200 milljónir í hraðahindranir á handónýtum götum

Reykjavík er staður sem maður reynir að forðast í lengstu lög. Það er erfitt að ferðast um borgina. Það er rukkað fyrir allt í fröken Reykjavík. Ef bílnum er lagt, þarf að borga háar upphæðir. Ef keyrt er um borgina þá eru endalaus ljósagatnamót (og gangbrautaljós á Miklubraut!) og lítið reynt að snjallvæða götuvita. Úr þessu skapast umferðaumþveiti og tímatap.

Nú þegar keyrt er eftir stofnbrautum, er eins það sé keyrt eftir járnbrautteinum, svo djúp eru hjólförin á götunum. Í rigningu má vegfarandi þakka fyrir að fljóta ekki út í kant. Þá verður honum litið til hliðar og sér hann þá hraðbrautir hjólreiðastíga. Rennisléttar og vel gerðar, tvíbreiðar og með fallegum brúm yfir götur. Ekkert til sparað fyrir þá fáu sem hætta sig út í rysjótt veður á hjólum og geta það heilsunar vegna.

Þá komum við að hraðahindrunum (umferðahindrunum) borgarinnar. Það er til nægur peningur í að leggja stein í götu borgaranna en ekki í að sópa götur. Ómögulegt er að komast að því hversu margar hraðahindranir eru í borginni.  Hér kemur vísbending frá vefsetri Eiríks Jónssonar GUNNLAUGUR TALDI HRAÐAHINDRANIR Í REYKJAVÍK:

„Ég keyrði í fyrradag norður Kringlumýrarbrautina,“ segir Gunnlaugur Auðunn Júlíusson landsþekktur langhlaupari og sveitarstjórnarmaður um árabil:
„Svo beygði ég af henni austur Borgartún fram hjá sundlauginni í Laugardal, upp að Hrafnistu við Austurbrún og stoppaði þar smá stund.
 
Síðan keyrði ég Dyngjuveg niður á Langholtsveg, austur hann og síðan suður Skeiðarvog yfir Miklubrautina og heim í Rauðagerði.
Eftir að ég beygði út af Kringlumýrarbrautinni þá fór ég að telja hraðahindranir á fyrrgreindri leið.
Alls taldi ég rúmlega 20 hraðahindranir frá beygjunni út af Kringlumýrarbrautinni, þangað til ég kom heim, en þessi leið er nálægt 2,5 km. Sumar þeirra eru örstuttu millibili."
 
Sum sé, hraðahindrun á rúmum 100 metra millibili! Bíltíkurnar ná ekki einu sinni að komast upp í 30 km hraða þegar bílstjórarnir þurfa að hemla aftur og hossast yfir hraðahindun. Það er svo sérkapituli fyrir sig hversu illa þær eru gerðar. Brattinn svo mikill að það er eins og verið sé að keyra á kant.
 
Höfuðborgarsvæðið eitt Norðurlanda hefur hraðahindranir á strætisvagnaleiðum. Bloggritari þekkir strætisvagna bílstjóra sem keyrði eina leið, margsinnum á dag á vakt sinni og uppskar úr því brjósklos. Hann er hættur sem strætisvagna bílstjóri. Fyrir utan það að það þarf að styrkja undirvagna strætisvagna til þess að þeir þoli álagið. Sama gildir um einkabílinn, hjólabúnaður eyðileggst fyrr í þessum ófærum. Talandi ekki um meiri eldsneytis eyðslu og mengun.
 
Á árinu 2025 á að eyða pening í hraðahindranir eins og sjá má af vef Reykjavíkurborgar. Þar segir:

Á árinu 2025 verða endurgerðar eftirtaldar hraðahindranir: 

  • Við Álfheima í Laugardal 
  • Við Skeiðarvog í Laugardal 
  • Við Listabraut í Háaleitis- og Bústaðahverfi 
  • Við Langarima í Grafarvogi 
  • Í Norðurfelli við Fannarfell 
  • Í Norðurfelli við Eddufell 
  • Í Suðurhólum 
  • Í Austurbergi við Suðurhóla 
  • Í Vesturhólum við Arahóla

Áætlaður heildarkostnaður við framkvæmdirnar er 200 milljónir króna. Markmiðið með verkefninu er að bæta öryggi og aðgengi vegfarenda segja snillingarnir í Reykjavík. Hver umferðahindrun kostar um 20 milljónir. Það er hægt að malbika drjúgan spotta fyrir þann pening.

Hér er ekki verið að segja að hraðahindranir eigi ekki rétt á sér við vissum aðstæðum, t.d. við skóla. En eru þær bara ekki orðnar of margar? Ein á 100 metra milli bili eins og kom hér fram að ofan.  Það má til dæmis koma með fleiri undirgöng eða göngubrýr.


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Mars 2025

S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband