: Birgir Loftsson

Þannig að við erum bæði sammála Sæmundur og ósammála. Það er bara gott mál. Takk fyrir innlegg þitt! Sammála Emill.

Birgir Loftsson, 20.3.2025 kl. 13:11

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Mars 2025

S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Nýjustu myndir

  • Ikarus
  • Iceland-Def-Force-logo
  • ratsjár- og loftvarnakerfi Íslands
  • stríð
  • World war

Af mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband