Seðlabanki Íslands á gullforða. En það kemur kannski á óvart að hann er geymdur í Lundúnum. Maður spyr sig hvort það sé fullvalda ríki sem geymir allan gullforðann sinn utan landsteinanna? Gullforðinn er hluti af gjaldeyrisforða segir Seðlabankinn.
Seðalbankastjóri segir að gullforðinn hefur verið nýttur í ákveðnum samningum erlendis með reglulegu millibili en þeir samningar hafa gefið af sér ákveðna ávöxtun. Gullforðinn hefur þannig verið geymdur erlendis í fjölmarga áratugi frá því fyrir eða um síðari heimsstyrjöld, þ.e.a.s. í Bretlandi. En hvað eiga þeir mikið af gulli? Þeir eiga 300 tonn.
Gullforði Seðlabanka Íslands er u.þ.b. 2 tonn árið 2012 eða um 6 grömm á hvern Íslending. Það gerir hann að 95. stærsta opinbera gullforða heims, stærri en gullforðar Albaníu, Jemens og Hondúras. Er það lítið? Einu sinni var gengi gjaldmiðils tryggt með gullfæti (trygging í gulli). Bandaríkjadollari minnkaði gildi sitt um leið og Bandaríkjamenn hættu að binda hann við gullfót í tíð Nixons.
Sum sé, gull sem hlutfall af heildar gjaldeyrisvaraforða var aðeins 2%. Spurning er hvort það sé nóg? Til samanburðar áttu Norðmenn 52 tonn árið 1940 en þeim tókst með ævintýralegum hætti að forða honum úr landi er nasistar réðust inn í landið. Sá forði dugði til að halda uppi útilagastjórn Norðmanna og uppbyggingu atvinnulífsins eftir stríð.
Í ljósi þess að rafmyntir eru komnar til sögunnar, gengi gjaldmiðla rokkar til og frá (með enga veðtryggingu í gulli), væri ekki svo vitlaust að Seðlabanki myndi hækka hlutfalls gulls í gjaldeyraforða sínum úr meira en 2%. Gull hefur alltaf haldið gildi sínu í gegnum árþúsund.
Flokkur: Bloggar | 19.3.2025 | 15:14 (breytt kl. 18:48) | Facebook
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
Athugasemdir
Flott færsla og ég tek heilshugar undir allt sem þar kemur fram. Varðandi öryggið með að geyma gullið í London, þá þarf nú ekki að fara lengra en í HRUNIÐ til að finna eitthvað að þessari ráðstöfun, ég man ekki betur en að Bretar hafi sett "HRYÐJUVERKALÖG" á Ísland og þar með er "FRYST" ALLT fjármagn viðkomandi lands, sem er innan landamæranna. Auðvitað eigum við að gæta gjaldeyrisforða okkar sjálf.......
Jóhann Elíasson, 19.3.2025 kl. 15:38
Einmitt Jóhann, þessi grein er skot á gull notkun Seðlabankans.
Birgir Loftsson, 19.3.2025 kl. 16:51
Reyndar er ekki alveg allt gull í eigu Seðlabanka Íslands geymt í London. Lítill hluti þess er nefnilega geymt á Íslandi.
Gullforðinn samanstendur annars vegar af gullstöngum og hins vegar mynt þ.e. gömlum gullkrónum (já þær eru ennþá til).
Langstærsti hlutinn er vissulega í formi gullstanga og þær eru geymdar hjá Seðlabanka Bretlands (Englandsbanka).
Aftur á móti eru gömlu gullkrónurnar geymdar í hvelfingu Seðlabanka Íslands við Kalkofnsveg í Reykjavík. Þetta var sýnt í gömlu innslagi í fréttum eða fréttatengdu efni Stöðvar 2 fyrir mjög löngu síðan. Upptaka af þessu var til á YouTube en núna finn ég hana ekki í fljótu bragði.
Það sem kom mér helst á óvart í innslaginu var við hversu ómerkilegar aðstæður þessar sögulega merkilegu gullkrónur voru geymdar. Þeim virtist bara hafa verið hellt ofan í nokkur málmílát sem minntu einna helst á málningarfötur og svo var ílátunum staflað upp í hillur. Hillurnar voru ekki í sérstöku lokuðu rými heldur einhversstaðar til hliðar í hvelfingunni þar sem eru einnig geymslur fyrir nútíma seðla og mynt sem eru gerð úr verðlitlum málmum og pappír.
Ég myndi vilja að þessum sögulega merkilegu gullkrónum væri fundin virðulegri geymslustaður. Einhversskonar sérhvelfing þar sem þeim væri raðað snyrtilega upp í stað þess að liggja í hrúgum í einhverjum málmdollum. Til að tryggja öryggi þeirra þyrfti sú hvelfing væntanlega að vera harðlæst og lokuð en það mætti setja upp vefmyndavél þar inni til að gera almenningi kleift að skoða herlegheitin úr fjarlægð. Einnig mætti taka nokkur stykki fram og hafa til sýnis í myntsafninu sem er aðgengilegt almenningi, til dæmis í sérstökum öryggisskáp á bak við hert gler til að tryggja öryggi þeirra.
Guðmundur Ásgeirsson, 19.3.2025 kl. 17:31
Guðmundur, þegar SB sýndi gullstöng á sýningu, þurfti hann að senda eftir henni til Bretlands! Pistillinn fjallar eiginlega um hversu viturlegt það er að geyma gullforðann hjá þjóð sem ein þjóða hefur gert innrás í Ísland og lýst landið hryðjuverkaríki! Sett á okkur efnahagsþvingarnir í þorska stríðunum. Bretarnir hafa verið sannir vinir og við getum látið þá geyma gullið okkar í bókstaflega merkinug! Ekki satt!
Birgir Loftsson, 19.3.2025 kl. 18:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning