Varnarmál eru mál málana í dag. Íslenskir ráðamenn eru að krafsa í bakkann og reyna að sýna viðleitni til að efla "varnir" Íslands. Veruleiki stórveldis pólitíkurnar hefur neytt þá niður á jörðina því í ljós hefur komið, eins og bloggritari hefur minnst á í áratugi, að engum er treystandi.
Staðreyndin er að ríki eiga bara hagsmuni, ekki vini. Hvernig væri hér umhorfs ef Trump væri með sama yfirgang gagnvart Íslandi og hann sýnir Grænland? Allt brjálað.
Nóta bene, Grænlandsmálið snýst ekki um öryggishagsmuni Bandaríkjanna, þeir geta fengið eins margar herstöðvar og þeir vilja á Grænlandi í samvinnu við Dani. Það er enginn að stoppa Trump. Pólitík hans er augljós öllum þeim sem vilja sjá, hann vill gera Norður-Ameríku, frá Panama til Grænland með Kanada innanborðs að nýjum Bandaríkjum! Ríki á par við Rússland að stærð. En aftur að hagmunum Íslands.
Margt hefur verið sagt um varnir Íslands og nánast allt út í hött. Fullyrðingum án tölfræðilegra gagna slengt fram og sagt, svona er þetta, Íslendingar eru varnarlausir og við getum ekkert gert okkur til varnar. Og þá er farið gamalkunnar leiðir, ruglast á bakarann og smiðinn, og sett fjármagn í lögreglu og Landhelgisgæsluna! Þetta er bara ekki sami hlutinn.
Hverjar eru aðgerðir núverandi ríkisstjórnar? Jú, það á að fjölga í lögreglunni um 200 manns. Gott og vel, gott fyrir varnir gegn glæpum. Svo á lappa upp á ræfilslega Landhelgisgæslu! Afgömul og úreld eftirlitsflugvél Landhelgisgæslunnar á að hætta að vera í landamæraeftirliti á Miðjarðarhafi (FRONTEX) í 11 mánuði og láta sjá sig við Ísland meira en einn mánuð á ári! Svo segir forstjóri LHG að þeim vanti ekki tæki, heldur mannskap! Það hefði verið hægt að dekka eftirlitið með lögsögu Íslands (lögreglu aðgerð, ekki her aðgerð) með því að kaup ódýra dróna frá Ísrael (kostar 200 milljónir kr. ódýrasta týpan) og LHG fékk að láni um árið með góðum árangri. Landhelgin gæti verið vöktuð úr lofti 24/7, því enginn er um borð og einn maður á jörðu stjórnar úr stjórnstöð.
Svo er keyptur ómannaður neðansjávardróni, hér kallaður kafbátur af Íslendingum! Íslensk uppfinning og sjálfsagt ódýr. Ekki vitlaust, því að sæstrengirnir sem liggja til Íslands eru óvarðir. En erfitt er að sjá að einn neðansjávardróni geti vaktað sæstrengina alla leið og alltaf. Ef óvinir ákveða að slíta sæstreng, er ekkert sem kemur í veg fyrir það. Dæmin úr Eystrasalti sanna það.
Bloggritari hefur reiknað út kostnaðinn við stofnkostnað fastahers. Þessir útreikningar eru í skýrsluformi og verða ekki birtir hér. Aðeins heildarkostnaður. Hér er miðað við undirfylki hers (e. company) upp á 250 manns. Þetta er lægsta mögulega stærð hers. Tekið er mið af annars vegar hefðbundið fótgöngulið og hins vegar vélvætt fótgöngulið sem lágmarks mannskapur og tvö eldflauga batterí til að verja höfuðborgarsvæðið og Suðurnesin.
- Grunn undirfylki fyrir Ísland myndi kosta að minnsta kosti 3.486.250.000 m.kr. að stofna og 2.091.750.000 m.kr. + á ári að viðhalda.
- Vélvæddur herafli kostar ca. 6.972.500.000 m.kr. + til að setja upp og 3.486.250.000 - 8.367.000.000 m. kr. á ári til að viðhalda.
- Tvö eldflauga batterí. Kostnaður er ca. 14. milljarðar króna ef notað er svipað eldflaugakerfi og Norðmenn hafa.
Heildar stofnkostnaður ef allt er tekið með inn í reikninginn, 18,5 milljarða króna ef grunn fótgöngulið ásamt tveimur eldflauga batteríum er valið en 21,0 milljarða króna ef vélvætt fótgöngulið er valið.
Árlegur rekstrar kostnaður er 2-8 milljarðar króna. Er þetta óyfirstíganlegt?
Með því að taka inn NATÓ í dæmið. gæti dregið verulega úr kostnaði með því að bjóða upp á þjálfun, búnað og samnýtingu herstöðva. Í raun er mjög ólíklegt að Íslendingar einir beri upp kostnaðinn, því að sjóðir NATÓ og Bandaríkjanna eru digrir og fyrirséð að þeir verða stærri næstu misseri. Sjá: NATO Security Investment Programme (NSIP).
Að lokum. Arnór Sigurjónsson talar um í bók sinni Íslenskur her um að lágmarks fjöldi í íslenskum her yrði að vera um 1000 manns og 500 manna varalið á stærð við herfylki (e. Battalion). Ólíklegt er að pólitískur vilji sé fyrir svo stóru skrefi. En það má vinna að þessu í skrefum.
Allra ódýrasta leiðin er að stofna hér heimavarnarlið, sem gæti gengið undir heitunum Þjóðvarðlið eða Varnarlið. Rekstur slíkra eininga er ódýr. Sem dæmi starfar Þjóðvarðlið Bandaríkjanna aðeins í einn mánuð á ári en foringjarnir eru atvinnumenn.
Launakostnaður (250 manns) er um 500 milljónir+. Búnaður, rekstur og vopn: Ef notuð væru létt skotvopn, drónar, farartæki og loftvarnakerfi gæti stofnkostnaður verið frá 2-10 milljörðum króna (fer eftir umfangi). Aðstaða og þjálfun: Ef nota ætti núverandi innviði (t.d. öryggissvæði við Keflavík) væri kostnaður lægri.
Veikleikinn eftir sem áður verður loftvarnir. Það er alveg ljóst að Íslendingar hafa ekki efni á að kaupa herþotur. Það verður áfram úthýst til bandamanna. En eldflauga batterí er raunhæf leið.
Áður en menn froðufella kaffið er þeir lesa þetta, þá geta þeir huggað sig við að þetta eru aðeins hugleiðingar bloggritara sem kosta ekki krónu!
Íslensk pólitík sér til þess að lítið verður gert og það sem verður gert, verður í skötulíki! Löggurnar í LHG verða látnar leika sóldáta áfram, kannski annar drátturbátur - fyrirgefið, varðskip, keyptur á tombólaverði og gamlar þyrlur leigðar.
Af hverju? Af því að er enginn hefð fyrir hermennsku og her sem stofnun í íslenskum nútíma. Það er enginn þekking né menning, né málsvarar slíkt (kallaðir stríðsæsingarmenn ef menn impra á að kannski væri ekki svo vitlaust að læsa húsinu og hætta að treysta á nágrannanna?), aðeins áhugalausir stjórnmálamenn sem fjalla um varnir í hjáverkum og af illri nauðsyn, því umheimurinn lætur íslensku loftbóluna ekki í friði.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Stríð | 15.3.2025 | 12:13 (breytt kl. 12:16) | Facebook
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
Athugasemdir
Íslendingar tíma ekki að borga í löggæslu, hvað þá í varnir.
Birgir Loftsson, 15.3.2025 kl. 12:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning