Bloggritari hefur kannski verið haldinn ranghugmyndum um Ísland og Íslendinga. Hann hefur stúderað í bókstaflegri merkingu sögu Íslands, menningu og tungu í áratugi. Hann hóf sagnfræðinám meira til að fræðast um klassíska menningu, vildi þó fræðast um eigin menningu en fannst margt skrýtið hvernig Ísland þróaðist í gegnum aldir. Afstaðan til Íslands sögunnar var blendin. Plúsinn er að hér varðveitist norræn menningararfur, bókmenntirnar en þá er allt upptalið. Saga Íslendinga er saga arðráns fárra yfir fjöldann og algjörar vesældar.
Sjálfselsk elíta sem tróð á meirihlutanum stjórnaði landinu en var ekki gáfaðri en það að hún gat ekki einu sinni byggt sér sómasamlegt húsnæði yfir sjálfa sig, eins og sjá má af að hér eru engar hallir, kastalar sem standa uppi eða gamlir bæir aðeins timburskemmur danskra kaupmanna frá 18. öld og fáeinar stjórnarbyggingar sem rugla má fyrir hýbýli efri millistéttarmanns frá Evrópu. Er elítan í dag nokkuð betri? Stjórnar hún af visku og hefur framtíðarsýn?
Líf Íslendingsins í gegnum aldir var myrkur, kuldi, sultur, sjúkdómar, undirlægjuháttur og almenn harneskja í harneskjulegu landi. Er það eitthvað til að vera stoltur af? Þá segir bloggritarinn við sjálfan sig, já en hvað með bókmenntirnar? Réttlætir það ekki tilveru Íslendingsins? Jú, kannski ef hann vill halda í þá menningu sem bókmenntirnar varðveita, a.m.k. tungumálið og ræturnar við fortíðina. Og þráina eftir frelsið og þrjóskan við erlend yfirráð eins og sjá má af sjálfstæðisbaráttu íslenskra menntamanna á 19. og fram á 20. öld.
Væri betra að við værum hálf sjálfstæð eins og Færeyingar og bera frelsisþránna í brjósti? Eða upplifað sama og Norðmenn sem sannarlega þurftu að þola áþján nasista í seinni heimsstyrjöld og hafa ekki gleymt þeirri lexíu. Þeir vilja verja land sitt með kjafti og klóm. Vei þeim sem ræðst á Noreg í framtíðinni!
En eins og komið hefur verið inn á áður hér á blogginu, var Íslendingurinn ekki fyrr búinn að fá frelsið er hann hóf að afsala sér það í áföngum. Sjá pistilinn: Ris og hnignun Alþingis
Nú er svo komið að Ísleningar ætla sér beint í fang marghöfða þursann í Brussel sem hefur ekkert gert annað en að samræma helsið yfir frelsi Evrópubúans. Miðstýrt valdaapparat í Brussel sem ókjörnir embættismenn stjórna. ESB hefur eitt sér kæft menningu Evrópubúa og gert þá að einsleitri hjörð. Evrópsk hámenning hornreka fyrir frumstæðri menningu úr suðri.
En áður en að því kemur, munu alþjóðasinnarnir á Alþingi, Evrópu aðdáendurnir, binda EFTA í gegnum EES samningum föstum böndum við ESB með bókun 35.
Bloggritari hefur talið að sjálfstæðisbaráttan hafi átt sér stað í áföngum, þar sem landið og lýður var fyrst frelsað en svo Íslandsmiðin/lögsagan í hafi. Og loka markið væri viljinn til að verja frelsið; að borgarnir væru tilbúnir að verja það með blóði, ef það væri ekki nema með táknrænum hætti. En Íslendingar hafa haga sér eins og snýkjudýr á evrópskum bræðrum og bandarískum og ætlast til að synir og dætur erlendra manna fórni lífi sínu fyrir frelsi Íslendingsins.
Og það þýðir ekkert fyrir Íslendinginn að halda að Ísland geti orðið hlutlaust land. Sá möguleiki varð úr sögunni strax um 1940. Ísland getur ekki sagt upp tvíhliðavarnarsamninginn við Bandaríkin né hætt í NATÓ og haft engar varnir eða verið hlutlaust. Því er þessi andstaða við að tala um varnarmál eða tala um stríðsæsing þegar talað er um að það þurfi að verja landið með einhverjum hætti dálítið undarleg. Þú sem lest þetta, læsir húsi þínu á kvöldin, færð þér jafnvel þjófavarnarkerfi og treystir á að lögreglan komi til aðstoðar ef glæpamenn ráðast á heimilið, ekki satt? Ert þú haldinn ranghugmyndum? Sömu lögmál gilda fyrir ríki - þjóðarheimili og heimili borgarans.
Mannkynssagan kennir að það þarf að varðveita og verja frelsið með afli, alltaf, líka á friðartímum!
En þarf að verja þetta íslenska frelsi? Er ekki best að Ísland gangi í ESB, hætti allri sjálfblekkingu um að Íslendingar vilji vera Íslendingar áfram, tali íslensku og hafi íslenska menningu? Gerist bara borgríki, fjarstýrt frá Brussel, sem hefur þá búið til Evrópuher og getur sent evrópska dáta til verja Íslandshluta Evrópusambandsins?
Bloggritari er kannski bara haldinn ranghugmyndum að við eigum að verja frelsi okkar gegn öllum, líka svokölluðu "vinum", bæði úr vestri og austri. Að hér búi sjálfstæð þjóð, stolt og viljug til að verja sitt með kafti og klóm eins og hún gerði í Þorskastríðunum. Já, sjálfblekkingin getur verið mikil. Ef maður er orðinn útlendingur á Íslandi (maður þarf að tjá sig á ensku daglega til að komast í gegnum daginn), er ekki annars gott að vera útlendingur annars staðar, að minnsta kosti er hlýrra víðast annars staðar, lægra matvælaverð og ögn gáfaðri elíta til að stýra lýðnum. Kannski heldur fjölskyldutaugin frekar en ættjarðartaugin margan Íslendinginn við landið....
Flokkur: Bloggar | 20.3.2025 | 08:08 (breytt kl. 13:01) | Facebook
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Ágúst 2025
- Júlí 2025
- Júní 2025
- Maí 2025
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
Athugasemdir
Mörg góð "bloggin" hefur þú skrifað en ég held að þetta slái þeim öllum við......
Jóhann Elíasson, 20.3.2025 kl. 09:06
Takk Jóhann, sömuleiðis! Gaman að lesa þín.
Birgir Loftsson, 20.3.2025 kl. 10:57
Þetta er sorglegt ástand, Bandaríkin að semja um frið við Rússa á meðan Evrópa er greinilega í eigu WEF/Blackrock og ætla að eyða lífeyrissparnaði almennings í vopn og styrjaldir.
Við stefnum því miður í sömu átt
Emil Þór Emilsson, 20.3.2025 kl. 11:54
Hættu Danir að tala og nota dönsku daginn sem þeir gengu í EBE 1973?
Mér er sama hvaða skoðun menn hafa á ESB í sjálfu sér eða hugsanlegri inngöngu Íslands í það samstarf en það er þreytandi að sjá endalausar rangfærslur um þessi mál vaða uppi.
ESB hefur með styrkjum og stuðningi af ýmsu tagi þvert á móti stutt við brothætt tungumál eins og írsku, maltnesku og fleiri tungur. Ein meginregla í ESB er að kjörnir fulltrúar eiga að geta notað móðurmálið í öllum sínum störfum í Sambandinu og því starfar þar hjörð túlka og þýðenda. Ísland greiðir í dag allan kostnað við þýðingar EES og Schengen texta en aðildarríki fá slíkan kostnað greiddan úr sameiginlegum sjóð.
Ísland er í dag ekki ESB ríki en gróðafíkn og kæruleysi um eigin tungu og menningu hefur skapað það ástand að hér verður fólk að grípa til ensku alla daga við hversdagslegar aðstæður. Það kemur ESB því ekki hætishót við.
Síðan er versta rangfærslan sú að ,,ókjörnir embættismenn" ráði öllu í Brussel. Sannleikurinn er sá að ESB setur engin lög nema þau hafi farið fyrir ráðherra aðildarríkjanna (Ráðherraráðið er valdamest og þar sitja aðeins kjörnir ráðherrar úr ríkisstjórnum sinna landa!), einnig fyrir Evrópuþingið þar sem þingmenn eru kjörnir beinni kosningu! Framkvæmdastjórnin (sem skipuð er embættismönnum) leggur tillögur/frumvörp fram en ræður engu um framhaldið.
Á vegum ESB fer fram lýðræðiðslegasta samstarf alþjóðastofnunar sem til er. Ekki vottar fyrir lýðræði hjá S. Þj. o. fl.
Öðru er ég sammála: værukærð og leti íslenskrar yfirstéttar hamlaði framþróun um aldir miklu fremur en meint erlend kúgun.
Síðan er lygilegt með hve barnalegum hætti fullorðið fólk leyfir sér að blaðra um varnarmál.
Sæmundur G. Halldórsson , 20.3.2025 kl. 12:03
Þannig að við erum bæði sammála Sæmundur og ósammála. Það er bara gott mál. Takk fyrir innlegg þitt! Sammála Emill.
Birgir Loftsson, 20.3.2025 kl. 13:11
Ég þekki þessi rök Sæmundar, því faðir minn var í Alþýðuflokknum, nú í Samfylkingunni og samband okkar væri betra ef við værum sammála í pólitík.
Samt er margt rétt í því sem hann segir og skömmin er mest Íslendinga sjálfra að standa ekki í lappirnar betur.
Ég finn að Sæmundur hefur metnað fyrir hönd íslenzku þjóðarinnar og þjóðerniskennd. Það er meira en hægt er að segja um marga sem eru steinsofandi um þetta, hvort sem það eru ESB-sinnar eða ESB-andstæðingar.
En ég er sammála Birgi um að margir kostir fylgi því að hafa íslenzkan her. Margir draga þetta sundur og saman í háði, og rétt er að hann verður aldrei eins sterkur og herir stórþjóðanna, en slíkur her myndi þó staðfesta að ungt fólk telji það vert að verja landið, það væri staðfesting á lifandi þjóðerniskennd en ekki bara í ræðum stjórnmálamanna, sem eru svo ekkert nema hræsni.
Þannig að ég vil standa með Birgi í þessu.
Ég vil segja það við Sæmund að ég er ekki alfarið á móti ESB-aðild, einfaldlega vegna þess að ég þekki svo vel þennan málflutning frá minni föðurfjölskyldu um kosti ESB-samstarfsins og það er ekki alveg hægt að vísa þeim rökum á bug. Engu að síður er Gunnar Rögnvaldsson bæði rökfastur og beittur, og einn bezti ESB andstæðingurinn hér á blogginu. Ég vil vísa í hans sterku rök og málflutning gegn ESB. Ekki er hægt að neita því sem hann hefur skrifað um, hversu mikil hnignun þar er á ferðinni.
Þar af leiðandi finnst mér það ekki fráleitt að ég styðji ESB aðild eða kjósi með henni þegar þar að kemur, sérstaklega í ljósi þess hvernig við Íslendingar höfum klúðrað mörgu.
Þó er ég ekki viss. Ég ólst upp við ESB andúð hjá ömmu og afa. Þar var mitt æskuheimili í raun sem hafði mikil áhrif á mig og mínar skoðanir.
Ingólfur Sigurðsson, 20.3.2025 kl. 18:55
"En áður en að því kemur, munu alþjóðasinnarnir á Alþingi, Evrópu aðdáendurnir, binda EFTA í gegnum EES samningum föstum böndum við ESB með bókun 35."
Bókunin var gerð við samninginn fyrir 30 árum síðan. Það er ekkert að fara að gerast hugsanlega einhverntímann á næstunni heldur er það löngu búið að gerast.
Svo má hver hafa sína skoðun á því.
Guðmundur Ásgeirsson, 20.3.2025 kl. 19:37
Sæll Ingólfur, takk fyrir viðbót þína. Stærstu rökin gegn ríkjasambandi eins og ESB er sagan sjálf. Ekkert slíkt eða heimsveldi lifir að eilífu. Upprisa og fall heimsvelda er hraðari í dag en áður. Sovétríkin náðu ekki að lifa af heila öld. Ætlunin var að geta efnahagsbandalag er ESB var stofnað upphaflega en úr því hefur það þróaðst í gervi stórveldi, búrikratiu veldi sem segist berjast fyrir Evrópu en er að drepa allan anda úr Evrópumönnum. Nýjasta dæmið er að ESB er þegar búið að tapa baráttunni um gervigreindina. Þegar Evrópa fellur, verður það snöggt og með miklum hvelli.
Birgir Loftsson, 20.3.2025 kl. 19:41
Látum Margaret Thatcher leggja hér orð í belg: https://www.facebook.com/share/r/14uRr74uYjr/
Birgir Loftsson, 20.3.2025 kl. 20:24
Varðandi bráðan dauðdaga heimsvelda eða ríkjasambanda má nefna að hernaðarbandalög geta líka hlotið þau örlög. Flest bendir núna til þess að Trump sé að drepa endanlega varnarbandalagið Nató sem við höfum treyst fyrir öllum okkar vörnum. Um alla Evrópu eru menn vaknaðir upp við vondan draum og eru að vígbúast af kappi. Annað eins hefur ekki sést í 80 ár. Pólland hefur nú þegar stærsta her Evrópu og stefnir að því að verja 5% landsframleiðslu til hermála! Þýskaland hefur afnumið öll takmörk á eyðslu í þennan málaflokk og ESB ætlar að eyða 800 milljörðum til þess sama. Þetta er auðvitað líka efnahags- og iðnaðarpólitík. ESB er því nú þegar orðið hernaðarbandalag. Flestar þjóðirnar eru reyndar í Nató, þannig að Nató með Kanada gæti einfaldlega orðið hernaðarhlið ESB að Bandaríkjunum horfnum af vettvangi.
Þá er stóra spurningin hvar Ísland ætlar að standa. Enginn treystir lengur á Bandaríkin, hvorki stór né smá ríki. Ætlum við að treysta á að kjafthákurinn og gjaldþrotasnillingurinn Trump komi okkur til hjálpar í neyð?
Það blasir við að landið þarf að byggja upp varnarviðbúnað með sérhæfðu og til þess menntuðu fólki. Síðan þarf að bindast traustum tengslum við bandamenn sem hægt er að treysta.
Sæmundur G. Halldórsson , 21.3.2025 kl. 12:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.