Þegar flokkurinn var í stjórnarandstöðu, lofaði hann góðu. Formaðurinn virkaði skelleggur og harður í andstöðunni. Hann (hún) var þó ekki eins öflug og tveir þingmenn Miðflokksins en það heyrðist reglulega í flokknum.
Áður en til kosninga kom, lét hún í það skína að nú verði flokkurinn að komast til valda til að láta flokkinn komast að stjórn landsins og hafi áhrif. Nú sé tækifæri með skoðanakannanirnar þeim í vil. Það gekk eftir. Fyrir bloggritara var þetta augljós merki um að nú verði farið í ríkisstjórn, sama hvað.
Sá grunur reyndist sannur, því flokkurinn snéri við stefnumál sína 180 gráður og var fljótur að afneita margan heilagan kaleik, eins og orkupakka, borgarlínu, bókun 35 og margt fleira, s.s. 450 þúsund krónur lágmarks framfærslueyrir.
Flokkurinn gaf sig út fyrir að vera borgaraflokkur og vera óhefðbundinn flokkur sem berðist fyrir minni máttar í þjóðfélaginu. Ansi mörg atkvæði fékk flokkurinn út á þessa stefnu.
Fylgi byggist á trausti kjósenda. Nú vita þeir, sem er, eins og með Framsóknarflokkinn í Reykjavík, að vont er að svíkja loforð og að sumt gleyma kjósendur ekki.
Það að binda túss sitt við vinstri flokka í Reykjavík (þegar kjósendur kusu Framsókn til breytinga) og við vinstri flokkanna í landsmálum, kann illu að stýra. Þökk sé Flokki fólksins, stjórna vinstri flokkar bæði Reykjavík og landinu. Þetta sjá margir kjósendur, ekki allir, og blokkritari spáir að Framsókn þurrkist út í Reykjavík og helmingur af fylgi Flokk fólksins fari af flokknum. Ef fátækir og öryrkjar sita áfram út í kuldanum (eins og fyrirséð er), þá er hætt við að fylgishrunið verði enn meira.
Nú vita kjósendur, að Flokkur fólksins er vinstri flokkur og hvers vegna að kjósa þennan flokk næst, þegar úrvalið er mikið á vinstri vængnum?
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | 22.2.2025 | 14:22 | Facebook
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
Athugasemdir
Þegar fólk er valið fyrir getu þess í karíókí...
Ásgrímur Hartmannsson, 22.2.2025 kl. 17:37
Flokkur fólksins er ekki vinstri flokkur þó hann starfi með vinstriflokkum, allavega ekki frekar en Sjálfstæðisflokkurinn sem var í vinstristjórn í 7 ár. Svo er bara annar af tveimur samstarfsflokkum í ríkisstjórn vinstri flokkur, hinn er hægri flokkur en Flokkur fólksins einhversstaðar á milli.
Guðmundur Ásgeirsson, 22.2.2025 kl. 22:20
Nei, FF er vinstri flokkur í verki. Viðreisn er líka vinstri flokkur. Það sést líka í verki. Það ekki bara fyrrverandi Sjálfstæðismenn í þeim flokki, heldur líka Samfylkingarmenn. Þegar menn segast vera eitthvað og eru það ekki í verki, þá eru þeir það sem verk þeirra sýna. Og Sjálfstæðisflokkurinn segist vera hægri flokkur en hefur ekki sýnt það í verki síðan Davíð Oddsson stjórnaði flokknum. Samfylkingamenn eru sannir sósilaldemókratar.
Þetta á ekki bara við um Ísland, mörkin milli flokka hafa alls staðar í vestrænum heimi óskýrst.
Birgir Loftsson, 23.2.2025 kl. 00:23
P.S. Stefnumál FF í velferðamálum er dæmigert stefnumál vinstri manna. Útgjalda aukning ríkisins = hærri skattar. Ísland er draumaland vinstri manna.
Hér stefnuskrá Viðreisnar: Gæti verið klippt eða skorið úr stefnuskrá Samfylkingar. Meira segja í utanríkismálum eiga flokkarnir samleið, ESB, í öryggis- og varnarmálum, í hælisleitenda málum o.s.frv. Og loftslags hiserían er þarna líka.
https://vidreisn.is/stefnan/
Birgir Loftsson, 23.2.2025 kl. 11:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.