Nýr leikmaður kom inn á leiksviðið í varnarmálum í vikunni, Bjarni Már Magnússon, deildarforseti og prófessor við lagadeild Háskólans á Bifröst.
Tillögur hans falla undir hugmyndir raunsæis í ljósi heimsmála. Í raun hafa Íslendingar glímt við þessa spurningu í aldir, hvort það eigi að stofna her á Íslandi eða síðan 1785. Allir forvígismenn íslensku þjóðarinnar síðastliðnar aldir hafa sagt álit sitt og tekið afstöðu og allir verið á því að hér eigi að vera landvarnir, þar til Bjarni Benediktsson skar út um það við inngöngu í NATÓ að hér ætti ekki að vera íslenskur her með þeim rökum að Íslendingar væru of fámennir og fátækir til að reka slíka stofnun en þessi rök eiga ekki við í dag.
Bjarni Már Magnússon segir eftirfarandi: Við getum ekki verið herlaust ríki lengur. Skoða ætti að taka upp herskyldu, stofna varnarmálaráðuneyti og leyniþjónustu.
Ekkert af þessu eru nýjar hugmyndir bara það að prófessor við Bifröst er að koma með þessar hugmyndir. Baldur Þórhallsson hefur dansað í kringum þessa hugmynd en ekki ótvírætt tekið skýra afstöðu. Bloggritari hefur tekið skýra afstöðu og lagt til að hér verði a.m.k. stofnað þjóðvarðlið/heimavarnarlið/varnarlið eða hvað menn vilja kalla slíkan liðssöfnuð.
En Bjarni kemur með athyglisverðan punkt sem fór framhjá þátttastjórnanda Kastljós, en Bjarni mætti Stefáni Pálssyni, talsmann herstöðvaandstæðinga í umræðu í vikunni.
Hann er sá að framlög til varnarmála Íslands fari stigvaxandi, ári til árs, og stöðugt sé að hlaða hernaðar hlutverkefnum á borgaralegar stofnanir eins og Landhelgisgæslu Íslands sem er í raun löggæslustofnun eða ríkislögreglustjóra og á ráðuneyti - utanríkisráðuneyti sem er ekki varnarmálaráðuneyti.
Þetta hefur bloggritari margsinnis bent á að verksvið varnamálaflokksins er dreift á þrjá aðila sem enginn á í raun sinna sem stofnanir og ráðuneyti. Þetta er bagalegt því að lögin um varnarmál - varnarmálalög, eru í óreiðu og óvissu. Ekki gengur að hlaða hernaðar verkefni á borgaralegar stofnanir eins og Bjarni segir líka. Það getur valdið lagalega óvissu á ófriðartímum. Til dæmis hvað eru lögleg skotmörk?
Því miður var Kastljós þátturinn endaslepptur og ómálefnalegur enda andstæðingur Bjarna, Stefán Pálsson sem kom ekki með nein rök, önnur en af því bara. Eða kom með fullyrðingar út í bláinn. Stefán er á móti íslenskum her, á móti Bandaríkjaher til varnar Íslands, á móti NATÓ en segir aldrei hvað eigi að koma í staðinn.
Ef rök hans eru eins og hjá Ólínu Kjerúlfs Þorvarðardóttur að "...vopn Íslendinga liggja ekki í hervaldi", þá er hann ansi veruleikafirrtur. Svona fólk, sem segir að við eigum að treysta á guð og lukku, allir séu góðir í þessum heimi, ekkert gerist á Íslandi og stórþjóðir virði hlutleysi smáþjóð, er ekki í jarðsambandi. Hvernig er hægt að rökræða við svona fólk eða hreinlega taka það með inn í umræðuna?
"Í fyrsta lagi veit ég hreinlega ekki um neinn sérfræðing á sviði varnar- og öryggismála sem lítur á herleysi sem styrk," segir Bjarni í viðtali við Morgunblaðið, en Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, samstarfskona hans á Bifröst, gagnrýndi málflutning hans og sagði að styrkur Íslands fælist í hyggjuviti og pólitískum lausnum, frekar en hervaldi. Og hann heldur áfram: "Fyrir utan það að Ísland er ekki herlaust. Önnur ríki eru með herafla hérlendis og hafa séð um varnir landsins," segir Bjarni.
Segir Ísland verða að taka meiri ábyrgð á eigin öryggi
Bjarni bendir á, ef við viljum ekki vera í hernaðarbandalagi og viljum taka upp hlutleysisstefnuna á ný, þá þýði hlutleysi ekki endilega vopnleysi eða varnarleysi. Þær þjóðir sem kosið hafa að stunda hlutleysisstefnu, hafa einmitt verið vígvæddar upp í rjáfur og haft afar öfluga heri. Nærtækustu dæmin eru Svíþjóð, Sviss og Finnland, þótt tvær af þeim eru núna komnar í NATÓ.
Thomas Sowell sagði eitt sinn: "Þú getur hunsað raunveruleikann, en þú getur ekki hunsað afleiðingar þess að hunsa þann veruleika."
Hlekkir:
Bjarni Már segir að Íslendingar þurfi að stofna her og leyniþjónustu
Vopn Íslendinga liggi ekki í hervaldi
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Stríð | 27.2.2025 | 14:24 (breytt 28.2.2025 kl. 10:30) | Facebook
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning