Leiðtogar Evrópu með óraunhæfa friðartillögu

Aðgerðir Trumps hafa neytt leiðtoga Evrópu til að koma með friðartillögur. Í þrjú ár gerðu þeir ekkert til að koma á frið, fylgdu bara "forystu" Bidens en fólkið í kringum hann, sem í raun stjórnaði, vildi stríð. Knýja á Pútín til samningsborða með stríði. En Bandaríkjamenn og Evrópumenn hafa gleymt eða ekki lesið söguna, en hún er að Rússar eiga stærsta land í heimi og það ekki að ástæðulausu.

Í hartnær 500 ár hafa Rússar þanið út ríki sitt með ofbeldi, skeytingarlausir um eigin landsmenn. Allir leiðtogar Rússlands hafa verið grimmir leiðtogar, grimmastir við eigin þegna/borgara. Pútín er engin undantekning, heldur eðlileg framlenging.

Hvað hefur stríðið leitt í ljós? Stríðshagkerfi Rússa virkar betur en það evrópska og ekkert er í sjónmáli um að efnahagsþvinganir virki eða rússneska hagkerfið sé á vonarvöl. Rússar geta haldið áfram stríðinu næstu árin, kjötkvörn sem malar áfram endalaust.

Þetta ættu Evrópumenn og Bandaríkjamenn að vita, að barist verður til síðasta manns í Úkraínu, fremur en að bíða ósigur. Sá möguleiki er ekki í boði fyrir Pútín að tapa, því að hann verður að halda saman sambandsríkinu Rússland, sem hefur ótal sjálfstjórnarsvæði, þjóðir, tungumál og trúarbrögð. Hann getur ekki hætt á borgarastyrjöld. Það er eitt verra en að Úkraína tapi stríðinu, en það er ef Rússland leysist upp með sín 5000-7000 kjarnorkuvopn. Það vita Evrópu leiðtogar eða eiga að vita það.

En halda Evrópu leiðtogarnir virkilega, að Pútín gangi til samningsborða með þeim? Eftir allt skítkastið, hatrið, vopnasendingarnar, efnahagsstuðninginn við Úkraínu og vilja að senda inn evrópska friðargæsluliða?

Eða hann kjósi fremur að semja við Trump sem hefur heldur betur friðmælst við Rússa, sett ofan í við Zelenskí og Evrópu, lofað að Úkraína fari ekki í NATÓ? Er leið Trumps, sem er ansi óvenjuleg, ekki eina leiðin til að fá Pútín til samningsborða? Er leið hans að tengja efnahags Bandaríkjanna við Úkraínu ekki snjöll leið til að tryggja að Rússar fari ekki inn í Úkraínu aftur? Af hverju varð þetta riflildi í beinni útsendingu milli Trump/Vance og Zelenskí? Af því að demókratar höfðu fyrr um daginn beðinn hann um að standa ekki við samninginn við Trump? Ef Zelenskí er enn að hlusta á valdalausa Demókrata, er hann heldur betur veruleikafirrtur.

Evrópumenn vita ekki að þeir eru úr leik. Þeim munu ekki koma á frið. Trump hefur mörg spil á hendi og öll sem eru í boði. Evrópuleiðtogarnir eru margir og enginn einn skýr leiðtogi.

Hótunin að draga bandaríska hermenn frá Evrópu, tollastríð, úrsögn úr NATÓ o.s.frv virkar. Trump er greinilega búinn að ákveða að skilja Evrópumenn eftir í rykskýi og snúa sér að Kína sem næsta andstæðing. Evrópu leiðtogar geta haldið eins marga skátafundi eins og þeir vilja, þeir breyta ekki valdapólitíkinni næstu misserin.  Eina sem þeir geta gert, er að kynja ósigri, gera Evrópu sjálfbæra efnahagslega og hernaðarlega og hætta að treysta á Bandaríkjamenn. Það mun taka nokkur ár fyrir þá. Þeir geta það alveg. En þegar Evrópuherinn er kominn, hvar ætla Íslendingar að vera með í liði?


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Birgir Loftsson

Jeffrey Sach tekur evrópska leiðtoga á beinið.

https://youtu.be/IWe8Rrq3Bpc?si=dfadkaBSl-vYNj8r

Birgir Loftsson, 3.3.2025 kl. 15:40

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Birgir.

Ágætis pistill en það sem vantar í hann er að meintar friðartillögur ofbeldismanna eru aldrei friðartillögur, heldur aðeins grið áður en næst er ráðist á.

Mér fannst þú orða þetta mjög vel; "Í hartnær 500 ár hafa Rússar þanið út ríki sitt með ofbeldi, skeytingarlausir um eigin landsmenn. Allir leiðtogar Rússlands hafa verið grimmir leiðtogar, grimmastir við eigin þegna/borgara. Pútín er engin undantekning, heldur eðlileg framlenging.

Hvað hefur stríðið leitt í ljós? Stríðshagkerfi Rússa virkar betur en það evrópska og ekkert er í sjónmáli um að efnahagsþvinganir virki eða rússneska hagkerfið sé á vonarvöl. Rússar geta haldið áfram stríðinu næstu árin, kjötkvörn sem malar áfram endalaust.".

Þess vegna finnst mér sorglegt að lesa ályktun þína sem og niðurstöðu, að vegna þess að Rússar búi yfir kjarnavopnum, að þá eigi hinn frjálsi heimur að sætta sig við ofbeldi þeirra og landvinninga.

Sé ekki rökhugsunina þar að baki.

Svo er ég það naví að það hefur aldrei hvarflað að mér að greina atburði líðandi stundar eftir því hvort demókratar eða repúblikanar, og þá Trump stýri Bandaríkjunum.

Mér finnst það einfaldlega einfeldni að trúa því að ofbeldi og ofbeldisseggir séu hamdir, ef þeir fái að skipta upp heiminum sem við þekkjum í dag, við Orwell erum allavega sammála um afleiðingar þess.

Evrópa er vissulega rústir einar, það er hernaðarlega, eftir áratuga þjónkun við hugmyndaheim Rétttrúnaðar og fávisku.  Á Íslandi sjáum við þess gleggst dæmi að lögfræðingur á launum hjá mannsals og flóttamannaiðnaðinum fái að stefna íslenskum lögreglumönnum sem vörðu fullveldi þjóðarinnar gegn skrílslátum og ofbeldi Hamas á Íslandi.

Það réttlætir samt ekki uppgjafartal Birgir. Ekki frekar en allt virtist tapað vorið 1940 og árið þar á eftir.

Mér finnst eins og þú vanmetir styrk mennskunnar, þrána eftir góðum og betri heimi, þar sem ofbeldisseggurinn ræður ekki öllu, með hótunum sínum og ofbeldi.

Vissulega þarf Evrópa að taka sig tak, en hún mun gera það.

Það verður erfitt en hún mun gera það.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 3.3.2025 kl. 16:59

3 Smámynd: Birgir Loftsson

Sæll Ómar, smá misskilningur hér varðandi kjarnorkuvopnin. Þegar Sovétríkin féllu var mikil hætta á að Rússland leystist upp í frumeindir. Það hefði þýtt að jafnvel hryðjuverkamenn hefðu getað keypt þau á svörtum markaði. Sæi fyrir mér að þeir reyndu að sprengja London upp með slíkri sprengju. Mér er nákvæmlega sama um Pútín, Trump, Zelenskí en ekki um örlög þjóða þeirra. Því heimfriðurinn byggir á að þessi ríki leysist ekki upp. Ef Pútín fellur, getur Rússland fallið. Ég er bara að segja það. Munum eftir rússnesku byltingunni og afleiðingar hennar.

Því miður gengur heimurinn þannig fyrir sig að stórveldi gína yfir smáveldum. "Siðmenningin" hófst fyrir ca. 10 þúsund árum. Siðan þá hefur mannkynið (það fólk sem býr við borgarmenningu) þurft að búa við stríð. Fyrsta heimsveldið í heimssögunni er almennt talið vera akkadíska heimsveldið (um 2334–2154 f.Kr.), stofnað af Sargon frá Akkad í Mesópótamíu. Það var fyrsta þekkta ríkið til að sameina margar borgir og þjóðir undir miðstýrðri stjórn. Allar götur síðan hafa grimmustu þjóðirnar ginið yfir aðrar. Kínverjar voru upphaflega aðeins í Norður-Kína en hvað er landið þeirra stórt í dag? Bandaríkin voru byggð á blóði frumbyggja, svo á við um Mið- og Suður-Ameríku og svo á við um Rússland, Tyrkland o.s.frv.

Ég sagði aldrei að við ættum að sætta okkur við ofbeldi Pútíns. Honum verður settar skorður, hann verður ekki að eilífu við völd.

Öll heimveldi eiga sinn vitjunartíma. Nenni ekki að birta lista yfir heimveldi í sögu mannkyns sem eru ekki til lengur. 20. öldin var tími falls heimvelda, s.s. breska heimsveldið, Óttómanaveldi, Habsborgarveldið, Þýska keisaraveldið og franska heimsveldið.

Bandaríkin og Rússland eiga eftir að leysast upp í frumeindir einhvern tímann, aðeins tímaspurs mál hvenær. Kannski að tími Otto von Bismarck og hans kumpána frá 19. öld sé unninn upp á ný?

Birgir Loftsson, 3.3.2025 kl. 17:27

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Mars 2025

S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband