Niðurskurður í Pentagon og Evrópa úti í kuldanum?

Pete Hegseth, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, hefur fyrirskipað háttsettum herforingjum að skera niður 8% af fjárlögum ráðuneytisins fyrir hvert af næstu fimm árum, að því er The Washington Post greindi frá á miðvikudag.

Fjárhagsáætlun Pentagon fyrir árið 2025 er um það bil 850 milljarðar dollara og almenn skoðun á Capitol Hill er að sögn að gríðarleg útgjöld þurfi til að verjast ógnum Kínverja og Rússa.

Það að niðurskurður sé í gangi, þarf ekki endilega að bardagahæfni Bandaríkjahers minnki.  Ef peningar sem Pentagon fær eru betur notaðir, þá gæti jafnvel verið um innspýtingu að ræða. Ekki hefur verið hægt að staðfesta bókhald Pentagons í áratug og enginn veit hvað orðið hafi um tugir og hundruð milljarða Bandaríkjadollara. Menn bíða spenntir eftir hvað D.O.G.E. afhjúpar varðandi varnarútgjöld.

En í hvað fer fjármagnið? Sjá má áherslur Bandaríkjastjórnar með að skoða hvert féð fer. Þó að áframhaldandi fjármögnun "stuðningsstofnunar" til Indó-Kyrrahafsherstjórnar, Norðurherstjórnar og Geimsherstjórnar sé lýst í minnisblaði Hegseth, er evrópska herstjórnin áberandi fjarverandi á listanum, sem hefur gegnt lykilhlutverki við að innleiða stefnu Bandaríkjanna í stríðinu milli Rússlands og Úkraínu.

Einnig vantar á listann Miðherstjórn (e. Central Command), sem hefur umsjón með aðgerðum í Miðausturlöndum, og Afríkuherstjórn (e. Africa Command), sem stýrir nokkur þúsund hermönnum um alla álfuna.

Skilaboðin eru skýr frá stjórn Trumps.  Evrópumenn, hysjið upp um ykkur buxurnar, þið hafið lifað á okkur í áratugi og nú er því lokið.  Eyðið meira í varnarmál og með það erum við farnir að mestu úr Evrópu. Þýskaland, sem hefur ekki sinnt eigin varnir síðan 1945 af viti, þarf að sætta sig við að setulið Bandaríkjanna hverfi úr landinu. Í landinu eru 35 þúsund bandarískir hermenn. Trump er enginn vinur Evrópu (Hegseth húðskammaði evrópska ráðamenn um dögunum og menn sátu í áfalli yfir ásökunum Bandaríkjamanna).

Þetta kann að skýra algjört virðingaleysi gagnvart bandamönnum í NATÓ og ráðamenn Evrópu komi ekki að samningsborði friðarviðræðna um Úkraínu. Álit þeirra skiptir ekki máli og áherslan er á Asíu.

Menn einblína of mikið á rausið í Trump um hver beri ábyrgð á upphaf Úkraínu stríðsins. Það er aukaatriði og sagan sjálf, ekki Trump eða aðrir stjórnmálamenn, mun skera úr það mál. Og hver verður árangur friðarviðræðnanna? Það er það sem skiptir máli. Raunveruleiki á jörðu niðri skiptir máli, ekki orðræða og orðaskak.

En hvað eru margir bandarískir hermenn í Evrópu? Ekki eru til nýlegart tölur. Á meðan kalda stríðinu stóð, náði viðvera bandaríska hersins í Evrópu hámarki með yfir 450.000 hermönnum sem störfuðu á meira en 1.200 stöðum. worldbeyondwar.org

Eftir lok kalda stríðsins fækkaði bandarískum hermönnum í Evrópu verulega. Samkvæmt frétt frá febrúar 2022 voru um 75.000 til 80.000 bandarískir hermenn með fasta viðveru í Evrópu.

Þessi viðvera er dreifð yfir nokkur Evrópulönd, þar sem stærstu herstöðvarnar eru meðal annars í Þýskalandi, Ítalíu og Bretlandi.

Þetta kann að vera skynsamlegt fyrir Bandaríkjamenn í stöðunni eins og hún er í dag, en afar óskynsamleg ef horft er til framtíðar. Evrópa er stuðpúði varna úr austri fyrir Bandaríkjamenn og mikilvægur áfangastaður herliðs sem fer til Miðausturlanda, Afríku og Asíu. Þetta mun gefa hugmyndum um Evrópuher byr undir báða vængi og menn neyðast til að axla ábyrgð á eigin vörnum án stuðnings Bandaríkjahers. Ísland mun einangrast frá Evrópu, hernaðarlega séð, enda flokkast landið undir varnir Vesturheims og Bandaríkjaher vill vera hér áfram.

Spurningin í náinni framtíð er, hvort vilja Íslendingar vera undir verndarvæng Bandaríkjanna eða Evrópu? Hvort er hæfari til að verja Ísland? Svari hver fyrir sig. Við vitum hvað núverandi ríkisstjórn segir en vill Þorgerður Katrín utanríkisráðherra styggja Bandaríkjamenn? 

Að lokum, bloggritari hóf að skrifa hér á blogginu fyrir fjórum árum. Allar götur síðan, er hann fjallar um varnarmál, hefur hann varað við að treysta á einn eða neinn um eigin varnir. Hið ótrúlega getur gerst og er nú að gerast. Á ögurstundu getur orðið svo að Bandaríkjaher geti ekki varið landið (sbr. 2006) eða ef við treystum á Evrópuher, að þeir komi yfir höfuð okkur til varnar, enda varnir meginlands Evrópu mikilvægari. Það væri helst að Bretinn komi aftur og rifji upp úr sögubókum að einu sinn hafi "Britain rules the waves" hér á Atlantshafi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Birgir.

Til að byrja með þá vil ég biðja þig um að halda áfram skrifum þínum, það að skrifa um varnamál þjóðarinnar, varnarmál Evrópu, eða allt annað sem þú vilt skrifa um.

Skrif þín eru upplýsandi fyrir aðra.

En ég las hér að ofan orð sem ég get tekið undir, orð sem lýsa vel þeirri dilemmu sem hrjáir mjög umræðu dagsins í dag, en fólk þarf samt að skilja.

"Menn einblína of mikið á rausið í Trump um hver beri ábyrgð á upphaf Úkraínu stríðsins. Það er aukaatriði og sagan sjálf, ekki Trump eða aðrir stjórnmálamenn, mun skera úr það mál. Og hver verður árangur friðarviðræðnanna? Það er það sem skiptir máli. Raunveruleiki á jörðu niðri skiptir máli, ekki orðræða og orðaskak.".

Nákvæmlega, niðurstaðan skiptir máli, ekki orðaskakið.  Ef Trump er að kópíera meinta friðarsamninga í Munchen þegar Evrópa sveik Tékkóslóvakíu, þá er það bara svo.

Slík svik tryggja aldrei frið.

En ef orðin eru til að blekkja, skapa öryggi hjá viðsemjanda, telja honum í trú um að hann þurfi aðeins að mæta formlega, þegar hafi allar hans kröfur verið samþykktar, og að í shokki raunveruleikans, þá semji hann um raunverulegan frið, þá skil ég Trump.

En ef maðurinn er svo mikið fífl að halda að hann geti látið Evrópu róa, þá einfaldlega reka Bandaríkjamenn sig á veggi einangrunarinnar.

Einangraðir gegn öllum.

En Trump hefur hins vegar rétt fyrir sér um algjöran aumingjaskap Evrópu, en ég hygg að hún sé að braggast, hún muni takast á við afleiðingar rétttrúnaðar síns, skora múslimavæðinguna á hólm, endurheimta borgir og borgarhverfi.

Að öld kellingarinnar sé liðin.

Raunveruleikinn taki yfir forheimsku og fávisku tómhyggju hins pólitíska Rétttrúnaðar Góða fólksins.

Veit ekki en allavega er Trump að hjálpa Evrópu til þess.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 20.2.2025 kl. 16:43

2 Smámynd: Birgir Loftsson

Takk fyrir innlitið Ómar. Já, Trump er algjört spurningamerki eins og hann vill vera. Sambærilegur forseti við Trump er Andrew Jackson á 19.öld.

En ég er nokkuð viss um að sérfræðingar í kringum Trump hafi sagt eftirfarandi: Gleymdu Evrópu, Rússland er pappírs tígrisdýr sem það er í raun.  Skjallaðu mini forsetann Pútín upp úr skónum og láttu hann halda að hann sé sigurvegari. Úkraínu stríðið skiptir litlu máli fyrir Bandaríkin og því best afloknu. 

Kína er eins og Japan var um 1940, stórhættulegt og efa má að bandaríski flotinn vinni næsta Kyrrahafs stríð líkt og það gerði við Japan. Þetta eru sérfræðingarnir að hvísla í eyru Trumps. Einbeittu þér að Asíu.

Birgir Loftsson, 20.2.2025 kl. 20:06

3 Smámynd: Birgir Loftsson

Bill O'Reilly er að lesa stöðuna eins og ég: https://fb.watch/xTYqUsgXDU/?

Birgir Loftsson, 21.2.2025 kl. 08:28

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Nákvæmlega Birgir, en þá held ég að hann þurfi bandamenn, hann vinni það stríð ekki aleinn og einangraður.

Vissulega er lítill bógur í Evrópu í dag en Trump er að hjálpa til með því að segja henni hinn nöturlega sannleik að orð hennar skipti ekki máli því það býr ekkert að baki þeim.

Þegar fram í sækir þá held ég að menn eigi eftir að verða þakklátir Trump fyrir sannleikann.

Það þurfti utanaðkomandi til að segja hann.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 21.2.2025 kl. 09:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Apríl 2025

S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband