Stjórnmálaelítan á Íslandi tekur afstöðu með Evrópu

Það er ekki annað að sjá en að með að taka skýra afstöðu með Evrópuþjóðum í Úkraínu stríðinu, sé Ísland að taka skrefið með Evrópu gegn Bandaríkjunum. Er ekki að segja að það sé rangt, enda Ísland Evrópuríki.  Spurningin er hins vegar, hvar liggja hagsmunirnir? Með Bandaríkjunum eða Evrópu (ESB)?

Hernaðarlegir/öryggishagsmunir liggja með Bandaríkjunum, en með Evrópu efnahagslega. Samkvæmt gögnum Hagstofu Íslands, stunda Íslendingar meiri viðskipti við Evrópu en Bandaríkin. Hagstofa Íslands segir að fyrir árið 2020 námu útflutningstekjur til ríkja Evrópusambandsins um 162,5 milljörðum króna, en til Bandaríkjanna um 76,7 milljörðum króna. Þetta þýðir að útflutningur til ESB-ríkja var rúmlega tvöfalt meiri en til Bandaríkjanna. 

En öryggishagsmunir Íslands liggja með Bandaríkjunum. Án verndar Bandaríkjanna eru Íslendingar illa staddir, öruggislega séð. Hvaða Evrópuþjóð væri tilbúin að senda hingað herlið til lands til að verja landið? Við erum ekki með tvíhliða varnarsamning við annað ríki en Bandaríkin.

En skiptir efnahagslegs samskipti hér meginmáli? Viðskipti Íslands við Evrópu eru yfirgnæfandi í umfangi vegna nálægðar, samgönguleiða og EES-samningsins, sem einfaldar viðskipti. Hins vegar hafa viðskipti við aðrar heimsálfur vaxið, sérstaklega við Bandaríkin og Kína. Ísland stendur frammi fyrir áskorunum í viðskiptum utan Evrópu, þar sem samgöngur eru flóknari og tollar geta verið hærri. Þrátt fyrir það hefur alþjóðavæðing og aukinn áhugi á íslenskum afurðum stuðlað að fjölbreyttari markaðsaðgangi.

Hér er því jafnvægis leikur að ræða. Vegna þess að hagsmunir Íslands liggja bæði vestan hafs og austan, ættu Íslendingar ekki að taka skýra afstöðu með öðrum hvorum aðila. Sem örríki sem þarf það að eiga góð samskipti við öll ríki, er stundum best að segja sem minnst og gera enn minna. Þarna getur Ísland tekið sér Sviss til fyrirmyndar. Þeim hefur tekist að verja sjálfstæði sitt og viðskiptahagsmuni sem og hernaðarhagsmuni í gegnum aldir.  Allar ákvarðanir í utanríkismálum verða að vera byggðar á hagsmunum Íslands.


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Feb. 2025

S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband