Stríðið endalausa í Evrópu - 2500 ára saga stríðs í Evrópu

Í hjarta Rómar voru hin alræmdu hlið Janusar sem voru tvö á örsmáu hofi, en helgisiðaopnun þeirra boðaði stríðsátök og lokun þeirra endurkomu friðar. Goðsögnin segir að á ótrúlegu valda uppgangi Rómar hafi dyrnar verið opnir í næstum 400 ár frá Núma konungi til Ágústusar keisara með einni undantekningu. 

Á valdatíma Núma var hlið Janusar lokað þar sem friður var í Róm. Næsti konungur, Tullus Hostilius, opnaði hlið Janusar þegar hann fór í stríð við Alba Longa. Hlið Janusar voru opin næstu 400 árin þar til eftir fyrsta púnverska stríðið þegar A. Manlius Torquatus lokaði hliðum Janusar árið 241 f.Kr. Stríðið við Galla á Norður-Ítalíu neyddi Rómverja til opna aftur hlið Janusar, Þau lokuðust ekki aftur fyrr en 29 f.Kr., eftir dauða Antony og Kleópötru.

Frá 1 e.Kr. og til loka vesturhluta Rómaveldis 476 e.Kr. voru hliðin stundum lokuð en oftar opin.  Við vitum lítið um "myrku miðaldir" en eflaust hefur ekki verið friðsamt í álfunni.

Milli 1000 e.Kr. og 2000 e.Kr., voru fjölmörg átök í Evrópu, allt frá litlum átökum til stórfelldra stríðsátaka, með stuttum friðartímabilum á milli stórra átaka.Í stuttu máli sagt, ríkti stríðsástand í Evrópu nánast allar miðaldir.

Á hámiðöldum (1000–1300) voru fjölmörg stríð, þar á meðal krossferðirnar (1095–1291), stríð milli léns konunga og Hundrað ára stríðið (1337–1453) eftir þetta tímabil. Þetta tímabil felur einnig í sér átök eins og landvinninga Normanna og ýmis ættar- og trúarátök.

Á síðmiðöldum (1300–1500) voru tíð stríð, þar á meðal Hundrað ára stríðið, Rósastríðið (1455–1485) og fjölmörg smærri svæðisbundin átök.

Á árnýöld (1500–1700) geysaði stórstyrjöld eins og þrjátíu ára stríðið (1618–1648) sem var í raun álfustríð, siðbótarstríð og gagnsiðbót og stækkun heimsvelda.

Á nýöld (1700–1900) geysaði annað álfustríð,  Napóleonsstríðin (1803–1815), Krímstríðið (1853–1856) og fjölmörg önnur átök.

20. öld toppaði öll önnur tímabil enda getan til manndrápa komin á iðnaðarstig eða sláturhúsa stig. Heimsstyrjaldirnar tvær (1914–1918, 1939–1945) eru allsráðandi, samhliða tímum kalda stríðsins (1947–1991), og fjölmörgum smærri átökum seint á 20. öld, svo sem Júgóslavíustríðin (1991–2001).

En var einhvern tímann friður í Evrópu? Jú, á ármiðöldum var þrátt fyrir allt að oft hafi komið upp átök og staðbundin átök voru tiltölulega lengri friðartímabil á valdatíma ýmissa konungsvelda og heimsvelda.

Síðmiðaldir: Friður var algengari en stærri styrjaldir (stórstríð), en staðbundin átök voru algeng, sérstaklega þar sem Evrópuríki treystu völd sín sem þjóðríki.

Árnýöld var hlutfallslegur friður milli stórstyrjalda, en smærri átök héldu áfram. Til dæmis var tímabilið milli Napóleonsstríðanna og fyrri heimsstyrjaldarinnar að mestu friðsælt í samanburði. Kalla má tímabilið milli Napóleon styrjaldanna og fyrri heimstyrjaldar 100 ára friðinn.

Og þá erum við komin á 20. öld. Eftir seinni heimsstyrjöldina var friðsamlegt. Eftir seinni heimstyrjöldina kom áður óþekkt tímabil friðar í Evrópu, sérstaklega í Vestur-Evrópu, þar sem Evrópusambandið var stofnað og stuðlaði að friði með efnahagslegri samvinnu, þó að spennan í kalda stríðinu héldi áfram.

Spuringin er hvort nýtt tímabil ófriðar sé hafið í Evrópu með átökum í Júgóslavíu og svo Úkraínu (Georgíu, ef við teljum hana með í Evrópu)? Íslendingar blessunarlega sluppu við bræðravígin í 1000 ár í Evrópu, enda jarðaríki sem erfitt var að fara til og herja á.

En svo er ekki lengur, íslenskir stjórnmálamenn eru farnir að skipta sér af vígaferlum Evrópumanna og það sjá þeir síðarnefndu. Rússar eru t.d. búnir að nótera hjá sér að íslensk stjórnvöld séu fjandsamleg Kreml. Ísland er orðið skotmark í næsta álfustríði eða heimsstyrjöld. Væri ekki betra að þeigja og gera minna og ekki taka þátt í vitleysunni í Evrópu?

Það sem við sáum í gær í Hvíta húsinu var farsi. Enginn á að biðjast afsökunar, heldur halda áfram að ræða frið. Pútín, Trump eða Zenenskí verða ekki endalaust við völd en þjóðir þeirra verða áfram til (oftast nær).

Þjóðverjar þurftu að upplifa ósigur á eigin skinni og landamissir en Hitler ekki eftir lok heimsstyrjaldarinnar. En hver vann eiginlega heimsstyrjöldina? 26 milljónir Sovétmanna sem fengu ekki að lifa áfram? Var þetta sigur fyrir þetta fólk? Eða 60-70 milljónir sem létust í styrjöldinni í heild? Raganrök fyrir mannkyn er eina sem kemur upp í hugann.

Og af hverju í ósköpunum má sjá Kristrúnu Frostadóttir á "neyðarfundi" Evrópuríkja með Zelenskí rétt áður en hann fór vestur yfir haf? Hvaða hagsmuni er hún að verja? Íslendinga? Er viturlegt að rífast við Bandaríkin, þótt forseti þeirra sé "fífl" eða "hrekkjusvín" sem hrellir vini sína? 

En höldum Bandaríkjunum fyrir utan þetta og horfum bara á Evrópu per se. Misstu Íslendingar af miklu er 1000 ára stríðið í Evrópu geysaði með stuttum hléum? Friðelskandi Ísland náði bara að vera það af því að enginn náði að stefna innrásarflota yfir hafið til Íslands eða þar til 1940. Ef Ísland væri staðsett þar sem Bretland er núna, væri annað hljóð í skrokknum hjá íslenskum ráðamönnum. Við fengjum ekki að vera í friði og með nútíma tækni fáum við ekki að vera í friði...framvegis.

Og nú hafa "vitir" íslenskir stjórnmálamenn ætt inn á evrópska vígvelli og spyrja, megum við vera memm? Fara inn í sviðsljósið.  Íslenskir stjórnmálamenn eiga bara að hugsa um íslenska hagsmuni, period! Ekki evróska, bandaríska, úkraínska, rússneska eða hvaða hagsmunir það eru sem bandamenn eða óvinir okkar hafa. 

Vitur maður byggir ekki á sandi, kaupir lás á útidyrnar, læsir á kvöldin og passar sig á að rífast ekki við nágrannanna.

Íslendingar mættu spyrja Svisslendinga, hvað þeir eru að gera í dag? Hlutlausir en vopnaðir upp í rjáfur og steinhalda kjafti og telja peninga. Þeir fá að vera í friði.

Enda þennan pistill á málsgrein úr Macbeth:

"Life is but a walking shadow, a poor player that struts and frets his hour upon the stage, and then is heard no more. It is a tale told by an idiot, full of sound and fury, signifying nothing."

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birgir Loftsson

Landsfundur Sjálfstæðismanna: Sjálfstæðisflokkurinn stæði fyrir frelsi og hefur það að markmiði að veita manneskjunni ákvörðunarvald um sitt eigið frelsi.

„Kæru vinir ég segi þetta með djúpri sorg í hjarta og ég vildi óska þess að ég þyrfti ekki að segja það. Núverandi stjórnvöld í Bandaríkjunum eru ekki málsvarar raunverulegs frelsis. Þau eru að leika sér að eldinum og eru jafnvel þegar farin að brenna niður mikilvæga þætti af þeirri heimsmynd sem er grundvöllur friðar og frelsis, fyrir okkur, fyrir Evrópu og fyrir Bandaríkin sjálf,“ sagði Þórdís Kolbrún.

Og þetta eru Íslendingar að treysta á sér til varnar! Hvað hefur bloggritari sagt í 4 ár á blogginu (og í áratugi)? Ekki treysta á stórveldi sér til verndar, þau koma og fara og eru ekki alltaf vinveitt. Ísland á að vera sem mest sjálfstætt og eigin varnir eru hluti af sjálfstæði Íslands. Höldum erlendum herjum sem lengst í burtu frá Íslandi, a.m.k. á friðartímum og sjáum sem mest um eigin varnir.

Birgir Loftsson, 1.3.2025 kl. 13:08

2 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

... og vætturinn Janus er einmitt hálfgerður verndarvættur örvinglunar Macbet harmleiksins. Fínar hugleiðingar.

Guðjón E. Hreinberg, 1.3.2025 kl. 20:33

3 Smámynd: Birgir Loftsson

Takk fyrir Guðjón. 

Birgir Loftsson, 1.3.2025 kl. 21:20

4 Smámynd: Birgir Loftsson

P,S, Guðjón, Svisslendingar eru mínar fyrirmyndir. Þeir eru "hundleiðinlegir" en þeir eru það vegna þess að þeir fá að vera í friði. Hitler ætlaði að ráðast inn í Sviss, en Svisslendingar höfðu gert fjöllin sín að "svissneskum osti", með óteljandi byrgjum og vei þeim sem voga sér að ráðast inn um fáeinu inngönguleiðir inn í landið.

Birgir Loftsson, 1.3.2025 kl. 21:23

5 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Þakka þér fyrir áhugaverðan pistil Birgir. Kemur inná mitt áhugasvið. En sum af þessum stríðum myndi ég skilgreina sem slátranir.

Gallastríðin voru þannig, margt bendir til þess. Gallar voru óskipulagðir. Til eru frásagnir um að sumir ættbálkar hafi barizt naktir og vopnlausir, og að Sesar hafi brytjað þá niður eins og flugur. Sesar hrósaði sér af því að hafa drepið milljón Galla. Sagnfræðingar deila um þá tölu, telja hana ýkjur margir, en aðrir telja þetta mögulega nálægt sannleikanum. Ef þetta er rétt tala hjá Sesar telst hann með mestu fjöldamorðingjum sögunnar. Og skammaðist sín ekki fyrir það neitt.

Þegar maður skoðar söguna og fortíðina þá kemst maður að því að grimmdin var meiri þá en hjá Hitler og Stalín. Til dæmis þetta sem ég fjallaði um nýlega, Rómarkeisarar endurskrifuðu söguna, létu tigna sig sem guði, frömdu fjöldamorð til að leyna sannleikanum.

Hitler reyndi þetta, en árangurinn var ekki nema örlítið brot af því sem ýmsir Rómarkeisarar komust upp með. Og eru enn hylltir sem hetjur.

Þetta er tvískinnungur sem þarf að leiðrétta.

Alltaf gott að lesa sagnfræðifróðleik, takk fyrir.

Ingólfur Sigurðsson, 1.3.2025 kl. 23:30

6 Smámynd: Birgir Loftsson

Takk fyrir innlitið Ingólfur. Já, Sesar var fjöldamorðingi og rómverskt samfélag grimmt.

Birgir Loftsson, 2.3.2025 kl. 09:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Apríl 2025

S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband