Nýjasta nýtt er tilkynning Zelenskí um að hann sé tilbúinn að segja af sér embætti (hann er umboðslaus núna) ef það verði til þess að friður komist á Úkraínu og landið fái inngöngu í NATÓ.
Annað hvort er maðurinn arfa vitlaus eða hann sér eitthvað sem við hin sjáum ekki. Afsögn hans skiptir engu máli um hvort landið fari í NATÓ eða ekki. Það eru ekki bara Bandaríkjamenn og Rússar sem eru á móti inngöngu landsins í bandalagið, heldur líka svo kallaðir bandamenn þeirra, Þjóðverjar og fleiri Evrópuþjóðir. Friður með inngöngu í NATÓ er hreinlega ekki á borðinu en ESB er það hins vegar og hefur Pútín sjálfur sagst ekki vera á móti slíkri þátttöku. Zelenskí veit sem er, dagar hans eru taldir í embætti forseta.
Svo er það Friedrich Merz, leiðtogi Kristilegra demókrata, sem er ekki heldur jarðtengdur. Hans fyrsta verk eftir að flokkur hans fékk minna fylgi en skoðana kannanir sögðu til um, var að hringja í Lars Klingbeil, einn hæstráðenda Jafnaðarmannaflokksins, í gærkvöldi. Kjósendur höfnuðu flokknum ótvírætt. Í könnun, sem beint var að fyrrverandi kjósendum Jafnaðarmannaflokksins, reyndist innflytjendastefna helsta ástæða þess að fólk yfirgaf flokkinn. Jafnaðarmenn hlutu sína verstu kosningu í 150 ára sögu flokksins. Olaf Scholz, formaður flokksins, getur ekki verið dauflegri "leiðtogi" en mögulegt er. Algjörlega sneiddur leiðtogahæfileikum. Maðurinn sem var bara þarna verða eftirmæli hans og maðurinn sem keyrði flokkinn niður í svaðið.
RÚV (já, bloggritari kíkir stundum á vefmiðillinn en aldrei á sjónvarpsfréttir) segir svo frá: "Í skoðanakönnun í síðasta mánuði sögðust 83% Þjóðverja hafa áhyggjur af stöðu innflytjendamála og 67% vildu varanlegt landamæraeftirlit, jafnvel þótt slíkt gangi þvert gegn samþykktum Schengen-samstarfsins."
Skilaboð kjósenda eru skýr en samt eiga fallistarnir að komast í ríkisstjórn áfram. Stundum endurspeglar lýðræðið ekki hug kjósenda.
En aftur að Merz. En hvað hefur blessaður maðurinn fyrst að segja? Jú, hann "veður" í Trump. Mbl.is segir frá í blaðagreininni Líkti Bandaríkjum Trumps við Rússland: "Friedrich Merz, verðandi kanslari Þýskalands, beið ekki eftir lokatölum þingkosninganna þar í landi um helgina með að tilkynna nýja tíma í Evrópu.
Lýsti Merz því yfir í gærkvöldi að stjórnvöldum í Bandaríkjunum væri hjartanlega sama um örlög Evrópu. Kvaðst hann fullur efasemda um framtíð Atlantshafsbandalagsins NATO og krafðist þess að Evrópuríki gerðu skurk í varnarmálum álfunnar. Tafarlaust."
Það er tími til kominn að brauðrisinn Þýskaland vakni af þyrnirósasvefninum og horfist í augun við veruleikann. Hann er einfaldur. Þjóðverjar hafa verið hersetnir af Bandaríkjunum síðan 1945 (Bandaríkjamenn velkomnir þó) og í litlu mæli af Bretum (1230 manns í júlí 2024). Þýskaland hefur orðið efnahagsveldi í skjóli Bandaríkjanna, m.a. vegna þess að þeir síðarnefndu komu í veg fyrir hersetu Sovétríkjanna og vernduðu landið allar götur síðan 1945 og Þjóðverjar hafa sloppið við að hervæðast og eyða fé í varnarmál. Bundeswehr - þýski herinn er illa staddur (sjá næstu grein) og getur ekki varið landið.
Já, það er kominn tími til að Þjóðverjar hysji upp um sig buxurnar og fari að haga sér eins og stórveldi (sem það er efnahagslega). Því miður virðast Þjóðverjar ætla að halda áfram með "grænu byltinguna" sem er ekki efnahagsleg hagkvæm og samkeppnishæfni landsins heldur áfram að vera í lágmarki. Hvernig ætla þeir að keppa við olíu- og gas risann í Bandaríkjunum eða kolaverksmiðjurnar í Kína (ein opnar vikulega)?
Líkti Metz Bandaríkjum Donalds Trumps við Rússland þau væru orðin ámóta öryggisógn gagnvart Evrópu. Evrópa væri nú milli steins og sleggju þar sem Bandaríkin og Rússland væru og því væri skjótra ákvarðana þörf. Og hann minnist á Evrópuher.
Stóra myndin er þessi: Bandaríkin líta ekki lengur á Evrópu sem forgangs mál í varnarstefnu sinni. Bandaríkjaher á að geta háð næsta stríð í Asíu sem þeir veðja á að verði. Bandaríkjamenn líta á Evrópumenn sem efnahagslega keppinauta sem þeir eru.
En gangi Evrópumönnum vel að reyna að verja Úkraínu án Bandaríkjanna. Ef þeir ætla að reyna það, þá eru þeir veruleikafirrtari en maður getur órað fyrir. Þeir hafa haft 3 ár til að koma á friði í Úkraínu en hafa ekki einu sinni reynt að tala við deiluaðila. Forystulið Evrópu er ekki hæfara en þetta. Svo er hnýst í þann sem ætlar að koma á frið.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | 24.2.2025 | 10:34 (breytt kl. 10:48) | Facebook
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning