Veruleikafirring evrópskra stjórnmálamanna heldur áfram

Nýjasta nýtt er tilkynning Zelenskí um að hann sé tilbúinn að segja af sér embætti (hann er umboðslaus núna) ef það verði til þess að friður komist á Úkraínu og landið fái inngöngu í NATÓ. 

Annað hvort er maðurinn arfa vitlaus eða hann sér eitthvað sem við hin sjáum ekki. Afsögn hans skiptir engu máli um hvort landið fari í NATÓ eða ekki. Það eru ekki bara Bandaríkjamenn og Rússar sem eru á móti inngöngu landsins í bandalagið, heldur líka svo kallaðir bandamenn þeirra, Þjóðverjar og fleiri Evrópuþjóðir. Friður með inngöngu í NATÓ er hreinlega ekki á borðinu en ESB er það hins vegar og hefur Pútín sjálfur sagst ekki vera á móti slíkri þátttöku.  Zelenskí veit sem er, dagar hans eru taldir í embætti forseta.

Svo er það Friedrich Merz, leiðtogi Kristilegra demókrata, sem er ekki heldur jarðtengdur. Hans fyrsta verk eftir að flokkur hans fékk minna fylgi en skoðana kannanir sögðu til um, var að hringja í Lars Klingbeil, einn hæstráðenda Jafnaðarmannaflokksins, í gærkvöldi.  Kjósendur höfnuðu flokknum ótvírætt. Í könnun, sem beint var að fyrrverandi kjósendum Jafnaðarmannaflokksins, reyndist innflytjendastefna helsta ástæða þess að fólk yfirgaf flokkinn. Jafnaðarmenn hlutu sína verstu kosningu í 150 ára sögu flokksins. Olaf Scholz, formaður flokksins, getur ekki verið dauflegri "leiðtogi" en mögulegt er. Algjörlega sneiddur leiðtogahæfileikum. Maðurinn sem var bara þarna verða eftirmæli hans og maðurinn sem keyrði flokkinn niður í svaðið.

RÚV (já, bloggritari kíkir stundum á vefmiðillinn en aldrei á sjónvarpsfréttir) segir svo frá: "Í skoðanakönnun í síðasta mánuði sögðust 83% Þjóðverja hafa áhyggjur af stöðu innflytjendamála og 67% vildu varanlegt landamæraeftirlit, jafnvel þótt slíkt gangi þvert gegn samþykktum Schengen-samstarfsins."

Skilaboð kjósenda eru skýr en samt eiga fallistarnir að komast í ríkisstjórn áfram. Stundum endurspeglar lýðræðið ekki hug kjósenda.

En aftur að Merz. En hvað hefur blessaður maðurinn fyrst að segja? Jú, hann "veður" í Trump. Mbl.is segir frá í blaðagreininni Líkti Bandaríkjum Trumps við Rússland: "Friedrich Merz, verðandi kansl­ari Þýska­lands, beið ekki eft­ir loka­töl­um þing­kosn­ing­anna þar í landi um helg­ina með að til­kynna nýja tíma í Evr­ópu.

Lýsti Merz því yfir í gær­kvöldi að stjórn­völd­um í Banda­ríkj­un­um væri hjart­an­lega sama um ör­lög Evr­ópu. Kvaðst hann full­ur efa­semda um framtíð Atlants­hafs­banda­lags­ins NATO og krafðist þess að Evr­ópu­ríki gerðu skurk í varn­ar­mál­um álf­unn­ar. Taf­ar­laust."

Það er tími til kominn að brauðrisinn Þýskaland vakni af þyrnirósasvefninum og horfist í augun við veruleikann. Hann er einfaldur. Þjóðverjar hafa verið hersetnir af Bandaríkjunum síðan 1945 (Bandaríkjamenn velkomnir þó) og í litlu mæli af Bretum (1230 manns í júlí 2024). Þýskaland hefur orðið efnahagsveldi í skjóli Bandaríkjanna, m.a. vegna þess að þeir síðarnefndu komu í veg fyrir hersetu Sovétríkjanna og vernduðu landið allar götur síðan 1945 og Þjóðverjar hafa sloppið við að hervæðast og eyða fé í varnarmál. Bundeswehr - þýski herinn er illa staddur (sjá næstu grein) og getur ekki varið landið.

Já, það er kominn tími til að Þjóðverjar hysji upp um sig buxurnar og fari að haga sér eins og stórveldi (sem það er efnahagslega). Því miður virðast Þjóðverjar ætla að halda áfram með "grænu byltinguna" sem er ekki efnahagsleg hagkvæm og samkeppnishæfni landsins heldur áfram að vera í lágmarki. Hvernig ætla þeir að keppa við olíu- og gas risann í Bandaríkjunum eða kolaverksmiðjurnar í Kína (ein opnar vikulega)?

Líkti Metz Banda­ríkj­um Don­alds Trumps við Rúss­land – þau væru orðin ámóta ör­ygg­is­ógn gagn­vart Evr­ópu. Evr­ópa væri nú milli steins og sleggju þar sem Banda­rík­in og Rúss­land væru og því væri skjótra ákv­arðana þörf. Og hann minnist á Evrópuher.

Stóra myndin er þessi: Bandaríkin líta ekki lengur á Evrópu sem forgangs mál í varnarstefnu sinni. Bandaríkjaher á að geta háð næsta stríð í Asíu sem þeir veðja á að verði. Bandaríkjamenn líta á Evrópumenn sem efnahagslega keppinauta sem þeir eru.

En gangi Evrópumönnum vel að reyna að verja Úkraínu án Bandaríkjanna. Ef þeir ætla að reyna það, þá eru þeir veruleikafirrtari en maður getur órað fyrir. Þeir hafa haft 3 ár til að koma á friði í Úkraínu en hafa ekki einu sinni reynt að tala við deiluaðila. Forystulið Evrópu er ekki hæfara en þetta. Svo er hnýst í þann sem ætlar að koma á frið.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Geirsson

Eldmessa Birgir, en þörf.

Fyndið hvernig ítrekaðir taparar ætla að mynda ríkisstjórn, það er eins og þeir séu staddir í góðum þætti af Star Trek, og einhver aulinn ýtti á takkann um sjálfseyðingu.

Gott og vel, ennþá fyndnara er að hjóla í Trump, hann var kosinn lýðræðislegri kosningu, og skilaboð hans einföld; Ef þið viljið samstarf við mig, þá virðið þið mín sjónarmið, en ef þið viljið annað, þá er það ykkar.

Ykkar að fjármagna og standa við.

Það jákvæða reyndar tel ég að þarna er Evrópa að mannast, að hún geti ekki lengur lifað í bómull rétttrúnaðarins, en látið aðra um að fjármagna raunveruleikann.

Evrópa þarf að hervæðast, það er ekki spurning, en ekki gegn Pútín, Trump mun setja honum vitrænar skorður sem Pútín mun virða. Heldur gegn innri ógn líkt og Vance benti leiðtogum Evrópu kurteislega á.

Evrópa hefur alið nöðru við brjóst sér, henni þarf að mæta.

Og henni verður mætt, fyrr eða síðar, annað er tortímingin ein.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 24.2.2025 kl. 16:18

2 Smámynd: Birgir Loftsson

Góðan daginn Ómar. Veit ekki hvort þetta sé eldmessa, en stundum er maður eins og barnið sem bendir á keisann sem er nakinn. Sér hlutina eins og þeir eru. Ein góð setning getur sett hlutina í rétt samhengi. 

Málið er að sjá í gegnum "kjaftæðið" sem stjórnmálamenn koma með. Fyrst voru menn að verja "lýðræðið" í Úkraínu, einu spilltasta landi Evrópu en síðan að verja Evrópu gegn útþennslu Rússa og þeir séu á leiðinni að gera innrás. Hversu raunhæft er þetta? Pappírs tígurinn Rússland, er búinn að klára sig og er að nota 60 ára gamla skriðdreka og eldri. Mikið mannfall og staða þeirra í alþjóða samfélaginu vægast sagt slæm. Ekki nokkur einast möguleiki að þeir fari af stað í næsta stríð. Ekki næstu tvo áratugi. Þeir munu verja landamæri gömlu Sovétríkjanna og ekki meir. Það hefur verið markmið síðan 1991.

En Kínverjar geta gert ýmislegt. Það vita Bandaríkjamenn og þeir vita að þeir geta tapað því stríði. Kínverjar eru mjög öflugir hernaðarlega séð og eiga í fullu tréi við Kanann í Asíu. Þeir eru meira segja búnir að undirbúa  að taka alla innviði Bandaríkjanna úr sambandi þegar stríðið byrjar. Rafmagns kerfið fer af á fyrsta degi og allt stjórnkerfið.

Hvort það er Trump við stjórnvölinn eða annar forseti, skiptir ekki máli. Bandaríkjamenn vita að næsta álfustríð verður í Asíu. Í seinni heimsstyrjöldinni var megin vettvangur stríðs Bandaríkjanna í Asíu/Kyrrahafi, ekki Evrópu. Voru ekki tilbúnir að fara í stríð í Evrópu fyrr en 1944.

Trump er hálfur Þjóðverji og hálfur Skoti. Hann er ekkert að fara að yfirgefa Evrópu, en hann er meira en til í að tukta til sósíaldemókratanna í Evrópu. Pete Hegseth varnarmálaráðherra Bandaríkjanna talar um sjokkmeðferð. Nú er allur heimurinn í sjokki en ætti ekki að vera það.  Merz,  verðandi kanslari Þýskalands, er pappírs kanslari. Hann hefur ekkert til að bakka upp stóru orðinn sem hann hefur látið falla eftir kosningar. Sjá næstu grein mína sem birtist á morgun.

Birgir Loftsson, 24.2.2025 kl. 18:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Apríl 2025

S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband