Kjarnorku regnhlíf Frakka dugar til að hjúpa Evrópu?

Frakkar bjóða núna kjarnorkuvopna hjúp yfir ríki Evrópu. Samkvæmt upplýsingum frá Vísindavefnum frá árinu 1997 var talið að Frakkland ætti þá um 500 kjarnorkuvopn.

Nýjustu opinberu upplýsingar um fjölda kjarnorkuvopna í heiminum eru ekki tiltækar í fyrirliggjandi gögnum, en almennt er talið að Frakkland eigi nú um 300 kjarnorkuvopn. Samkvæmt upplýsingum frá Vísindavefnum frá árinu 1997 var talið að Bretland ætti þá um 200 kjarnorkuvopn. Nýjustu opinberu upplýsingar um fjölda kjarnorkuvopna í heiminum eru ekki tiltækar í fyrirliggjandi gögnum, en almennt er talið að Bretland eigi nú um 225 kjarnorkuvopn. 

Segjum svo að þessar Evrópuþjóðir eigi til saman rúmlega 500 kjarnorkusprengjur. En geta þessi ríki varið alla Evrópu? Samkvæmt upplýsingum frá Vísindavefnum frá árinu 1997 var talið að Bretland ætti þá um 200 kjarnorkuvopn. Frakkland getur varla varið alla Evrópu eingöngu með sínum 300 kjarnorkusprengjum, en það getur veitt sterka fælingarmátt gegn árásum á franska hagsmuni og bandamenn þess. Frakkar líta á kjarnorkuvopn sín sem sjálfstætt fælingartæki (force de frappe) og hafa beitt þeirri stefnu síðan á tímum Charles de Gaulle.

Þessar þjóðir verða að binda þessa skuldbindingu formlega til að eitthvað sé að marka þessa yfirlýsingu. En þetta hefur einhvern fælingarmátt. Búast má við að Frakkar og Bretar fjölgi kjarnorkuvopnum sínum í ljósi þess að Bandaríkjaher er að minnka viðveru sína í Evrópu.  Munum að Rússar hafa eigin kjarnorkuvopnaher (já sérstaka hereiningu) og stríðskenning þeirra bygging á ef til innrásar kemur í Rússland, verði þeim beitt umsvifalaust. Þetta er sérstaklega hugsað gagnvart Kína sem er nátttúrulegur óvinur þeirra. Sama geta Evrópuríki gert. Það þarf þá ekki að fjölga svo mikið í evrópskum herjum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dominus Sanctus.

Er það ekki þannig að ef að Bretar og Frakkar

myndu skjóta kjarnorkusprengju á Moskvu,

myndu rússar þá ekki senda kjarnorkusprengjur á London og París?

Dominus Sanctus., 7.3.2025 kl. 09:18

2 Smámynd: Birgir Loftsson

Einmitt,  gagnkvæmur fælingarmátt.

Birgir Loftsson, 7.3.2025 kl. 11:59

3 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Svo er það með þessar kjarnorkusprengjur að þær eru úreldar margar. Þetta snýst kannski frekar um flaugarnar sem bera þær og stýrikerfin, hversu hratt þetta berst yfir. Þar skilur á milli feigs og ófeigs. Ef viðbragðið er hægt, þá er þetta verra en ekkert. 

Miðað við allan stríðsreksturinn sem Rússar standa í býst ég við að þeir uppfæri sín eftirlitskerfi og allt viðbragð og eftirlit.

Að treysta eingöngu á kjarnorkuvopn er hæpið. Ef Frakkland er ekki með sterkan her sem sýnir styrk, þegar hann er sendur þangað sem þörf er á, þá er minni trú á varnarmættinum frá þessum kjarnorkuvopnum.

Svo er annað mál að mér finnst að það ætti að útrýma kjarnorkuvopnum. Þjóðir geta varið sig án þeirra og barizt.

Nei í alvöru, ef Frakkar ætla að sanna sig sem herþjóð verða þeir að gera það á annan hátt. Eins og Rússar og Úkraínumenn hafa gert í þessu stríði.

Ég tek undir það sem sérfræðingar hafa sagt á Stöð 2 og RÚV, Úkraínuher er sá sterkasti í Evrópu.

Ingólfur Sigurðsson, 7.3.2025 kl. 18:05

4 Smámynd: Birgir Loftsson

Rétt hjá þér Ingólfur. Tek undir allt sem þú segir.

Birgir Loftsson, 8.3.2025 kl. 12:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Maí 2025

S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband